Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2016 | 12:00

Green sem var með Ólafíu í ráshóp veðjaði við bróður sinn um að hún myndi sigra

Jaye Marie Green, frá Boca Raton, í Flórída setti niður um 20 feta pútt þ.e. 7. metra pútt á lokahringnum og tryggði sér þar með sigurinn í lokaúrtökumóti LPGA, á sigurskori upp á 13 undir pari, 347 högg (68 68 67 70 74 ), 1 höggi betur en Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir. Á lokahringnum spilaði Green á 2 yfir pari, 74 höggum, stressið farið að segja til sín. Ólafía Þórunn var þó sú eina í topp-4 á lokaúrtökumótinu, sem ekki var frá Bandaríkjunum en meðal efstu 20 eru stúlkur frá 13 þjóðríkjum þ.e. (Ísland, Bandaríkjunum, Kóreu, Taiwan, Danmörk, Kanada, Englandi, Spáni, Israel, Svíþjóð, Filippseyjum, Japan og Thailandi). Fjórar unglingsstúlkur eru meðal Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2016 | 07:00

Thomas Björn verður fyrirliði Evrópu í Rydernum 2018

Mörg stór nöfn í evrópsku golfi hafa gegnt fyrirliðastöðu fyrir lið Evrópu í Rydernum. Nægir þar að nefna nöfn á borð við  Seve Ballesteros, Bernhard Langer, Jose Maria Olazabal og Collin Montgomerie Og nú bætist eitt stórnafnið við: Thomas Björn, frá Danmörku, sem mun verða fyrirliði Ryder liðs Evrópu 2018, þegar liðið mætir liði Bandaríkjanna á Paris National golfvellinum í Frakklandi. Helsti mótherji Björn um stöðuna var Paul Lawrie. Björn, 45 ára, þykir einstaklega hæfur í hlutverkið en hann hefir lengi gengt stöðu formanns mótanefndar Evróputúrsins auk þess sem hann hefir þrívegis verið í Ryder bikars liði Evrópu og í fjögur skipti verið aðstoðarfyrirliði.  Það er einfaldlega enginn með meiri reynslu. Á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2016 | 06:00

Evróputúrinn: Brandon Stone sigraði á Alfred Dunhill

Það var heimamaðurinn Brandon Stone sem sigraði á Alfred Dunhill mótinu. Sigurskor Stone var 22 undir pari, 266 högg (67 66 66 67). Stone átti heil 7 högg á þann sem næstur var, en það var landi hans Richard Sterne, sem spilaði á samtals 15 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 4. dags Alfred Dunhill mótsins SMELLIÐ HÉR:  Til að sjá lokastöðuna í Alfred Dunhill mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Elsa Jónsdóttir – 5. desember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía Elsa Jónsdóttir. Stefanía Elsa er fædd 5. desember 1996 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hún er afrekskylfingur Golfklúbbs Akureyrar. Árið 2012 hlaut Stefanía Elsa m.a. heiðursnafnbótina Fyrirmyndarkylfingur GA. Hún varð t.a.m. í 10. sæti á stigalista GSÍ í stúlknaflokki 2013. Árið 2014 sigraði Stefanía Elsa eftirminnilega í Kvennamóti Vita og Forever og er aðeins fátt eitt talið hér á glæstum ferli Stefaníu Elsu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Stefania Elsa Jónsdóttir, 20 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Helen Dettweiler, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2016 | 12:00

NÝTT!!! Nýju stúlkurnar á LPGA 2017

Líkt og gert hefir verið undanfarin ár, eða frá því vefurinn hefir verið starfandi, hefur Golf 1 í dag, kynningu á þeim 45 stúlkum sem hlutu keppnisrétt á LPGA, sterkustu kvenmótaröð heims keppnistímabilið 2016-2017. Líkt og alltaf á lokaúrtökumótum LPGA voru spilaðir 5 hringir og fór lokaúrtökumótið fram á LPGA International á Daytona Beach, í Volúsía sýslu norðaustur af Orlandó í Flórída. Alls hófu 155 stúlkur keppni að þessu sinni og var skorið niður eftir 4 keppnisdag og keppendum þar með fækkað í 70 sem kepptu um sætin 20 eftirsóttu. Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði eru margir þekktir kylfingar, sem ýmist hafa áður keppt á LPGA eða eru á Evrópumótaröð kvenna. Dæmi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2016 | 21:00

