LET: Lið Kóreu sigraði á The Queens
Það var lið Kóreu sem stóð uppi sem sigurvegari á liðamóti 4 stærstu kvenmótaraða heims, nema bandaríska LPGA þ.e. LET, ALPG, JLPGA og KLPGA. Fyrirkomulag mótsins er nokkuð svipað Solheim Cup, spilaður er fjórmenningur og fjórbolti fyrstu tvo keppnisdagana og ákveðst hvaða 2 lið keppa annars vegar um sigurinn og hins 3. sætið. Síðan fara fram 8 tvímenningsleikir á sunnudeginum og veitir sigur 2 stig, jafnt skor 1 stig en tap ekkert stig. Og það var lið Kóreu, sem sigraði nú í ár 2016, lið Japana (JLPGA) með miklum yfirburðum eða 15 stigum gegn 1 stigi Japana. Lið Evrópu (LET) og Ástrala (ALPG) spiluð um 3. sætið og þar var Lesa meira
Lokaúrtökumót LPGA: Ólafía Þórunn á 68 höggum á 4. degi!!!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR,, lék 4. hringinn á 4 undir pari, 68 glæsihöggum – fékk 6 fugla og 2 skolla!!! Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 13 undir pari, 275 höggum (74 66 67 68). Þrír hringjanna hafa verið undir 70, sem er virkilega flott!!! Svo virðist sem lokahollið hafi ekki náð að ljúka leik og er því óljóst á þessari stundu í hvaða sæti Ólafía Þórunn er; Jaye Marie Green er í 1. sæti á samtals 15 undir pari og Sadena Parks og Nasa Hataoka á samtals 12 undir pari; en ljóst er að allar eru þær fjórar; framangreindar 3 og Ólafía Þórunn í efstu Lesa meira
Lokaúrtökumót LPGA: Ólafía Þórunn hóf leik kl. 15:12 á 4. hring – Fylgist með hér
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hóf leik kl. 15:12 að íslenskum tíma (Kl. 10:12 í Flórída) er sem sagt farin út og nú er um að gera að senda henni alla þær hlýju hugsanir sem hægt er. Á 4. keppnisdegi er Rees Jones völlurinn (sá auðveldari … hmmmm…) spilaður – Hið rétta er að völlurinn er þrælerfiður! En eftir 3 spilaðar holur virðist sem Ólafía Þórunn sé ekkert að gefa eftir og er þegar búin að fá einn fugl. (Nú er bara að gera það sama á 3. holu fresti!!! Áfram Ólafía Þórunn!!! Fjöldi Íslendinga er á LPGA International að fylgjast með og hvetja Ólafíu Þórunni áfram. GSÍ fylgist Lesa meira
Evróputúrinn: Brandon Stone efstur á Alfred Dunhill e. 3. dag
Það er S-Afríkumaðurinn þ.e. heimamaðurinn Brandon Stone, sem leiðir á Alfred Dunhill mótinu eftir 3. keppnisdag og er því með forystuna fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun. Stone er búinn að spila á samtals 17 undir pari, 199 högum (67 66 66). Þrír deila 2. sætinu; þeir Charl Schwartzel og Keith Horne, báðir frá S-Afríku og Englendingurinn Chris Hanson. Þremenningarnir í 2. sætinu eru búnir að spila á samtals 14 undir pari, hver og því 3 höggum á eftir forystumanninum. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Alfred Dunhill mótinu SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Haukur Örn Birgisson – 3. desember 2016
Það er forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Haukur Örn er fæddur 3. desember 1979 og því 37 ára í dag. Hann er með 3,9 í forgjöf og félagi í Golfklúbbnum Oddi og aukaaðild í Golfklúbbi Flúða. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Hauk Örn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Elsku Haukur Örn Birgisson – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Hörður Vilhjálmur Sigmarsson, 3. desember 1953, GK (63 ára ); Skarphéðinn Skarphéðinsson, 3. desember 1954 (62 árs); Ólöf Nordal, Lesa meira
Ólafía Þórunn í viðtali á LPGA – Frábær landkynning!!!
