Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2017 | 08:00

GA: Heimir Örn nýr framkvæmdastjóri GA

Heimir Örn Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri GA. Þetta kemur fram á heimasíðu GA. Alls bárust 18 umsóknir um starfið. Heimir hefur að undanförnu starfað sem umsjónarkennari í Naustaskóla og sem handknattleiksþjálfari, auk þess að vera handknattleiksdómari í úrvalsdeild karla og kvenna. Heimir er B.Ed. próf frá KHÍ og hefur auk þess lokið margvíslegum námskeiðum í stjórnun og þjálfun. Ásamt störfum sínum hjá Naustaskóla hefur Heimir sinnt þjálfun í öllum flokkum í handknattleik þar sem hann hefur notið virðingar fyrir sín störf. Eiginkona Heimis er Martha Hermannsdóttir, tannlæknir og eiga þau þrjú börn. „Þetta er starf sem ég er gríðarlega spenntur fyrir. Mér þykir mjög vænt um GA og vil Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2017 | 07:00

PGA: Skemmtisögur af árinu 2016 (2/2)

Hér á eftir verður getið seinni helmings 6 sagna, sem bera heitið Tales from the Tour“ frá árinu 2016 og eru um skemmtilega atburði á PGA mótaröðinni bandarísku. Nr. 4 Bob Ford er einn af virtustu golfkennurum Bandaríkjanna en hann hefir verið við stjórnvölinn í Oakmont Country Club og um veturna kennir hann í Suður-Flórída í Seminole Golf Club. Hann dró sig í hlé sem framkvæmdastjóri í golfklúbb aðeins nokkrum mánuðum eftir að í klúbbnum var fór í 9. sinn fram Opna bandarískarisamótið. Sjálfur er Ford ágætis kylfingur, náði m.a. niðurskurði í 2 Opnum bandarískum risamótum þ.á.m. í Oakmont 1983, þannig að hann reyndi enn einu sinni fyrir sér. Hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 1. 2017 | 23:00

25 vinsælustu erlendu golffréttir á Golf 1 árið 2016

Þegar kemur að vinsælum erlendum fréttum á Golf 1 þá vekur athygli að flestar fréttir (5) sem komast á topp-25 eru um þann kylfing, sem nánast ekkert spilaði allt árið vegna bakmeiðsla …. Tiger Woods. Ýmist um hann sjálfan eða fólk sem honum tengist …. eða tengdist eins og t.d. Lindsey Vonn. Sú grein, sem vermir hins vegar efsta sætið er um helsta keppinaut hans Phil Mickelson. Báðir eru þessir kylfingar (Tiger og Phil)  komnir að fimmtugsaldurinn, en þó enn greinilega í miklu uppáhaldi lesenda. Svo eru Rory (3 greinar á topp-25) og DJ og Paulina Gretzky (2 greinar á topp-25) að þvi er virðist vinsælt lesefni. Hér á eftir listi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 1. 2017 | 22:00

25 vinsælustu greinar á Golf 1 árið 2016

Á árinu sem nú er liðið, 2016, voru skrifaðar 2100 greinar á Golf 1, þ.e. u.þ.b. 6 greinar á hverjum degi ársins. Hefð er fyrir því í árslok að birta hverjar hafi verið vinsælustu greinarnar á árinu sem liðið er. Gaman er að segja frá því að af 25 vinsælustu greinunum á Golf 1 árið 2016 eru 23 innlendar og þar eru viðtölin sem Golf 1 hefir tekið við íslenska kylfinga meðal vinsælasta efnisins. Fjögur af viðtölum Golf 1 við íslenska kylfinga eru meðal 25 vinsælustu greinanna og einnig er ánægjulegt að sjá að greinar um elstu sem yngstu kylfinganna eru mikið lesnar!!! Sú grein sem sló aldeilis í gegn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 1. 2017 | 19:15

Afmæli: Golfklúbburinn Oddur og Golfklúbbur Hornafjarðar – 1. janúar 2017

Afmæli í dag, Nýársdag eiga Golfklúbburinn Oddur og Golfklúbbur Hornafjarðar . Komast má á facebook síðu golfklúbbanna sem áttu afmæli í Nýársdag hér að neðan: Golfklúbburinn Oddur 25 ára afmæli facebooksíðu GO – Stofndagur GO er í raun 14. júní 1993! Golfklúbbur Hornafjarðar · 45 ára (GHH var stofnaður Nýársdag 1971). Frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag, Nýársdag eru: Mike Sullivan, 1. janúar 1955 (62 ára); Gestur Már Sigurðsson, GK, 1. janúar 1964 (53 ára); Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir, 1. janúar 1964 (53 ára); Paul Lawrie, 1. janúar 1969 (48 ára), Eysteinn Magnús Guðmundsson 1. janúar 1972 (47 ára); Baldvin Njálsson, 1. janúar 1988 (29 ára); Guðmundur Sigurbjörnsson, 1. janúar 1998 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 1. 2017 | 19:00

