Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Budsabakorn Sukapan (12/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. 40 stúlkur voru jafnar í 40. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Justine Dreher, Budsabakorn Sukapan, Cindy LaCrosse og Ji-Young Oh Allar léku þær á 2 yfir pari, 362 höggum. Í dag verður byrjað á að kynna Budsabakorn Sukapan . Budsabakorn Sukapan er 19 ára frá Thaílandi … og þegar komin á LPGA – hún varð í 2. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Shin Ae Ahn —— 18. desember 2016

Afmæliskyfingur dagsins er Shin Ae Ahn frá Suður-Kóreu. Shin fæddist 18. desember 1990 og er því 26 ára í dag. Hún vakti verðskuldaða athygli á Evían Masters mótinu, í Évian-Les-Bains, í Frakklandi, 2011. Þessi geðþekka, unga stúlka frá Suður-Kóreu deildi efsta sætinu þar með sér reyndari og þekktari kvenkylfingum, flesta dagana, sem mótið fór fram (‎m.a. Karen Stupples og Mariu Hjorth) og gekk mun betur en heimsþekktum kvenkylfingum, (s.s. Paulu Creamer, Cristie Kerr og Yani Tseng.) Shin Ae Ahn spilaði fyrsta tímabilið sitt á KLPGA árið 2009 og átti mjög gott ár sem nýliði. Hún var 4 sinnum meðal 10 efstu og var í 21. sæti á peningalistanum í Suður-Kóreu. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2016 | 15:45

Lokaúrtökumót LET: Valdís færist upp skortöfluna á 2. degi – Er T-14

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL tekur þátt í lokaúrtökumóti LET í Marokkó. Hún er m.a. með heimamann á pokanum sem hún kallar sjálf Múhammeð „dúllu“, en samstarf þeirra er með eindemum gott. Valdís Þóra færist hægt upp skortöfluna en hún var T-46 í gær og hefir færst í T-14. Hún er búin að spila báða hringina á samtals 1 undir pari, 143 höggum (72 71). Efst er hin franska Celine Boutier, sem varð T-44 á lokaúrtökumóti LPGA – en sjá má kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: en hún hefir spilað á samtals 10 undir pari (65 69). Sjá má stöðuna á lokaúrtökumótinu með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Augusta James (11/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. 11 stúlkur voru jafnar í 44. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Brianna Do, Augusta James, Emily Collins, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Hannah Burke, Celine Boutier og Krista Puisite. Allar léku þær á 3 undir pari, 363 höggum. Allar stúlkurnar sem urðu T-44 á lokaúrtkumótinu nema Augusta James Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hafdís Alda Jóhannsdóttir – 17. desember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Hafdís Alda Jóhannsdóttir. Hafdís Alda er fædd 17. desember 1997 og á því 19 ára afmæli í dag! Hafdís Alda er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hafdís Alda er klúbbmeistari Golfklúbbs Hellu 2011, 2012 og 2013 í kvennaflokki. Sjá má eldra viðtal Golf1 við Hafdísi Öldu með því að SMELLA HÉR: ) Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hafdísi til hamingju hér að neðan Hafdís Alda (19 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Rocco Mediate, 17. desember 1962 (54 ára ); Gunnar Þór Gunnarsson, 17. desember 1964 (52 ára); Tim Clark, 17. desember Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2016 | 12:30

Lokaúrtökumót LET: Valdís Þóra T-46 e.9 holur á 1. degi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL hóf í dag keppni á lokaúrtökumóti LET í Marokkó, Lalla Aicha Tour School Final Qualifying. Á pokanum hjá Valdísi Þóra er Múhammeð „dúlla.“ Eftir 9 holu spil er Valdís Þóra á 1 yfir pari og T-46. Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru á skortöflu með því að SMELLA HÉR:  Fygjast má með tvítum GSÍ, sem fylgist með leik og uppfærir stöðuna stöðugt með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2016 | 08:00

Myndir frá $ 3,7 milljóna búgarði Gary Player

GOLF hefir tekið saman myndaseríu af $ 3,7 milljóna búgarði einnar golfgoðsagnarinnar, Gary Player. Búgarðurinn er í Suður-Afríku. Sjá má myndaseríuna með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2016 | 19:00

GR: Golfferð í vor á La Sella – fararstjórar: Einar Gunnars og Ragga Sig!

Jólagjöf GR-inga í ár? Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við Heimsferðir býður félagsmönnum upp á tilboðsferð í sólina í vor, dagana 28. apríl – 5. maí. Áfangastaðurinn er La Sella golfsvæðið á Spáni sem hannað er að tvöfalda US Masters meistaranum Jose María Olazabal. Fararstjórar ferðarinnar verða Einar Gunnarsson og hin eina sanna Ragnhildur Sigurðardóttir. Verð í ferðina er kr. 194.900 á mann, miðað við gistingu í tvíbýli – innifalið er: Flug, flugvallaskattar Ferðir til og frá flugvelli Gisting á 5 stjörnu Marriott hóteli með hálfu fæði + drykkur með kvöldverði Komudrykkur á fyrsta kvöldinu og Galadinner á lokakvöldi 4. maí Ótakmarkað golf í 6 daga með golfbíl – hægt að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Emily Collins (10/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. 11 stúlkur voru jafnar í 44. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Brianna Do, Augusta James, Emily Collins, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Hannah Burke, Celine Boutier og Krista Puisite. Allar léku þær á 3 undir pari, 363 höggum. Brianna Do, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2016 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Paul McGinley —— 16. desember 2016

Það er Írinn Paul McGinley, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann er fæddur 16. desember 1966 og á því 50 ára merkisafmæli. McGinley, er e.t.v. þekktastur fyrir að hafa verið aðstoðarfyrirliði liðs Evrópu í Ryder Cup þegar liðið sigraði stórt í Bandaríkjunum 2012 og var sá atburður eftir það kallaður „kraftaverkið í Medinah.“ Síðan var McGinley fyrirliði sigurliðs Evrópu 2014, sem spilaði í Gleneagles í Skotlandi. lMeirihluti kraftaverkaliðs Evrópu í Medinah var á því að gera ætti McGinley að fyrirliða liðs Evrópu í Ryder Cup. Þar beittu landar McGinley sér einkum fyrir því að hann yrði fyrirliði m.a. Rory McIlroy og Pádraig Harrington. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Steven Spray, Lesa meira