Nýju stúlkurnar á LET: Manon de Roey (3/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Næst verða þær tvær kynntar sem deildu 63.-64. sætinu þ.e. voru T-63 en það eru Josefin Odenring og Manon de Roey. Byrjað verður á de Roey. Manon de Roey Lesa meira
Golfútbúnaður: Ko og 3 aðrir kylfingar skipta yfir í PXG
Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, skipti nú um áramótin um golfútbúnaðarstyrktaraðila; þ.e. fer frá Callaway, sem hún hefir verið hjá og yfir til PXG. Reyndar tilkynnti PXG að það hefði gert samning við Ko og 3 aðra kylfinga þ.e. sigurvegara Opna bandaríska, Brittany Lang, þrefaldan sigurvegara á LPGA Tour Christinu Kim og Solheim Cup leikmanninn Ryan O’Toole. Á styrktarlista PXG eru þegar frábærir kylfingar af PGA túrnum, menn á borð við Zack Johnson, Billy Horschell og Charl Schwartzel. Lúxusútbúnaðarmerkið tilkynnti jafnframt að það myndi taka á sína arma nokkra af LPGA og þessar 4 ofangreindu urðu ofan á. „Á þessu ári lítur PXG á golf og túrinn frá alþjóðlegu sjónarmiði,“ sagði stofnandi fyrirtækisins Lesa meira
Carly Booth gerir samning við Cobra Puma Golf
Hin 24 ára Carly Booth sem spilar á LET hefir gert golfútbúnaðarsamning við Cobra Puma Golf. Hún er með marga fylgjendur á félagsmiðlunum; þ.e. meira en 32,000 fylgjendur á Twitter, og næstum 56,000 á Instagram. Booth, sem var áður hjá Nike, mun vera í golfskóm frá Puma og í klæðnaði og aukahlutum úr nýjustu PUMA línunni ,en kylfurnar hennar eru frá Cobra, frá og með næsta LET keppnistímbili. Carly skaust fram á sjónarsviðið aðeins 12 ára, og var farin að keppa í fyrsta móti sínum Opna skoska 14 ára, þar sem hún náði þeim frábæra árangri að landa 13. sætinu. Hún var nr. 1 kylfingur í Evrópu í unglingaflokki eftir að Lesa meira
Dagbjartur sigraði í 54 hole Challenge á Crooked Cat e. bráðabana
Nú um þessar mundir er hópur frá GR við keppni á HJGT mótinu í Flórída. GR-krakkarnir eru búnir að standa sig frábærlega og hafa verið klúbbnum sínum á Íslandi til sóma. Frábær árangur hjá upprennandi stjörnum GR í Flórida!!! Dagbjartur Sigurbrandsson sigraði á 54 hole Challenge mótinu á Crooked Cat vellinum í Orange County National. Dagbjartur landaði sigrinum eftir bráðabana við Aiden Lafferty. Böðvar Bragi Pálsson endaði í öðru sæti i sínum flokki eftir að hafa farið í bráðabana um fyrsta sætið. Jóhannes Guðmundsson hafnaði í 4. sæti í sínum flokki. Alls voru 6 GR-ingar sem tóku þátt í mótinu.
