Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Budsabakorn Sukapan (12/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. 40 stúlkur voru jafnar í 40. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Justine Dreher, Budsabakorn Sukapan, Cindy LaCrosse og Ji-Young Oh Allar léku þær á 2 yfir pari, 362 höggum. Í dag verður byrjað á að kynna Budsabakorn Sukapan . Budsabakorn Sukapan er 19 ára frá Thaílandi … og þegar komin á LPGA – hún varð í 2. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Shin Ae Ahn —— 18. desember 2016
Afmæliskyfingur dagsins er Shin Ae Ahn frá Suður-Kóreu. Shin fæddist 18. desember 1990 og er því 26 ára í dag. Hún vakti verðskuldaða athygli á Evían Masters mótinu, í Évian-Les-Bains, í Frakklandi, 2011. Þessi geðþekka, unga stúlka frá Suður-Kóreu deildi efsta sætinu þar með sér reyndari og þekktari kvenkylfingum, flesta dagana, sem mótið fór fram (m.a. Karen Stupples og Mariu Hjorth) og gekk mun betur en heimsþekktum kvenkylfingum, (s.s. Paulu Creamer, Cristie Kerr og Yani Tseng.) Shin Ae Ahn spilaði fyrsta tímabilið sitt á KLPGA árið 2009 og átti mjög gott ár sem nýliði. Hún var 4 sinnum meðal 10 efstu og var í 21. sæti á peningalistanum í Suður-Kóreu. Lesa meira
Lokaúrtökumót LET: Valdís færist upp skortöfluna á 2. degi – Er T-14
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL tekur þátt í lokaúrtökumóti LET í Marokkó. Hún er m.a. með heimamann á pokanum sem hún kallar sjálf Múhammeð „dúllu“, en samstarf þeirra er með eindemum gott. Valdís Þóra færist hægt upp skortöfluna en hún var T-46 í gær og hefir færst í T-14. Hún er búin að spila báða hringina á samtals 1 undir pari, 143 höggum (72 71). Efst er hin franska Celine Boutier, sem varð T-44 á lokaúrtökumóti LPGA – en sjá má kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: en hún hefir spilað á samtals 10 undir pari (65 69). Sjá má stöðuna á lokaúrtökumótinu með því Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Augusta James (11/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. 11 stúlkur voru jafnar í 44. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Brianna Do, Augusta James, Emily Collins, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Hannah Burke, Celine Boutier og Krista Puisite. Allar léku þær á 3 undir pari, 363 höggum. Allar stúlkurnar sem urðu T-44 á lokaúrtkumótinu nema Augusta James Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hafdís Alda Jóhannsdóttir – 17. desember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Hafdís Alda Jóhannsdóttir. Hafdís Alda er fædd 17. desember 1997 og á því 19 ára afmæli í dag! Hafdís Alda er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hafdís Alda er klúbbmeistari Golfklúbbs Hellu 2011, 2012 og 2013 í kvennaflokki. Sjá má eldra viðtal Golf1 við Hafdísi Öldu með því að SMELLA HÉR: ) Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hafdísi til hamingju hér að neðan Hafdís Alda (19 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Rocco Mediate, 17. desember 1962 (54 ára ); Gunnar Þór Gunnarsson, 17. desember 1964 (52 ára); Tim Clark, 17. desember Lesa meira
Lokaúrtökumót LET: Valdís Þóra T-46 e.9 holur á 1. degi
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL hóf í dag keppni á lokaúrtökumóti LET í Marokkó, Lalla Aicha Tour School Final Qualifying. Á pokanum hjá Valdísi Þóra er Múhammeð „dúlla.“ Eftir 9 holu spil er Valdís Þóra á 1 yfir pari og T-46. Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru á skortöflu með því að SMELLA HÉR: Fygjast má með tvítum GSÍ, sem fylgist með leik og uppfærir stöðuna stöðugt með því að SMELLA HÉR:
Myndir frá $ 3,7 milljóna búgarði Gary Player
GOLF hefir tekið saman myndaseríu af $ 3,7 milljóna búgarði einnar golfgoðsagnarinnar, Gary Player. Búgarðurinn er í Suður-Afríku. Sjá má myndaseríuna með því að SMELLA HÉR:
GR: Golfferð í vor á La Sella – fararstjórar: Einar Gunnars og Ragga Sig!
Jólagjöf GR-inga í ár? Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við Heimsferðir býður félagsmönnum upp á tilboðsferð í sólina í vor, dagana 28. apríl – 5. maí. Áfangastaðurinn er La Sella golfsvæðið á Spáni sem hannað er að tvöfalda US Masters meistaranum Jose María Olazabal. Fararstjórar ferðarinnar verða Einar Gunnarsson og hin eina sanna Ragnhildur Sigurðardóttir. Verð í ferðina er kr. 194.900 á mann, miðað við gistingu í tvíbýli – innifalið er: Flug, flugvallaskattar Ferðir til og frá flugvelli Gisting á 5 stjörnu Marriott hóteli með hálfu fæði + drykkur með kvöldverði Komudrykkur á fyrsta kvöldinu og Galadinner á lokakvöldi 4. maí Ótakmarkað golf í 6 daga með golfbíl – hægt að Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Emily Collins (10/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. 11 stúlkur voru jafnar í 44. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Brianna Do, Augusta James, Emily Collins, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Hannah Burke, Celine Boutier og Krista Puisite. Allar léku þær á 3 undir pari, 363 höggum. Brianna Do, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Paul McGinley —— 16. desember 2016
Það er Írinn Paul McGinley, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann er fæddur 16. desember 1966 og á því 50 ára merkisafmæli. McGinley, er e.t.v. þekktastur fyrir að hafa verið aðstoðarfyrirliði liðs Evrópu í Ryder Cup þegar liðið sigraði stórt í Bandaríkjunum 2012 og var sá atburður eftir það kallaður „kraftaverkið í Medinah.“ Síðan var McGinley fyrirliði sigurliðs Evrópu 2014, sem spilaði í Gleneagles í Skotlandi. lMeirihluti kraftaverkaliðs Evrópu í Medinah var á því að gera ætti McGinley að fyrirliða liðs Evrópu í Ryder Cup. Þar beittu landar McGinley sér einkum fyrir því að hann yrði fyrirliði m.a. Rory McIlroy og Pádraig Harrington. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Steven Spray, Lesa meira










