Ko segir upp þjálfara sínum David Leadbetter
Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko er hætt með þjálfarann David Leadbetter, sem hún hefir haft undanfarin 3 ár. Leadbetter staðfesti í gær, miðivkudaginn 7. desember 2016 að hann væri ekki lengur að starfa hjá Ko. Hin 19 ára Lydia Ko hefir ekki látið neina yfirlýsingu frá sér fara. „Svona hlutir gerast í þjálfaraheiminum, hvort sem það er Jürgen Klinsmann hjá landsliði Bandaríkjanna í fótbolta eða Novak Djokovic, sem var að losa sig við þjálfara sinn Boris Becker í þessari viku,“ sagði Leadbetter í fréttatilkynningu. „Þessar breytingar eru allar hluti af þjálfarabissnessnum.“ Ko sneri sér til Leadbetter eftir að hún fluttist frá Nýja Sjálandi til Bandaríkjanna. Áður hafði hún unnið með Lesa meira
Snigill veldur því að umsókn Trump um að byggja vegg er hafnað!
Þið hafið heyrt þetta allt saman áður – hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna Donald Trump vill byggja vegg. Þessum vegg, sem hann sótti um að byggja, er þó ekki ætlað að rísa milli Mexíkó og Bandaríkjanna – né mun verða borgað fyrir hann af andstöðuflokknum, vegna þess að í þessu tilviki er andstæðingurinn hafið. Trump, 70 ára, sótti um nú s.l. maí að fá að byggja varnarvegg um lúxusgolfstað sinn í Doonbeg á Írlandi. Þessum vegg var ætlað að vernda golfstaðinn frá hækkandi sjávastöðu og sjávarofi vegna hækkandi sjávarstöðu vegna hlýnun loftslags á jörðinni. (Ekki fara að hlægja). Trump afneitaði hreinlega að hlýnun loftslags á jörðinni (global warning) væri vandamál og sagði Lesa meira
Tengdapabbar stundum verri en tengdamæð- urnar! Gretzky: DJ á að líkjast Tiger meira
Það eru ótal margir tengdamömmu brandarar til um hræðilegar tengdamæður, sem telja að ekkert sé nógu gott fyrir syni þeirra. Í tilviki nr. 3 á heimslistanum, Dustin Johnson, gæti þessu verið öfugt farið; hann á yndislega tengdamömmu en ofurmetnaðargjarnan tengdaföður. Tengdapabbi hans er íshokkígoðsögnin Wayne Gretzky, sem oft er kallaður „The Great One.“ Wayne Gretzky kom nú nýlega fram í viðtali þar sem hann sagði að hann byggist við mun fleiri risamótssigrum af tengdasyni sínum en þessum lummulega eina sem hann er nú þegar með. Ja, miklu fleiri. Hann sagði m.a: „Ef ég skoraði 50 mörk á keppnistímabili vildi ég skora 70 á næsta ári. Ef ég var með 70 Lesa meira
Evróputúrinn: Cabrera-Bello í forystu 1. dag í Hong Kong
Í nótt hófst í Hong Kong UBS Hong Kong Open, en mótið er mót vikunnar á Evróputúrnum. Efstur eftir 1. dag er spænski kylfingurinn Rafa Cabrera-Bello, en hann lék á 6 undir pari, 64 höggum. Í 2. sæti er franski kylfingurinn Sébastien Gros, 1 höggi á eftir á 65 höggum. Síðan er hópur 10 kylfinga sem deilir 3. sætinu á 66 höggum, en þeirra á meðal er Titleist erfinginn Peter Uihlein. Justin Rose, sem á titil að verja í mótinu er í 57. sæti eftir hring upp á 70 högg, en hann hefir átt við bakmeiðsli að stríða og tekur meira þátt í mótinu af vilja en getu (heilsufarslega séð). Lesa meira
Móttaka til heiðurs Ólafíu Þórunni 7. des 2016
Í kvöld miðvikudaginn 7. desember 2016, kl. 18:30 var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR heiðruð í Golfskálanum í Grafarholti. Það voru Golfklúbbur Reykjavíkur, Golfsamband Íslands og Forskot afrekssjóður, sem stóðu að móttökunni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér keppnisrétt á LPGA mótaröðinni í golfi með frábærum árangri á lokaúrtökumótinu sem lauk um síðustu helgi en mótið stóð dagana 30. nóvember – 4. desember 2016. Ólafía er fyrsti íslenski kylfingurinn sem hefur náð þeim árangri að komast inn á sterkustu kvenatvinnumótaröð veraldar, LPGA. