Ólafía Þórunn Íþróttakona Reykjavíkur 2016!
Tilkynnt var um val á Íþróttafólki Reykjavíkur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 14. desember 2016. Allt frá árinu 1979 hefir stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur og var þetta því í 38. sinn sem hátíðin fór fram. Í ár voru í fjórða sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið. Það var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, sem var valin íþróttakona Reykjavíkur 2016. Um hana sagði á vefsíðu Reykjavíkurborgar: „Íþróttakona Reykjavíkur 2016 er kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Ólafía Þórunn var á dögunum fyrst íslenskra kylfinga til að vinna sig inn á PGA mótaröðina í golfi. Hún Lesa meira
GOS: Aron Emil Gunnarsson Golfkarl GOS 2016
Aron Emil Gunnarsson er golfkarl ársins hjá Golfklúbbi Selfoss fyrir árið 2016. Aron spilaði á Íslandsbankamótaröð GSÍ í sumar og stóð sig mjög vel í flokki 15-16 ára og endaði í 12. sæti í Íslandsbankamótaröð GSÍ. Aron varð í sumar Holumeistari Golfklúbb Selfoss. Aron spilaði mjög vel á Íslandsmóti unglinga í holukeppni í sumar en hann var toppbaráttunni í því móti og náði 4. sæti. Aron Emil var liðsmaður GOS í Íslandsmótum golfklúbba, bæði í meistaraflokki og í keppnisflokki 15 ára og yngri. Aron stóð sig með prýði, t.a.m. náði lið GOS 7. sæti af 21 liði á landinu í flokki 15 ára og yngri. Aron hefur sýnt framfarir með Lesa meira
GOS: Heiðrún Anna Hlynsdóttir Golfkona GOS 2016
Heiðrún Anna Hlynsdóttir er Golfkona Ársins hjá Golfklúbbi Selfoss fyrir árið 2016. Heiðrún spilaði á Íslandsbankamótaröð GSÍ í sumar og stóð sig mjög vel. Heiðrún endaði á mótaröðinni í 4.sæti í flokki 15-16 ára stúlkna, en fjölmargar stúlkur kepptu í þessu flokki í sumar. Heiðrún varð klúbbmeistari GOS í fyrsta skipi en Heiðrún var aðeins 15 ára þegar hún vann þann titil. Heiðrún spilaði í sameiginlegu liði stúlkna 18 ára og yngri í Íslandsmóti golfklúbba með Dalvík og urðu þær í 3. sæti. Heiðrún er mjög samviskusöm og metnarfullur kylfingur og eru þeir í GOS mjög stoltir af henni. Golf 1 óskar Heiðrúnu Önnu til hamingju með titilinn Golfkona Ársins Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Allyssa Ferrell (8/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. 11 stúlkur voru jafnar í 44. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Brianna Do, Augusta James, Emily Collins, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Hannah Burke, Celine Boutier og Krista Puisite. Allar léku þær á 3 undir pari, 363 höggum. Brianna Do, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Celine Boutier, Lesa meira
LEK: Jón B. Stefánsson nýr formaður
Jón B. Stefánsson er nýr formaður Landsamtaka eldri kylfinga og tekur hann við af Guðjóni Sveinssyni. Aðalfundur LEK fór fram 12. desember s.l. og má lesa fundargerðina í heild sinni hér fyrir neðan. Áfram í stjórn verða Gunnar Árnason og Magdalena Sirrý Þórisdóttir. Til viðbótar voru þau Baldur Gíslason og Elín Sveinsdóttir kosin í stjórn og varamenn þau Anna Snædís Sigmarsdóttirog Sigurjón Á. Ólafsson. Ragnar Gíslason var endurkjörinn endurskoðandi LEK. Guðjón flutti skýrslu stjórnar, sem lá frammi í skrifuðu formi á fundinum. Stjórn og varstjórn störfuðu sem ein heild og voru 10 stjórnarfundir haldnir á árinu. Guðjón gerði grein fyrir samningum sem gerðir voru á árinu við 8 styrktaraðila og Lesa meira
Tiger snýr aftur í keppnisgolfið í febrúar 2017
