Afmæliskylfingur dagsins: Mianne Bagger – 25. desember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Mianne Bagger. Bagger er fædd 25. desember 1966 í Kaupmannahöfn og á því 50 ára stórafmæli í dag. Mianne byrjaði í golfi 8 ára og 12 ára fluttist hún með fjölskyldu sinni til Ástralíu. Hún spilaði fyrst sem áhugamaður þar og gerðist atvinnumaður í golfi 2004. Það ár varð hún fyrsta transan til þess að spila í atvinnumannamóti þegar hún tók þátt í Women’s Australian Open, og sama ár varð hún einnig fyrsta transan til að spila á LET (þ.e. Ladies European Tour) m.ö.o Evrópumótaröð kvenna. Aðrir frægir kylfingar eru: Adalsteinn Teitsson, 25. desember 1961 (55 ára); Nicholas Thompson, 25. desember 1982 (33 ára ); Jean Françoise Luquin, Lesa meira
Gleðileg jól 2016!
Golf 1 óskar öllum kylfingum nær og fjær innilega gleðilegra jóla með þakklæti fyrir góðar viðtökur á árinu. Megi framtíðin færa okkur erni og fugla og mörg glæsileg pútt á nýja árinu!!! Golf 1 ønsker alle golf spillere nær og fjern glædelig jul med mange tak for den enestående modtagelse af Golf 1, í det passerende år. Må fremtiden bringe os alle eagles og birdies og mange pragtfulde putt í det nye år!!! Golf1 wishes all golfers near and far a heartfelt merry Christmas with thanks for the incredible receptions Golf 1 has received this past year! May the future hold many eagles, birdies and georgeous putts for you!!! Golf Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Kristinsdóttir – 24. desember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Kristinsdóttir. Hún er fædd Aðfangadag 1952 og á því 64 ára afmæli í dag. Steinunn er hjúkrunarforstjóri á heilsugæslunni Lágmúla og hefir tekið þátt í golfmótum hjúkrunarfræðinga og staðið sig vel!!! Komast má á facebook síðu Steinunnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Ball, f. 24. desember 1861 – d. 2. desember 1940; Stekkjastaur Jólasveinn (111 ára); Robert J. Shaw, f. 24. desember 1944 (72 ára); Choice Tours Iceland (64 ára); Friðrikka Auðunsdóttir (48 ára); Guðrún Emilía Kolbeinsdóttir (46 ára); Sitthvad Til Sölu (36 ára) …… og …….. Solveig Hreidarsdottir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Daníel Chopra —— 23. desember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Daníel Chopra. Daniel Samir Chopra fæddist 23. desember 1973 í Stokkhólmi og á því 43 ára afmæli í dag!!! Hann á sænska móður og indverskan föður og fluttist 7 ára til Indlands, þar sem hann ólst upp hjá föðurforeldrum sínum. 14 ára sigraði hann All-India Junior Golf Championship. Árið 1992 gerðist Chopra atvinnumaður í golfi. Á árunum 1996 til 2002 spilaði hann á Evróputúrnum og náði stundum ekki að endurnýja kortið sitt, en árið 2004 komst hann á PGA Tour. Árið 2007 vann hann fyrsta mót sitt á PGA Tour þ.e Ginn sur Mer Classic í Tesoro. Eftir tvö önnur PGA Tour mót náði hann að sigra Lesa meira
Trump mun spila fyrsta golfhringinn e. að hann var kosinn forseti við Tiger
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun spila fyrsta golfhring sinn frá því hann var kosinn við Tiger Woods. Trump hefir ávallt verið mikill stuðningsmaður og aðdáandi Tiger. Þeir hafa jafnvel unnið saman að hönnun golfvallar í Dubaí – Sjá um það nánar með því að SMELLA HÉR: Nokkuð skondið að Trump skuli spila við Tiger því hann hefir verið óspar á að gagnrýna Obama fyrir að spila golf fremur en að vera að laga ástandið innanlands (í Bandaríkjunum). Eitt sinn þegar Obama var í golfi í fríi sínu hvatti Trump, Obama til þess að koma úr fríinu því að hans (Trumps) mati átti Obama frekar að vera í Louisiana ríki eftir að Lesa meira
Hlýjar mótttökur fyrir Valdísi Þóru á Akranesi
