Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helga Rut Svanbergsdóttir – 29. desember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Helga Rut Svanbergsdóttir. Helga Rut er fædd 29. desember 1982 og á því 34 ára afmæli í dag!!! Hún er í GM. Komast má á facebook síðu Helgu Rut til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Curt Allen Byrum, 29. desember 1958 (58 ára); Arinbjörn Kúld, GA, 29. desember 1960 (56 ára); Ásta Henriksen, 29. desember 1964 (52 ára); Bruce Bulina, 29. desember 1966 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Drew Hartt, 29. desember 1966 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Finnbogi Þorkell Jónsson, 29. desember 1981 (35 ára); Robert Dinwiddie, 29. desember 1982 (34 ára); Martin Laird, 29. desember Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Martin Kaymer —— 28. desember 2016

Það er nr. 52 á heimslistanum, þýski PGA risamótstitilshafinn Martin Kaymer, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kaymer fæddist 28. desember 1984 í Düsseldorf í Þýskalandi og á því 32 ára afmæli í dag! Hmm… árið í ár hefir ekki verið Kaymer nógu gott – hann hefir m.a. hrunið niður heimslistann var í 27. sæti fyrir ári síðan sem sé fall um 25 sæti og árið þar áður var hann í 12. sæti heimslistans og er því fallinn niður um 40 sæti á 2 árum.  Vonandi að 2017 reynist Kaymer betur. Hins vegar mætti nefna að í árslok 2013 var Kaymer í 39. sæti heimslistans þannig að oddatöluárin virðast reynast honum illa. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2016 | 21:00

Alex Noren með í 1. Masters risamóti sínu 2017 – Listi 84 þátttakenda á Masters birtur

Það er orðið opinbert að Alex Noren muni taka þátt í fyrsta Masters móti sínu í apríl á næsta ári. Augusta National birti í dag lista 84 þátttakenda, sem að svo komnu munu taka þátt í Masters risamótinu 2017. Noren er meðal þátttakenda því honum tókst að vera meðal efstu 50 á heimslistanum. Fyrir u.þ.b. 12 mánuðum síðan var Noren að hefja keppni á Abu Dhabi HSBC Championship nr. 97 á heimslistanum en lauk árinu á glæsilegan hátt í 9. sæti þökk sé frábærri spilamennsku hans seinni hluta ársins 2016, en á árinu sigraði hann í 4 mótum Evrópumótaraðarinnar af þeim 11 mótum sem hann tók þátt í. Sá sem einnig mun taka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2016 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Emma Grechi (1/66)

Lokaúrtökumót LET fór síðan fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Sú heppnasta er e.tv.  sú sem varð í 66. sæti en það var áhugamaðurinn Emma Grechi frá Frakklandi. Emma fæddist í Pessac í Frakklandi 19. janúar 1998 og er því 18 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2016 | 19:30

PGA: Skemmtisögur af árinu 2016 (1/2)

Jason Day lýkur árinu sem nr. 1 á heimslistanum, sem er er enn einn vísirinn um hversu mikið og hversu lengi Tiger Woods réði lögum og lofum í golfinu. Þetta er nefnilega 8. árið í röð sem annar kylfingur er nr. 1 við lok árs en var nr. 1 í upphafi árs – á gullaldarárum Tiger var hann upphaf og endir alls. Árið 2009 var Tiger enn nr. 1 í lok árs, Lee Westwood var það 2010; Luke Donald 2011; Rory McIlroy árið 2012, Tiger 2013, Rory 2014 og Jordan Spieth í fyrra 2015. Allt fra 1998 var Tiger nr. 1 í lok árs í 11 af 12 næstu árum. Tiger er nú Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Árni Páll Hansson – 27. desember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Árni Páll Hansson. Árni Páll er fæddur 27. desember 1968 og á því 48 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Árni Páll Hansson, GR (48 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sherri Steinhauer, 27. desember 1962 (54 ára); Matthew Zions, 27. desember 1978 (38 ára); Helena Callahan, 27. desember 1986 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!); Unnar Geir Einarsson, 27. desember 1994 (22 ára);  Júlíana Kristný Sigurðardóttir 27. desember 1998 (18 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2016 | 10:00

Golfbrelluhögg með Coach Rusty

Alltaf jafngaman að horfa á góð golfbrelluhögg. Hér má sjá eitt með Coach Rusty: SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Svavar Geir Svavarsson – 26. desember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Svavar Geir Svavarsson. Svavar Geir er fæddur 26. desember 1972 og á því 44 ára afmæli í dag! Hann er í Golfklúbbnum Oddi og sér m.a. um flugherminn í innaðstöðu GO í Kauptúni, sem allir ættu að nýta sér nú þegar veðrið er of kalt til þess að vera í golfi úti við. Golf 1 hefir einnig tekið viðtal við Svavar Geir sem lesa má með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Svavar Geir Svavarsson (Innilega til hamingju með 44 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2016 | 15:30

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Valdís Þóra Jónsdóttir (65/66)

Í dag hefur Golf 1 kynningu á stúlkunum sem hlutu fullan spilarétt og þar með kortið sitt á LET. Byrjað verður að kynna stoltið okkar Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL, sem eins og landsmenn allir vita varð í 2. sæti á lokaúrtökumóti LET í Marokkó. Stórglæsilegt hjá Valdísi Þóru!!!! Eins hefir verið tekin ákvörðun um að kynna einnig þær stúlkur sem hlutu takmarkaðan spilarétt en efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Lokaúrtökumót LET er afar vandað og þátttakendur svo margir að skipta verður undanúrtökumótinu upp í 4 mót (A, B, C og D). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2016 | 12:00

Kristófer Karl lauk keppni T-15 og Sigurður Arnar T-13 á Orange Bowl

Orange Bowl eða Doral-Publix Junior Golf Classic er vandað unglingamót, eitt stærsta sinnar tegundar. Yfir 690 unglingar frá 45 ríkjum víðsvegar úr heiminum keppa árlega í mótinu, sem er skipt í 4 flokka. Þátttakendur verða ekki aðeins að vera góðir kylfingar heldur einnig góðir námsmenn. Sigurvegarar í flokki 16-18 ára frá nöfn sín grafinn í sigurbikar sem afhentur er. Meðal sigurvegara í Orange Bowl undanfarin ár eru t.a.m. Lexi Thompson, sem nú spilar á LPGA og Romain Wattel, sem spilar á Evróputúrnum. Mótið fór nú í ár, líkt og undanfarin ár, fram í Miami, Flórída, dagana 21.-23. desember 2016 og var lokahringurinn spilaður Þorláksmessu. Tveir íslenskir kylfingar tóku þátt í Lesa meira