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Lárus Blöndal foseti ÍSÍ, og Björn Víglundsson, formaður GR héldu ræður til heiðurs Ólafíu Þórunni, sem og Hólmfríður Einarsdóttir, fyrir hönd Forskots og borgarstjóri Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Brianna Do (1/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. 10 stúlkur voru jafnar í 44. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Brianna Do, Augusta James, Emily Collins, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Hannah Burke, Celine Boutier og Krista Puisite. Allar léku þær á 3 undir pari, 363 höggum. Í dag verður byrjað á að kynna Briönnu Do. Brianna er fædd 3. janúar 1990 og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Luke Donald ——– 7. desember 2016
Það er Luke Donald, sem er afmæliskylfingur dagsins. Luke Campbell Donald fæddist 7. desember 1977 í Hemel Hempstead, Herts í Hertfordshire og er því 39 ára í dag. Pabbi Luke var frá Stranraer í suðvesturhluta Skotlands, en hann er nú látinn. Vegna þess að rætur Luke liggja í Stranraer hefir hann alltaf talið sig hálfskoskan. Luke á bróður Christian og saman spiluðu þeir golf í Hazlemere og Beaconsfield golfklúbbunum á yngri árum og þegar Luke fór að skara fram úr var bróðir hans m.a.s. kylfusveinn hans og lengi vel frameftir eftir þegar Luke fór að spila á öllum helstu mótaröðum heims. Eitthvað sinnaðist þeim bræðrum fór Christian á pokanum hjá Lesa meira
GR: Dagbjartur Sigurbrandsson hlaut háttvísibikarinn 2016
Háttvísisbikarinn er gjöf sem Golfklúbbur Reykjavíkur fékk að gjöf frá GSÍ í tilefni af 70 ára afmæli klúbbsins. Bikarinn er veittur ár hvert þeim kylfingi, undir 18 ára aldri, sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem GR-ingar vilja sjá í afreksunglingum sínum. Sá sem hlýtur Háttvísisbikarinn þarf að uppfylla eftirfarandi – hafa mikinn íþróttaanda, gefast aldrei upp, sýna miklar framfarir, vera sér og klúbbnum til mikils sóma bæði innan vallar sem utan og umfram allt vera fyrirmynd fyrir aðra í kringum sig. Í ár var það Dagbjartur Sigurbrandsson sem hlaut viðurkenninguna. Dagbjartur er mikil fyrirmynd fyrir aðra iðkendur klúbbsins, hann er duglegur við æfingar og hefur sýnt miklar og jafnar Lesa meira
Evróputúrinn: Rose hyggst verja titil sinn í Hong Kong
Mót vikunnar á Evróputúrnum er UBS Hong Kong Open. Það er enski kylfingurinn Justin Rose, sem á titil að verja. Hann er ákveðinn í að láta meiðsl lönd og leið og verja titil sinn á UBS Hong Kong Open. Rose tók sér 2 mánaða frí eftir Ryderinn til þess að koma skikki á bakmeiðsl sín, en tók þátt í móti þar sem Tiger var gestgjafi, þ.e. Hero World Challenge. Hann varð að draga sig úr mótinu þegar eftir 1 hring vegna þess að bakið var að plaga hann og viðurkennir að undirbúningur sinn fyrir mótið í þessari viku í Hong Kong golfklúbbnu hafi ekki verið eins og best væri á kosið. Rose er Lesa meira
Afmælisbarn dagsins: St. Nikulás —————— 6. desember 2016
Í dag er haldið upp á St. Nikulásar-daginn víðs vegar í ríkjum kaþólskra, en St. Nikulás frá Myra er dýrlingur hjá kaþólskum. Dagurinn í dag er dánardægur St. Nikulás en hann dó árið 323, og gjöfuls anda hans minnst. Margar sögur eru til um kraftaverk St. Nikulás. Ein sagan gengur út á að hann hafi safnað saman öllum verðmætum í strandbæ einum í Tyrklandi og fengið þau sjóræningjum, sem höfðu hneppt börn bæjarins í gíslingu. Sagan á að sýna að börnin eru dýrmætari en allar mannana eigur. Frægust er sagan af því þegar hann forðaðið 3 föngulegum stúlkum frá hórdómi og endurlífgaði 3 drengi sem vondur kjötiðnaðarmaður var búinn að Lesa meira










