Til hamingju Valdís Þóra!!!
Það má með sanni segja að Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni sé stolt okkar Íslendinga þessa stundina. Hún var rétt núna að innsigla 2. sætið á lokaúrtökumóti LET, einni sterkustu kvenmótaröð heims. 30 stúlkur hlutu fullan keppnisrétt og næstu 30 þ.e. 30.-60 sætið takmarkaðan spilarétt á LET. Með 2. sætinu á lokaúrtökumótinu gulltryggði Valdís Þóra sér FULLAN keppnisrétt á LET. Golf 1 mun að sjálfsögðu, eins og á undanförnum árum kynna efstu 30, þ.e. þær sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna á næstu vikum. Golf 1 óskar Valdísi Þóru innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur!!! Við erum öll svo stolt af þér!!!
Lokaúrtökumót LET: Valdís Þóra tryggir sér öruggt sæti á LET!!! Stórglæsilegt!!!
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL var æðisleg á lokahringnum á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðar kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammstafað LET) og er hún komin á þessa næststerkustu kvenmótaröð heims með FULLAN keppnisrétt. Eigum við flotta íslenska kvenkylfinga eða hvað? Tvær með stuttu millibili komnar með FULLAN keppnisrétt á tvær sterkustu kvenmótaraðir heims!!! Já, við Íslendingar getum svo sannarlega verið stolt af kylfingunum okkar og reyndar íþróttamönnum okkar almennt líka ef litið er heilt yfir árið 2016. En aftur að Valdísi Þóru. Hún lék lokahringinn í dag á 4 undir pari, 68 höggum – var með 5 fugla og 1 skolla á lokahringnum. Samtals var lokaskor Valdísar Þóru 15 undir pari, Lesa meira
Spieth ætlar að einbeita sér að því að bæta járnaspilið 2017
Keppnistímabilið 2017 er búið að vera risjótt hjá bandaríska kylfingnum Jordan Spieth. Hann vann í 3 mótum og átti sinn þátt í sigri liðs bandaríkjanna í Ryder bikarnum. Ekki slæmur árangur þetta en skv. Spieth er þetta minna en meðalgott ár. Hann getur ekki beðið eftir að snúa við blaðinu á árinu sem er að koma, 2017 og þegar hann gerir það ætlar hann að bæta spil sitt með kylfunum sem eru í miðjunni á poka hans. Spieth sigraði bæði á Tournament of Champions og Opna ástralska (ens.: Australian Open) og eins vann hann sigur fyrir framan fullt af áhangendum sínum á Dean & DeLuca Invitational. En hann lét 2. Masters Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn Arnar Ormsson – 20. desember 2016
Það er Kristinn Arnar Ormsson sem er afmæliskylfingur dagins. Hann er fæddur 20. desember 1991 og á því 25 ára stórafmæli í dag!!! Kristinn Arnar er í Nesklúbbnum. Komast má á facebook síðu Kristins Arnar eða Kidda eins og hann er kallaður af vinum sínum til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Kristinn Arnar Ormsson (Kiddi) – 25 ára merkisafmæli – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson, 20. desember 1977 (39 ára); Jennifer Song, 20. desember 1989 (27 ára) …. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju Lesa meira
Lokaúrtökumót LET: Valdís Þóra á glæsilegum 65 höggum á 4. degi og T-4!!!!
