Bestu golfhögg ársins 2016
Svona þegar líða fer að árslokum 2016 er yfirleitt venja að líta yfir farinn veg og taka sama helstu afrekin í golfinu yfir árið. Afrekin á golfsviðinu geta verið margvísleg en gaman er að skoða flott golfhögg. Golftímaritið Golfweek hefir tekið saman, það sem að þess mati eru bestu golfhögg ársins 2016. Dæmi hver fyrir sig! Sjá má samantektina með því að SMELLA HÉR:
Saga og Henning Darri við keppni á Myrtle Beach
Saga Traustadóttir, GR og Henning Darri Þórðarson, GK taka þátt í móti Global Junior mótaraðarinnar, sem fram fer á Myrtle Beach í Suður-Karólínu. Henning Darri lék 1. hring á 7 yfir pari, 79 höggum og deilir sem stendur 20. sætinu með 5 öðrum kylfingum, en þátttakendur eru 43 í piltaflokki. Saga er í neðsta sæti eftir 1. keppnisdag; lék á 18 yfir pari, 88 höggum, sem verður að teljast afar óvenjulegt skor hjá Sögu. Hún er í neðsta sæti mótsins (T-22), ásamt Mercedes Rudolf frá Austurríki ,en alls eru 23 keppendur í stúlknaflokki. Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
GSÍ: 46 erlendir og 4 íslenskir umsækjendur um starf afreksstjóra GSÍ
Mikill áhugi er á starfi afreksstjóra Golfsambands Íslands en starfið var auglýst innanlands sem utan í nóvember. Fjörutíu og sex umsóknir bárust GSÍ frá erlendum einstaklingum. Umsóknirnar voru alls 50 og því voru fjórir Íslendingar í hópi umsækjenda. Haukar Örn Birgisson, forseti GSÍ, fer yfir stöðuna í viðtali sem birt var í Morgunblaðinu í dag. „Ísland er á kortinu í hinum alþjóðlega golfheimi og þetta sýnir að virkilegur áhugi er fyrir því að taka að sér störf fyrir Golfsambandið. Bjart er framundan í íslensku golfi nú eins og oft áður,“ sagði Haukur og bætti því við að margir þeirra sem sóttu um byggju yfir mikilli reynslu. Suma þeirra kallar hann Lesa meira
GSÍ: Birgir Leifur og Ólafía Þórunn kylfingar ársins 2016
Golfsamband Íslands hefur valið kylfinga ársins 2016. Þeir eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Birgir Leifur Hafþórsson (GKG). Ólafía Þórunn náði besta árangri sem íslenskur kylfingur hefur náð á árinu 2016. Hún tryggði sér keppnisrétt á LPGA atvinnumótaröðinni í Bandaríkjunum með eftirminnilegum hætti í byrjun desember. Ólafía fór í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins og endaði í öðru sæti á lokaúrtökumótinu en 20 efstu tryggðu sér keppnisrétt á LPGA á næsta tímabili sem hefst í janúar á Bahamas. Ólafía lék á sínu fyrsta tímabili á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári. Hún endaði í 96. sæti á stigalistanum í lok tímabilsins en besti árangur hennar var 16. sæti í Tékklandi. Árangur Lesa meira
Danny Willett talar um sigurinn á Masters og það að verða pabbi í fyrsta sinn 2016
„Klikkað ár (ens. A bonkers year)“ sagði enski kylfingurinn Danny Willett aðspurður um hvernig 2016 hefði reynst honum, í nýlegu viðtali við dagblað í Sheffield, þaðan sem hann er. „Við áttum geysisterka byrjun í Dubaí í byrjun árs“ sagði Willett, „og síðan héldum við áfram svona, augljóslega og áttum klikkuðustu tvær vikur ævi minnar í apríl. Já, rússibaninn fór aðeins niður á við og síðan var það aftur tilfinningin eins og við værum á uppleið aftur og við lukum keppnistímabilinu á ágætis hátt í síðustu viku.“ Í Dubaí vann Willett sigur á Dubaí Desert Classic og það kom mörgum á óvart. En það var fleira sem átti eftir að koma á Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Caroline Inglis (9/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. 