Bjarki lauk keppni T-8 á Orlando Int. Amateur
Þrír íslenskir kylfingar Bjarki Pétursson, GB; Fannar Ingi Steingrímsson og Hákon Örn Magnússon, GR tóku þátt í Orlando International Amateur mótinu, sem fram fór í Flórída, dagana 28.-30. desember s.l. Fannar Ingi og Hákon Örn náðu ekki gegnum niðurskurð en Bjarki landaði 8. sætinu, sem hann deildi með 3 öðrum kylfingum. Bjarki lék á samtals 1 yfir pari, 217 höggum (69 73 75). Glæsilegur árangur þetta hjá Bjarka, en þátttakendur í mótinu voru 102 og komust 46 efstu í gegnum niðurskurð. Til þess að sjá lokastöðuna á Orlando International Amateur mótinu SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Marólína og Björgvin – 2. janúar 2017
Afmæliskylfingar 2. janúar 2017 hér á Golf 1 eru hjónin Marólína Erlendsdóttir og Björgvin Björgvinsson. Þau eru bæði fædd 2. janúar 1954 og eiga því 63 árs afmæli í gær!!! Þau hjón eru bæði í Golfklúbbi Reykjavíkur og í einu orði YNDISLEG; góðir kylfingar og spilafélagar. Komast má á facebook síðu Marólínu og Björgvins til þess að óska þeim Björgvini til hamingju með daginn þeirra hér að neðan: Marólína Erlendsdóttir, GR og Björgvin Björgvinsson, GR. f. 2. janúar 1954 (63 ára – Innilega til hamingju með daginn ykkar kæru hjón!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Stefán Hrafn Jónsson, 2. janúar 1968 (49 ára); Börkur Gunnarsson, Lesa meira
Hótel Örk hlýtur alþjóðagolfverðlaun
Á sunnlenska.is er eftirfarandi frétt: „Hótel Örk Hveragerði hefur hlotið alþjóðleg verðlaun frá World Golf Awards en hótelið sigraði í flokknum Besta golfhótel Íslands 2014. „Við hjá Hótel Örk erum stolt af þessum verðlaunum enda höfum við í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á að bjóða kylfinga velkomna á hótelið og æfa sig á níu holu golfvellinum við hótelið áður en haldið er á þá fjölmörgu glæsilegu golfvelli sem eru í nágrenni Hótel Arkar á Suðurlandi,“ segir Geir Gígja, sölu- og markaðsstjóri Hótel Arkar. World Golf Awards voru nú veitt í fyrsta skipti en World Golf Awards eru hluti af World Travel Awards sem hafa verið veitt í 21 ár. Lesa meira
Trump rekur ævisöguritara sinn af golfvelli
Verðandi forseti Bandaríkjanna Donald Trump rak ævisöguritara sinn af velli í eigu Trump á West Palm Beach, Flórída. á föstudaginn s.l. skv. frétt í Politico. Harry Hurt III, sem skrifaði ævisögu Trump “Lost Tycoon: The Many Lives of Donald J. Trump,” átti á spila á Trump International golfklúbbnum, með 3 öðrum, þ.á.m. billjónamæringnum David Koch, sem er félagi í klúbbnum. En eftir orðaskipti við Trump á æfingasvæðinu var HurtIII beðinn um að yfirgefa klúbbinn. Blaðafulltrúi Trump neitaði að tjá sig um atvikin en Hurt var fljótur í blöðin með sína hlið mála. Á Facebook sagði Hurt að hann hefði farið upp að Trump og óskað honum til hamingju með sigurinn. Það var þá Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Elisabetta Bertini (2/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Í dag verður sú kynnt sem varð í 65. sæti en það var Elisabetta Bertini frá Ítalíu. Elísabetta Bertini fæddist í Torino á Ítalíu 25. mars 1989 og er Lesa meira
Poulter upplýsir um heimslistastöðu drauma sína
Ian Poulter segist enn trúa á hæfileika sína í golfinu og er ákveðinn að martraðarár hans á vellinum, 2016, sé að baki og honum muni takast að sigra aftur á þessu nýja ári, 2017. Poulter er aðeins 10 dögum frá 41 árs afmælisdegi sínum og hefir átt 18 mánuði fyllta af allskyns meiðslum; þ.á.m. var hann 5 mánuði algerlega frá keppni vegna mikils verkjar í tá, sem hann var með gigt í. Þetta hefir leitt til þess að Poulter er nú í 184. sæti heimslistans og hann spilaði ekki í Ryder bikars liði Evrópu í Hazeltine, þar sem liðið tapaði – en þetta var í fyrsta skipti frá árinu 2006 Lesa meira










