Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Rickie Fowler og Finnbogi Steingrímsson – 13. desember 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir annars vegar Finnbogi Steingrímsson og hins vegar Rickie Fowler. Finnbogi er fæddur 13. desember 2001 og á því 15 ára afmæli í dag. Hann er afrekskylfingur í GM, sonur hjónanna Steingríms Walterssonar og Elínar Rós Finnbogadóttur. Komast má hér að neðan á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið!!! Finnbogi Steingrímsson 15 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Rickie Fowler er fæddur 13. desember 1988 í Murrieta, Kaliforníu og á því 28 ára afmæli í dag. Fowler spilar á bandaríska PGA og vann einmitt sinn fyrsta sigur á mótaröðinni, 6. maí 2012, þegar hann sigraði þá DA Points og Rory Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2016 | 14:44

GKB: Jóhann Friðbjörnsson hættir sem formaður

Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs var haldinn laugardaginn 10. desember, í golfskálanum Kiðjabergi. Á fundinn mættu yfir 60 félagar. Jóhann Friðbjörnsson hætti sem formaður GKB eftir 11 ár í starfi. Í hans stað var kosinn Þórhalli Einarsson. Jóhann Friðbjörnsson formaður flutti skýrslu fráfarandi stjórnar. Rekstur klúbbsins gekk sæmilega, þó svo að heldur færri hringir hafi verið spilaðir á vellinum en árið á undan. Magnús Þ. Haraldsson fór yfir reikninga klúbbsins á aðalfundinum. Tekjur voru rúmar 53 milljónir króna, sem er svipuð tala og síðasta ár. Hagnaður af rekstri var 5,6 milljónir fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Jónas Kristinsson er meðstjórnandi og kemur nýr inn í stjórn í stað Þórhalla sem tekur við sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2016 | 14:00

Mickelson í aðgerð

Phil Mickelson nýtir líkt og Ólafía Þórunn tímabilið milli keppna til þess að fara í aðgerð. Hann fer í aðra aðgerð sína vegna kviðslits á 3 mánaða fresti og í þetta sinn er hann ekki viss hvort hann muni geta keppt aftur. Hinn vinsæli fimmfaldi risamótsmeistari (Mickelson) fór fyrst í aðgerð eftir að spila á Safeway Open. Hann hafði planað að byrja 2017 keppnistímabilið á CareerBuilder Challenge 19.-22. janúar í Palm Desert, Kaliforníu. Nú er hins vegar alls óvíst hvort hann snýr aftur til keppni þá og ekkert hefir verið gefið upp um þá dagsetningu.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2016 | 12:00

Ólafía fer í aðgerð ekki á morgun heldur hinn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur úr GR fer í aðgerð þann 15. desember og er hún vongóð um að jafna sig fljótlega. Ólafía tryggði sér sem kunnugt er keppnisrétt á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum fyrst allra íslenskra kylfinga og er fyrsta mótið á dagskrá vikuna 23.-29. janúar á Bahamas-eyjum. „Ég er að gera þetta vegna ráðlegginga frá tannlækninum mínum, en ég er með undirbit sem þarf að laga þar sem að tennurnar á mér slitna hratt eins og staðan er á þessu núna. Á undanförnum vikum hef ég hugsað mikið um hvernig ég gæti gert þetta án þess að hafa mikil áhrif á mótin sem eru framundan. Í desember og janúar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2016 | 10:00

Ólafía Þórunn vinsæl í Kringlunni

Það var nóg um að vera hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur laugardaginn, 10. desember s.l. þegar hún var í Kringlunni. Ólafía bauð gestum og gangandi að fá áritaðar mynd af sér og var áhuginn mikill. Margir styrktu hana og með því að kaupa myndir sem hún hannaði sjálf. Upphaflega var gert ráð fyrir að Ólafía yrði í eina klukkstund í Kringlunni en áhuginn reyndist það mikill að hún var upptekinn í rúmlega fimm klukkutíma. Sjá myndir frá laugrdeginum á vef GSÍ með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2016 | 08:00