Lokaúrtökumót LPGA: Sögulegt!!! Ólafía Þórunn varð í 2. sæti á lokaúrtökumótinu – Fyrsti íslenski kylfingurinn á LPGA!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk lokahringnum á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór á LPGA International á Daytona Beach í Flórída á 1 yfir pari, 73 höggum. Samtals lék Ólafía Þórunn á 12 undir pari, 348 höggum (74 66 67 68 73). Hún er fyrst íslenskra kvenkylfinga til þess að ávinna sér fullan keppnisrétt á sterkustu kvenmótaröð heims, LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn skrifar sig því í golfsögubækur ekki aðeins Íslands heldur einnig LPGA, sem fyrsti íslenski kylfingur mótaraðarinnar með fullan keppnisrétt. Og Ólafía Þórunn ávann sér þann rétt á stórglæsilegan máta; varð í 2. sæti á lokaúrtökumótinu. Það ná engin orð að lýsa því hversu frábær Ólafía Þórunn er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2016 | 17:15

Lokaúrtökumót LPGA: Ólafía fór út kl. 14:31 í lokahringinn og er á -1 í hálfleik og 2. sæti!!!

Lokaúrtökumót LPGA á LPGA International vellinum á Daytona Beach er nú hálfnað og Ólafía Þórunn að standa sig með eindæmum vel!!! Hún er á 1 undir pari í hálfleik á 5. hring og nú á bara eftir að spila 9 holur. Efstu 20 þátttakendur í lokaúrtökumótinu hljóta kortið sitt á LPGA mótaröðina þ.e.1  árs fullan keppnisrétt á sterkustu mótaröð heims og þar með einnig þá mótaröð þar sem verðlaunafé kvenkylfinga er hæst – þetta er það lengsta sem kvenkylfingar geta náð í íþróttinni og Ólafía Þórunn er við það að verða fyrsti íslenski kvenkylfingurinn, sem er að takast það! Ólafía byrjaði fyrri 9 á parinu á 1. braut Hills-vallarins, sem er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Björn T. Hauksson; Jósep Þorbjörnsson og Bergur Dan Gunnarsson- 4. desember 2016

Afmæliskylfingar dagsins 4. desember 2016 eru þrír: Björn T Hauksson, Jósep Þorbjörnsson og Bergur Dan Gunnarsson. Fyrstnefndi afmæliskylfingur dagsins er Björn T Hauksson.  Hann er fæddur 4. desember 1956 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Björn T Hauksson – 60 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Annar afmæliskylfingur dagsins er Jósep Þorbjörnsson. Hann er fæddur 4. desember 1966 og á því hálfrar aldar afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Jósep Þorbjörnsson – 50 ára – Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2016 | 12:30

Evróputúrinn: Harold Varner III sigraði á Australian PGA

Australian PGA Championship er 2. mótið í áströlsku þrennunni og nú er aðeins eitt mót eftir. Það eru Evrópumótaröðin og Ástralasíutúrinn sem standa saman að mótinu. Í ár var Bandaríkjamaður sem sigraði; en það er Harold Varner III. Hann lék á samtals 19 undir pari, 204 höggum (65 72 67). Í sigurlaun hlaut Varner III € 175,630 (sem er svo mikið sem 21,5 milljón íslenskra króna). Þetta er í 1. skipti sem Varner sigrar á Evrópu og Ástralasíutúrnum, en sigurinn telur sem sigur á báðum mótaröðum. Í 2. sæti varð Ástralinn Andrew Dodt sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið – var 17 undir pari og í 3. sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2016 | 11:00

Hvernig á kaddý Ólafíu að vera klæddur lokahringinn?

Í hvernig fötum á Kristinn Jósep, elsti bróðir Ólafíu Þórunnar að vera í kaddýstörfunum á lokahringnum í lokaúrtökumóti LPGA, með Ólafíu, sem hefst e. hádegi nú? Hann er með valkvíða. Annars vegar er um að ræða hvítar stuttbuxur og appelsíungulan bol og hins vegar svartar buxur með bláum bol. Ekkert val er um der – Kristinn virðist hafa ákveðið að vera með hvítt Titleist der. Kosning stendur yfir á Twitter síðu Golfsambands Íslands og sagt að blanda megi saman þ.e. að hann verði í svörtum buxum og appelsínugulum bol eða hvítum buxum og bláum bol. Ef þið viljið taka þátt í atvinnugreiðslunni SMELLIÐ HÉR: Þess ber að geta að Ólafía Lesa meira