Tiger Woods hefir tilkynnt að hann muni hefja 2017 keppnistímabilið á Genesis Open, á Riviera í Los Angeles. Hinn 40 ára Tiger sem hóf PGA Tour feril sinn á sama móti 1992 þá 16 ára, er sagður ætla að sigra á mótinu í fyrsta sinn. Hann hefir orðið í 2. sæti árin 1998 og 1999. Árið 1998 tapaði hann í bráðabana gegn Billy Mayfair. Þetta er enn eini ósigur Tiger í bráðabana til dagsins í dag. Tiger sneri aftur í keppnisgolfið fyrr á þessum mánuði eftir að hafa verið frá keppni í yfir 1 ár. HInn 14-faldi risamótasigurvegari lauk keppni í 15. sæti á Hero World Challenge, þrátt fyrir að ná flestum fugla Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Grétar Daníelsson – 14. desember 2016
Það er Guðjón Grétar Daníelsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðjón Grétar fæddist í Kópavoginum 14. desember 1964 og á því 52 ára afmæli í dag. Hann er bæði í Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbnum Úthlíð þar sem hann varð m.a. klúbbmeistari árið 2012. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Guðjóns Grétars til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Guðjón G. Daníelsson (52 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jane Crafter, 14. desember 1955 (61 árs) ….. og …….
Saga og Ingvar Andri hlutu styrki úr Styrktarsjóði Íslandsbanka og ÍSÍ
Sjóðsstjórn, skipuð þeim Helgu H. Magnúsdóttur, Elsu Nielsen og Kristínu Rós Hákonardóttur fór yfir umsóknir vegna úthlutunar úr Styrktarsjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2016. Umsóknir um styrk voru að þessu sinni 81 talsins og var styrkjum úr sjóðnum úthlutað í gær, 13. desember 2016. Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti tillögu sjóðsstjórnar vegna úthlutunar ársins 2016. Úthlutunin nemur í heild sinni 2,5 milljónum króna. Styrkurinn skiptist á eftirtaldan hátt milli kylfinganna Sögu, Ingvars Andra og síðan annarra íþróttamanna: Saga Traustadóttir kylfingur, 250.000. Saga hefur náð góðum árangri á síðastliðnum tímabilum og lækkað forgjöf sína hratt. Á síðasta keppnistímabili sigraði Saga á einu af mótum Eimskipsmótaraðar fullorðinna. Síðustu tvö tímabil hefur hún sigrað Íslandsbankamótaröðina í Lesa meira
Nicklaus að taka golfið til Túrkmenistan?
Jack Nicklaus, maðurinn sem hefir sigrað í 18 risamótum og hefir hannað meira en 400 golfvelli um allan heim, hefir heimsótt marga áhugaverða staði í heiminum. Sem stendur er hann að vinna að golfvöllum í Kína, Kóreu, Japan, Vietnam og Kambódíu og er að byrja á verkefni í Oban í Skotlandi. En það er lítið land, þar sem hann gæti byggt svo marga sem 10 golfvelli á næstum árum og Nicklaus finnst aðeins meira áhugavert er afgangurinn. Það er Túrkmenistan sem er í vestari hluta Mið-Asíu. Það er forseti Túrkmenistan, Gurbanguly Berdymukhamedov, sem er mikill kylfingur og vill gera golfið að þjóðarsporti – þannig að eftir nokkur ár verðum við væntanlega að Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Haeji Kang (7/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. 11 stúlkur voru jafnar í 44. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Brianna Do, Augusta James, Emily Collins, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Hannah Burke, Celine Boutier og Krista Puisite. Allar léku þær á 3 undir pari, 363 höggum. Brianna Do, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Celine Boutier, Hannah Burke Lesa meira










