Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2016 | 08:00

Evróputúrinn: Brazel sigraði á UBS Hong Kong Open – Hápunktar lokahringsins

Það var Sam Brazel frá Ástralíu, sem sigraði í gær, 11. desember 2016,  á UBS Hong Kong Open. Brazel er tiltölulega óþekktur kylfingur, a.m.k. hér í Evrópu og var að næla sér í sinn fyrsta sigur í Hong Kong á Evróputúrnum. Sigurskor Brazel var 13 undir pari, 267 högg (66 66 67 68) og fyrir sigurinn hlaut Brazel € 311.843, sem ættu að koma sér vel í jólainnkaupunum! 🙂 Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir, var spænski kylfingurinn Rafa Cabrera Bello og 3. sætinu deildu kylfingarnir Andrew Dodt frá Ástralíu og Tommy Fleetwood frá Englandi báðir enn öðru höggi á eftir á samtals 11 undir pari, hvor. Sá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Alejandra Llaneza (5/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. 11 stúlkur voru jafnar í 44. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Brianna Do, Augusta James, Emily Collins, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Hannah Burke, Celine Boutier og Krista Puisite. Allar léku þær á 3 undir pari, 363 höggum. Brianna Do, Celine Boutier, Hannah Burke og Krista Puisite hafa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ólafur Már og Húbert – 11. desember 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru Ólafur Már Sigurðsson og Húbert Ágústsson. Ólafur Már er fæddur 11. desember 1978 og er því 38 ára í dag. Hann varð m.a. klúbbmeistari Golfklúbbs Reykjavíkur 2013.  Komast má á facebook síðu Ólafs Más hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Ólafur Már Sigurðsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Húbert er fæddur 11. desember 1973 og á því 43 ára afmæli. Hann er í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Komast má á facebook síðu Húberts hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Húbert Ágústsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Bradley Dub Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2016 | 11:45

PGA: Kuchar og English sigruðu á Franklin Templeton Shootout

Það voru þeir Matt Kuchar og Harris English sem stóðu uppi sem sigurvegarar á móti vikunnar á PGA Tour; Franklin Templeton Shootout. Þeir léku samtals 28 undir pari. Í 2. sæti urðu Jerry Kelly & Steve Stricker 1 höggi á eftir. Í 3. sæti urðu síðan Charley Hoffman & Billy Horschel enn öðru höggi á eftir þ.e. á samtals 26 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Franklin Templeton Shootout með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2016 | 11:00

LPGA: Feng sigraði í Dubaí

Kínverski kylfingurinn Shanshan Feng tryggði sér í gær 4. titilinn sinn á lokamóti Evrópumótaraðarinnar, Omega Dubaí Ladies Masters. Hún lék á samtals 10 undir pari, 206 höggum (72 70 64). Í 2. sæti varð enski kylfingurinn Charley Hull á samtals 8 undir pari (72 71 65). Í 3. sæti voru þær Aditi Ashok frá Inlandi, sem valinn var nýliði ársins á LET 2016 og hin enska Florentyna Parker, báðar á samtals 6 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á Omega Dubaí Ladies Masters með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2016 | 09:00

Branden Grace kvæntist

Suður-Afríski kylfingurinn Branden Grace gekk í það heilaga 4. desember s.l. Hans lukkulega heitir Nieke Coetzee og þau Branden hafa verið par lengi. Nieke ólst upp í Suður-Afríku líkt og Branden og hefir m.a. verið kaddý hans í par-3 keppninni sem er árlegur undanfari Masters risamótsins. Hvort heldur Branden spilar á Evrópumótaröðinni eða Sólskinstúrnum þá fylgir Nieke honum. Branden tvítaði að brúðkaupsdagurinn hefði verið sá besti í lífi sínu til þessa. Branden Grace hefir sigrað 7 sinnum á Evrópumótaröðinni, 5 sinnum á Sólskinstúrnum suður-afríska og 1 sinni á PGA en PGA Tour sigurinn kom 17. apríl 2016, á þessu ári, þegar Grace sigraði á RBC Heritage.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2016 | 07:00

Daly og „litli Daly“ taka þátt í feðra-sona mótinu

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni – þetta virðist viðeigandi í tilviki Daly-feðga, sem nú taka þátt í PNC Father/Son Challenge. Hinn 13 ára sonur John Daly virðist hafa erft golfhæfileikana frá föður sínum og er að sýna snilldartakta á æfingum þeirra feðga. Af ekki eldri kylfingi þykir „Litli Daly“ heilmikil sleggja. Hér má sjá myndskeið af sveiflu 13 ára sonar John Daly, „Littla Daly“ SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2016 | 05:00

LET: Aditi Ashok valin nýliði ársins 2016

Aditi Ashok hlaut Omega úrið sitt sem nýliði ársins á LET. Hin 18 ára Aditi Ashok frá Bangalore á Indlandi sigraði m.a. tvívegis í röð á LET nú á árinu þ.e. á Hero Women’s Indian Open og var fulltrúi Indverja á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Á lokamóti LET á árinu 2016, sem lauk í gær varð Aditi í 3. sæti ásamt Florentynu Parker frá Englandi. Allt í allt varð hún í 2. sæti á stigalista LET.  Glæsilegur árangur þetta hjá nýliða ársins á LET!!! Aditi tók líkt og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir  þátt í lokaúrtökumóti LPGA – en hlaut aðeins takmarkaðan spilarétt á LPGA. Hin nýja golfstjarna sagði eftir að hafa hlotið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2016 | 19:00

Spieth enn að velta sér upp úr stjörnuljóma Ryder sigurs liðs Bandaríkjanna 2016

Tvöfaldi risamóta sigurvegarinn Jordan Spieth ætlar að verja jólunum með því að velta sér upp úr stjörnusljóma sigurs Bandaríkjanna í Ryder bikarnum 2016. Spieth spilaði í fyrsta sinn í Rydernum árið 2014 á Gleneagles og spilaði þá með Patrick Reed og saman vann nýliða-tvenndin þá 2 sigra og skyldi að jöfnu í einum leik áður en Spieth tapaði í tvímenningnum gegn Graeme McDowell. Spieth spilaði alla 5 leikina í Hazeltime og aftur var spilafélaginn Patrick Reed bæði í fjórboltanum og fjórmenningnum og þeir náði 2 1/2 stigi áður en Spieth varð einn af fáum í liði Bandaríkjanna til að tapa í tvímenningnum gegn geysisterkum Henrik Stenson. Eftir Ryderinn tók Spieth sér 6 vikna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Hannah Burke (4/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. 11 stúlkur voru jafnar í 44. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Brianna Do, Augusta James, Emily Collins, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Hannah Burke, Celine Boutier og Krista Puisite. Allar léku þær á 3 undir pari, 363 höggum. Brianna Do, Celine Boutier og Krista Puisite hafa þegar verið Lesa meira