PGA: Day verður m/ á 1. móti ársins 2017 á Hawaii

Nr. 1 á heimslistanum Jason Day mun ljúka fjarveru sinni frá keppnisgolfi með því að taka þátt í Tournament of Champions (TOC) á Hawaii í þessari viku. Hinn 29 ára Ástrali hefur verið frá í 3 1/2 mánuð og verið hrjáður af vöðvakippum í baki, en hann mun ásamt Jordan Spieth, Hideki Matsuyama, Bubba Watson og fleiri stórstjörnum taka þátt í móti sigurvegara á PGA mótum 2016. Day er í toppsæti heimslistans, en á hæla hans eru engir minni kylfingar en Rory McIlroy og Dustin Johnson og auðvitað vonast Day eftir að hefja árið 2017 á réttum nótum, eftir að hafa verið frá keppni eftir Tour Championship þ.e. frá því seint í september. Day sleppti stórum mótum í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2016 | 18:00

Gleðilegt nýtt ár 2017!

Golf 1 óskar lesendum sínum svo og öllum kylfingum og landsmönnum nær og fjær gleðilegs nýs árs 2016, með mörgum gleðistundum í golfi á komandi ári. Golf 1 hefir nú verið starfandi í rúman 63 mánuði, þ.e. 5 ár , 3 mánuði og 6 daga og hafa á þeim tíma birtst um 16100 greinar, en þar af voru um 2100 skrifaðar á s.l. ári, 2015 sem þýðir u.þ.b. 6 greinar um golf að meðaltali á hverjum einasta degi 2016. Kylfingar innanlands, sem og vaxandi fjöldi erlendra kylfinga hafa tekið þessum yngsta golffréttavef Íslands framúrskarandi vel og umferð um vefinn ekkert nema aukist frá því hann hóf starfsemi 25. september 2011. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Árnason – 31. desember 2016

Afmæliskylfingur Gamlársdags 2016 er Ólafur Árnason. Ólafur er fæddur 31. desember 1962 og á því 54 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn: Ólafur Árnason f. 31. desember 1962 (54 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar eiga afmæli í dag Gamlársdag 2015 eru: Michael Francis Bonallack, 31. desember 1934 (82 ára); David Ogrin, 31. desember 1957 (59 ára); Eyþór K. Einarsson, GHG, 31. desember 1959 (57 ára); Shiho Oyama, 31. desember 1969 (47 ára); Bobby Gates, 31. desember 1985 (31 árs) ….. og …… Valtþór Óla f. 31. desember 1961 (55 ára Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tiger Woods – 30. desember 2016

Afmæliskylfingur dagsins í dag er Eldrick Tont „Tiger“ Woods. Tiger fæddist 30. desember 1975, í Cypress, í Kaliforníu og nú er loksins komið að því, Tiger er 41 árs í dag. Hann hefir spilað golf frá 2 ára aldri og þótti undrabarn, sjá má myndskeið með honum bráðungum, þar sem hann kom fram í sjónvarpsþættinum „The Michael Douglas Show“ ásamt Bob Hope, með því að SMELLA HÉR: Tiger ólst upp í Kaliforníu þar sem hann sigraði næstum öll mót í sínum aldursflokki og oft krakka sem voru mun eldri en hann. Tiger var aðeins 3 ára þegar hann spilaði 9 holur undir 50 höggum. Fyrsta skiptið sem það gerðist var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2016 | 10:00

Ólafía Þórunn 3. í kjörinu á Íþróttamanni 2016!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, varð þriðja í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2016. Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu varð efstur í kjörinu hjá Samtökum íþróttafréttamanna og sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH varð önnur. Þetta er í þriðja sinn sem kylfingur er á meðal þriggja efstu en Sigurður Pétursson varð þriðji árið 1985 og Úlfar Jónsson varð í 2.-10. sæti árið 1987. Ólafía er fyrsti kylfingurinn frá árinu 2011 sem nær inn á topp 10 listann. Golf 1 finnst ótrúlega óréttlátt að  Ólafía hafi ekki verið kosin Íþróttamaður ársins 2016 – en hún náði frábærum árangri á árinu 2016 og er fyrsti íslenski kylfingurinn sem tryggir sér keppnisrétt á LPGA Lesa meira