GO: Brotið blað í sögu klúbbsins m/kjöri 1. kvenformannsins – Elínar Hrönn Ólafsdóttur

Aðalfundur Golfklúbbsins Odds fór fram 9. desember 2016. Ingi Þór Hermannsson ákvað að stíga til hliðar sem formaður klúbbsins eftir sjö ára formannssetu. Í hans stað var kjörin Elín Hrönn Ólafsdóttir og er hún fyrsta konan til að gegna embætti formanns í 23 ára sögu klúbbsins. Elín var ein í framboði og var kjörin með lófataki félagsmanna. Elín Hrönn starfar sem markaðsstjóri hjá fyrirtækinu Vistor í Garðabæ. Hún er 45 ára gömul og hefur verið meðlimur í Golfklúbbnum Oddi um árabil. Elín Hrönn var verkefnastjóri sjálfboðaliða á Evrópumóti kvennalandsliða í sumar sem heppnaðist afar vel. Halla Hallgrímsdóttir var við sama tækifæri kjörin í stjórn til tveggja ára og Kári Sölmundarson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Benyapa Niphatsophon (6/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. 11 stúlkur voru jafnar í 44. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Brianna Do, Augusta James, Emily Collins, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Hannah Burke, Celine Boutier og Krista Puisite. Allar léku þær á 3 undir pari, 363 höggum. Brianna Do, Alejandra Llaneza, Celine Boutier, Hannah Burke og Krista Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2016 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Sveinsson – 12. desember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Benedikt Sveinsson. Benedikt er fæddur 12. desember 1994 og á því 22 ára afmæli í dag. Benedikt er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og klúbbmeistari Keilis 2015, sem fór m.a. holu í höggi í meistaramótinu 2015. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Benedikt Sveinsson (22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Shirley Englehorn, 12. desember 1940 (76 ára); Philip Parkin, 12. desember 1961 (55 ára); Deane Pappas, 12. desember 1967 (49 ára); Ryuichi Oda, 12. desember 1976 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Joanne Clingan, 12. desember Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2016 | 15:00

LET: Valdís Þóra komst á lokaúrtökumótið … með hjálp Múhammeðs „dúllu“

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL komst áfram á lokaúrtökumótið fyrir sterkustu mótaröð Evrópu. Valdís Þóra, sem er úr Leyni á Akranesi, lék lokahringinn á 75 höggum eða +3. Samtals lék hún hringina fjóra á +12 (76-70-79-75) og endaði hún í 10.-11. sæti. Alls komust 30 efstu áfram á lokaúrtökumótið sem fram fer í Marokkó dagana 17.-21. desember. Sjá má lokastöðuna á 2. stigs úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR:  Nánari upplýsingar um mótið má sjá með því að SMELLA HÉR:  Um frammistöðu sína í undanúrtökumótinu sagði Valdís Þóra: „Mótið var í heildina ágætt en hefði líka getað verið mun betra, ég á allavega nóg inni. Sveiflan var á ágætum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2016 | 10:00

Henrik Stenson heiðraður af golffréttariturum

Sigurvegari Opna breska 2016 og silfurmedalíuhafi á Ólympíuleikunum Henrik Stenson vann heiðursbikar golffréttaritara ( Golf Writers Trophy) í 2. sinn á ferlinum. Stenson náði fyrsta risatitli sínum á Royal Troon sl. júlí eftir epískan lokahring, þar sem hann átti í harðri baráttu við gamla brýnið Phil Micklelson. Golffréttaritarar greiddu atkvæði og vann Stenson með miklum meirihluta félagsmanna í sambandi Golffréttaritara sem greiddu atkvæði  (ens.: the Association of Golf Writers). Helstu keppinautar Stenson um heiðurinn voru sigurvegari Masters, sem einnig vann að vinna fyrsta risatitil sinn, Danny Willett, sem og Justin Rose og Alex Noren, en sá síðastnefndi sigraði í hvorki fleiri né færri en 4 mótum Evrópumótaraðarinnar í ár. Það var hins vegar Lesa meira