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, lék á stórglæsilegum 65 höggum í dag á lokaúrtökumóti LET. Samtals er Valdís Þóra búin að spila á 11 undir pari, 277 höggum (72 71 69 65) en hún deilir þegar þetta er ritað (kl. 15:00 að íslenskum tíma) 4. sætinu með Agathe Sauzon frá Frakklandi. Örfáar eiga eftir að ljúka leik og ólíklegt annað en að Valdís Þóra verði a.m.k. meðal efstu 5. Með þessu hefir Valdís Þóra gulltryggt sér þátttökurétt til að spila á lokahringnum á lokaúrtökumótinu, en skorið var niður í dag og aðeins efstu 60 fá að spila á morgun. Af þeim 60 tryggja efstu 30 sér á Lesa meira
Röng frétt á Golf 1 – Amy Mickelson frísk-það eina sem herjar á Mickelson eru meint innherjaviðskipti hans
Í gær birti Golf 1 vegna mistaka eldri golffrétt frá 2009, þar sem m.a. kom fram að Amy Mickelson, eiginkona bandaríska kylfingsins Phil Mickelson, nr. 19 á heimslistanum, hefði aftur greinst með krabbamein og Phil yrði þ.a.l. frá keppni. Glöggir lesendur Golf 1 sáu strax hvers eðlis var en í fréttinni kom fram að Mickelson væri 38 ára og Amy 37 ára, en það voru þau fyrir tæpum 8 árum; en Phil er sem kunnugt er fæddur 16. júní 1970 og því 46 ára í dag. Gott að ekki allir létu blekkjast …. en það var reyndar aldrei tilgangur Golf 1 og eru lesendur beðnir afsökunar á þessari röngu fréttabirtingu í Lesa meira
Lokaúrtökumót LET: Valdís Þóra T-17 e. 3. dag
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, var á 3 undir pari, 69 höggum, þriðja keppnisdag á lokaúrtökumóti LET, sem fram fer í Marokkó. Valdís Þóra var á parinu á 1. holu; fékk síðan fugl á 2. holu, en 2. brautin var par-5; var síðan á pari 3. og 4. holu, fékk skolla á 5. holu og síðan fugl á 6. holu. Á 7. holu bjargaði Valdís Þóra glæsilega pari og var einnig á pari 8.- 9. holu. Eftir fyrri 9 var Valdís Þóra því á 1 undir pari, með 2 fugla og 1 skolla. Valdís Þóra átti síðan glæsilega seinni 9. Það byrjaði á að hún setti niður fuglapútt af Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Arnheiður Ásgrímsdóttir – 19. desember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Arnheiður Ásgrímsdóttir. Hún er fædd 19. desember 1956 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!! Arnheiður er í Golfklúbbi Akureyrar (GA). Komast má á facebook síðu Arnheiður til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Arnheiður Ásgrímsdóttir (60 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Rick Pearson, 19. desember 1958 (57 ára); Chris Greatrex, 19. desember 1963 (53 ára); Lorie Kane, 19. desember 1964 (52 ára); Sigfús Örn Óttarsson, 19. desember 1967 (49 ára); Wendy Miles, 19. desember 1970 (46 ára); Sævar Pétursson, GA, 19. desember 1974 (42 ára); Davíð Már, 19. desember 1980 (36 Lesa meira
Phil Mickelson tekur sér frí til þess að vera hjá Amy konu sinni sem greindist aftur m/krabbamein
Phil Mickelson var að setja sig í gírinn fyrir uppáhaldstíma ársins og að undirbúa sig undir Bethpage Black til þess enn að reyna við að landa Opna bandaríska risatitli fyrir framan áhangendur sem líta á hann sem rokkstjörnu. Og í einni andrá varð golfið bara í 2. sæti. Nr. 19 á heimslistanum upplýsti fyrr í dag að Amy, eiginkona hans, 37 ára hefði greinst með brjóstakrabbamein. Hún mun undirgangast meiriháttar aðgerð á næstu 2 vikum sagði umboðsskrifstofa Phil, Gaylord Sports Management. Vegna þessa hefir Phil, 38 ára dregið sig úr Byron Nelson Championship sem fer fram á Colonial, þar sem hann á titil að verja. En hann hefir nú tekið ákvörðun að vera hjá Lesa meira
GSÍ: Jussi ráðinn afreksstjóri
Jussi Pitkanen hefur verið ráðinn sem afreksstjóri Golfsambands Íslands og tekur hann við starfinu í byrjun ársins 2017. Jussi Pitkanen er 39 ára gamall, fæddur í Finnlandi, en hefur búið og starfað á Írlandi í mörg ár. Hann tekur við af Úlfari Jónssyni sem hefur verið landsliðsþjálfari GSÍ á undanförnum árum. „Ég er mjög ánægður með niðurstöðuna eftir þetta faglega ráðningarferli og tel að með ráðningu Jussi Pitkanen munum við fá virkilega metnaðarfullan og hæfan einstakling til þess að leiða afreksmál GSÍ. Jussi Pitkanen hefur víðtæka reynslu á öllum sviðum sem mun nýtast honum og okkur vel á okkar vegferð við að fylgja okkar afreksstefnu og við byggja upp íslenska Lesa meira