11 stúlkur voru jafnar í 44. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Brianna Do, Augusta James, Emily Collins, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Hannah Burke, Celine Boutier og Krista Puisite. Allar léku þær á 3 undir pari, 363 höggum. Brianna Do, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Don Johnson orðinn ellilífeyrisþegi – 15. desember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Don Johnson. Don er fæddur 15. desember 1949 og því 67 ára í dag og hefir því náð íslenskum ellilífeyrisaldri. Don er leikari og mikill áhugakylfingur, einn sá besti af Hollywood-genginu, með 8,3 í forgjöf. Þekktastur er Don eflaust þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Sonny“ Crockett í Miami Vice þáttunum og fyrir að hafa verið kvæntur Melanie Griffith áður en hún giftist og skyldi við Antonio Banderas. Don og Melanie eiga saman dótturina Dakota. Nú í seinni tíð er Don Johnson eflaust einnig þekktur fyrir leik sinn í „Django Unchained“. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jeev Milkha Singh, 15. desember 1971 (45 ára); Lesa meira
Tiger skrifaði undir samning v/Bridgestone um að spila m/B330 golfboltum
Tiger Woods hefir skrifað undir samning við Bridgestone um að spila með B330 golfboltum. Sjá má ágætis grein Golf Channel um nýja Bridgestone golfboltasamning Tiger með því að SMELLA HÉR: Tiger tvítaði eftirfarandi um nýja Bridgestone boltann, sem hann kemur til með að nota: „After extensive golf ball testing, I chose the best one for me. I am proud to join @BridgestoneGolf and play the #B330-S! – TW“ (Lausleg þýðing: „Eftir að hafa prófað marga golfbolta valdi ég þann besta fyrir mig. Ég er stoltur að ganga til liðs við @BridgestoneGolf og spila með #B330 boltunum! – TW“
GK: Arnar endurkjörinn formaður
Fjörutíu félagar mættu á aðalfund Keilis sem haldinn var í golfskálanum í gærkvöldi, 14. desember en Lúðvík Geirsson stýrði fundinum af mikilli röggsemi. Helstu rekstrarniðurstöður voru að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 22.4 m.kr og hagnaður ársins nam 4 m.kr. Félögum fjölgaði svo á milli ára um 13. Skýrsla stjórnar og ársreikning Keilis 2016 má sjá með því að SMELLA HÉR: Stjórn Keilis var eftirfarandi kjörin fyrir árið 2017: Formaður: Arnar Atlason Fyrir í aðalstjórn til eins árs: Davíð Arnar Þórsson, Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir og Daði Janusson Aðalstjórn til tveggja ára: Sveinn Sigurbergsson, Guðmundur Óskarsson og Ellý Erlingsdóttir
Evróputúrinn: Stenson kylfingur ársins 2016
Henrik Stenson, sem sigraði í ár á Opna breska og varð efstur á stigalista Evróputúrsins, þ.e. The Race to Dubai hefir verið útnefndur Íþrótta maður ársins á Evróputúrnum. Þetta er í 2. skiptið á 4 árum sem hann hlýtur titilinn. Stenson átti frábæra 12 mánuði af golfi á árinu þar sem hann sigraði m.a. á BMW International Open í júní áður en hann lyfti Claret Jug minna en mánuði síðar á 145. Opna breska og varð fyrsti sænski karlkylfingurinn til þess að sigra í golfrisamóti. Epísk viðureign hans við Phil Mickelson á Royal Troon mun líklega verða minnst í golfsögunni sem ein af eftirminnilegustu viðureignunum; en Stenson lauk leik á ótrúlegum 63 höggum Lesa meira