Á vefsíðu LPGA er frábær grein rituð af Jennifer Meyer, þar sem hún ræðir við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, atvinnukylfing úr GR, sem er að standa sig á alveg hreint magnaðan máta á lokaúrtökumóti LPGA. Eftir 3. dag er Ólafía ein í 3. sæti en efstu 20 hljóta kortið sitt á LPGA og þar með ótakmarkaðan þátttökurétt á öllum mótum LPGA í 1 ár. Meyer spurði Ólafíu m.a. um golf á Íslandi og má sjá af meðfylgjandi grein að Ólafía er að standa sig framúrskarandi ekki bara út á velli heldur í landkynningunni, líka. Hægt er að sjá grein Meyer á ensku með því að SMELLA HÉR: Fyrir þá sem fremur kjósa Lesa meira
PGA: DJ og Matsuyama efstir á Hero World Challenge – Hápunktar 2. dags
Það eru bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson og japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama sem eru efstir og jafnir á móti vikunnar á PGA Tour, Hero World Challenge – eru báðir búnir að spila á 12 undir pari, 132 höggum: DJ (66 66) – býsna sexý! og … Hideki (65 67). Þriðja sætinu deila Louis Oosthuizen frá S-Afríku og Matt Kuchar, en báðir hafa spilað á 10 undir pari. Bubba Watson er síðan einn í 5. sæti á 9 undir pari. Tiger, sem jafnframt er gestgjafi mótsins, er jafn forystumanni 1. dags JB Holmes og Henrik Stenson frá Svíþjóð en þeir þrír hafa allir spilað á samtals 6 undir pari, hver. Til þess að Lesa meira
LET: Úrslitaviðureignir verða milli liðs Kóreu og liðs Japan í The Queens
Svo virðist sem úrslitin í fjögurra kvenmótaraðakeppninni, The Queens, sem nú stendur yfir, standi milli liðs heimamanna þ.e. Japana og liðs Kóreu. Mótið fer fram í Miyoshi Country Club, í Nagoya, Japan. Staðan er nú þannig að lið Kóreu er efst með 12 stig, lið heimamanna, Japana kemur næst með 11 stig, lið Evrópu er með 7 stig og lið Ástrala með 2 stig. Sjá má úrslitin og rástíma fyrir úrslita tvímenningsleiki sunnudagsins nánar hér að neðan: Úrslit á föstudeginum í fjórmenningi: Leikur 1 Ritsuko Ryu og Kotone Hori (JLPGA) sigruðu Florentynu Parker and Georgia Hall (LET) 2 & 1 Leikur 2 Min Sun Kim og Su Yeon Jang (KLPGA) sigruðu Whitney Hillier and Rachel Hetherington (ALPG) 2 Lesa meira
Evróputúrinn: Andrew Dodt efstur á Australian PGA Championship e. 3. dag
Það er Ástralinn Andrew Dodt sem er efstur á Australian PGA Championship, sem fer fram á RACV Royal Pines Resort á Gullströndinni. Dodt er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum ( 65 67 70). Öðru sætinu deila enn annar heimamaður Ashley Hall og Bandaríkjamaðurinn Harold Varner III, báðir á samtals 12 undir pari, 204 höggum, þ.e. 2 höggum á eftir Dodt. Þekktari kylfingar, Adam Scott og John Senden verma síðan 4. sætið enn öðrum 2 höggum á eftir eða samtals á 10 undir pari, hvor. Jarrod Lyle, sem sigraðist á hvítblæði og sneri aftur í golfið og fór holu í höggi á fyrsta hring er á Lesa meira
GA: Tumi Hrafn Kúld kylfingur ársins 2016
Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar fór fram í gær og við það tilefni veitti klúbburinn viðurkenningar. Tumi Hrafn Kúld var valinn kylfingur ársins. Tumi Hrafn gerði sér lítið fyrir og sigrað á Eimskipsmótaröð GSÍ í Vestmannaeyjum í september, eftir dramatískan bráðabana. Er þetta fyrsti sigur GA félaga á mótaröð þeirra bestu hér á landi í ein 12-13 ár. Hann lét ekki þar við sitja, heldur hafnaði í 7. sæti á lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar, aðeins tveimur vikum síðar. Tumi dvaldi í Bandaríkjunum við æfingar og keppni fyrri hluta sumars og uppskar þar m.a. 11. sæti í Wisconsin State Ameteur meistaramótinu. Tumi hefur verið duglegur að lækka forgjöfina sína í sumar og er kominn í Lesa meira