Golfskálinn hjá Leyni á Akranesi var þéttsetinn í gærkvöldi þegar fjölmenni fagnaði heimkomu Valdísar Þóru Jónsdóttur – sem tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni með glæsilegum hætti. Valdís Þóra fékk fjölmargar góðar kveðjur og Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis sagði að klúbburinn ætlaði að styrkja Valdísi um 250.000 kr. í tilefni árangursins. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Sigurhans Vignir úr stjórn eForskots afrekssjóðs og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness héldu stuttar ræður þar sem afrek Valdísar voru rifjuð upp. Marella Steinsdóttir frá ÍA og Hlynur Geir Hjartarson þjálfari hennar héldu einnig ræður. Valdís Þóra lauk síðan kvöldinu með flottri ræðu og ríkti mikil gleði hjá félagsmönnum úr Leyni og fjölskyldu Valdísar Lesa meira
Sigurður Arnar T-3 og Kristófer Karl T-7 e. 2. dag á Orange Bowl
Orange Bowl eða Doral-Publix Junior Golf Classic er vandað unglingamót, eitt stærsta sinnar tegundar. Yfir 690 unglingar frá 45 ríkjum víðsvegar úr heiminum keppa árlega í mótinu, sem er skipt í 4 flokka. Þátttakendur verða ekki aðeins að vera góðir kylfingar heldur einnig góðir námsmenn. Sigurvegarar í flokki 16-18 ára frá nöfn sín grafinn í sigurbikar sem afhentur er. Meðal sigurvegara í Orange Bowl undanfarin ár eru t.a.m. Lexi Thompson, sem nú spilar á LPGA og Romain Wattel, sem spilar á Evróputúrnum. Mótið fer nú fram í Miami, Flórída, dagana 21.-23. desember 2016 og verður lokahringurinn spilaður í dag. Tveir íslenskir kylfingar taka þátt í mótinu að þessu sinni Kristófer Karl Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Aðalsteinsdóttir – 22. desember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Kristín Aðalsteinsdóttir. Kristín er fædd 22. desember 1972. Kristín er í Golfklúbbi Setbergs. Kristín hefir spilað víða erlendis m.a. á Spáni og í Golfclub Ozo í Lettlandi. Með fullu starfi hjá Hópbílum þjálfar Kristín 5. flokk stelpna í handbolta hjá ÍR. Kristín er gift Val Benedikt Jónatanssyni og eiga þau 2 börn: Hrafnhildi Völu, 13 ára og Gísla Hrafn, sem varð 10 ára fyrir 3 dögum síðan (Til hamingju Gísli Hrafn!!!) Komast má á facebook síðu Kristínar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Kristín Aðalsteinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Charles Lesa meira
Tiger upplýsir um skrítinn jólasið
Sérhver fjölskylda heldur upp á jólin á sinn sérstaka hátt en það er öruggt að segja að hátíðishefð Tiger Woods sé býsna frábrugðin og skrítin. Hinn 14-faldi risamótsmeistari setti mynd af sér inn á félassíðurnar klæddur sem ‘Mac Daddy Santa’ sem hann segir að krakkarnir sínir elski. Á myndinni er Tiger skyrtulaus, ber að ofan með svört sólgleraugu, Oakland Raiders der, hvíta hárkollu og hvítt skegg. Með myndinni birti Tiger eftirfarandi texta: , „Xmas tradition that my kids love. Mac Daddy Santa is back! –TW.“ (Lausleg þýðing: Jólahefð sem krakkarnir mínir elska. Mac Daddy Santa er kominn aftur! – TW.“ Tiger vakti athygli á nýafstöðnu Hero World Challenge fyrir hvítt skeggið en nú eftir að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jónas Jónsson – 21. desember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Jónas Jónsson. Jónas er fæddur 21. desember 1966 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Jónas er í Golfklúbbi Akureyrar og kvæntur Guðlaugu Maríu Óskarsdóttur. Komast má á facebook síðu Jónasar til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Jónas Jónsson – Innilega til hamingju með merkisafmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Walter Hagen, 21. desember 1892; Kel Nagle (Ástrali) 21. desember 1920 – 29. janúar 2015; Christy O’Connor, 21. desember 1924 – 14. maí 2016; Gísli Sváfnisson, 21. desember 1953 (63 ára); Marín Rún Jónsdóttir; 21. desember 1954 (62 ára); Ásdís Olsen, 21. desember 1962 (54 Lesa meira










