32 Evróputúrs kylfingar með á Masters
Nú um þessar mundir er kylfingum að berast einfalt bréf frá Augusta National þar sem þeim er boðið að taka þátt í 1. risamóti ársins 2017 og þeir beðnir um að svara…. þ.e. þeim er boðið, sem unnið hafa til þess. Alls eru 32 kylfingar af Evróputúrnum, sem boðið hefir verið. Austurríski kylfingurinn Bernd Wiesberger er einn af 10 kylfingum á Evróputúrnum, sem fengið hafa bréfið á grundvelli þess að vera meðal efstu 50 á heimslistanum. Þetta er í 3. skipti sem hann tekur þátt. Danny Willett, tekur þátt því hann er jú að verja titil sinn og 21 aðrir kylfingar hafa öðlast þátttökurétt vegna annarrra atriða. Tyrrell Hatton, Alex Lesa meira
PGA: Tiger staðfestir þátttöku sína í 3 PGA Tour mótum
Tiger Woods staðfesti í gær þátttöku sína á 3 PGA Tour mótum. Þetta eru: the Farmers Insurance Open, sem fram fer 26.-29. janúar í San Diego; Genesis Open, sem fram fer 16.-19. febrúar í Pacific Palisades,Kaliforníu og The Honda Classic sem fram fer 23.-26. febrúar í Palm Beach Gardens, Flórída. Tiger er nú 41 árs og nr. 652 á heimslistanum. Hann hefir, ef Hero World Challenge er undanskilið, sem hann spilaði í, í síðasta mánuði og hann var sjálfur gestgjafi í (og var með ágætis skor í 73-65-70-76), ekki spilað opinberlega í PGA móti frá því í ágúst 2015, þ.e. í Wyndham Championship Eiginlega var Tiger búinn að hálfstaðfesta þátttöku í Genesis Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Ji-Young Oh (14/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. 40 stúlkur voru jafnar í 40. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Justine Dreher, Budsabakorn Sukapan, Cindy LaCrosse og Ji-Young Oh Allar léku þær á 2 yfir pari, 362 höggum. Af ofangreindum 4 stúlkum, sem hlutu takmarkaðan spilarétt á LPGA hafa Budsabakorn Sukapan frá Thaílandi og hin bandaríska Cindy LaCrosse þegar verið kynntar og Lesa meira
GK: Birgir Björn sigraði í Gamlársdags- púttmótinu – Heiðrún Jóhanns varð næst holu á 7. á Pebble Beach
Á síðasta degi ársins kvaddi Hraunkot gamla árið með púttkeppni og næstur holu á par 3 braut í golfhermunum. Búið er að hafa samband við alla vinningshafa og óskum við þeim til hamingju með verðlaunin. Púttmót úrslit: 1. sæti Birgir Björn Magnússon 26 högg. 2. sæti Helgi Snær Björgvinsson 27 högg (betri síðustu 6). 3. sæti Sigurður Þorkelsson 27 högg. Næstur holu á 7. holu Pebble Beach: 1. sæti Heiðrún Jóhannsdóttir 90 cm 2. sæti Axel Bóasson 97 cm 3. sæti Anna Sólveg Snorradóttir 1,2 m Næstur Junior Challenge 12 ára og yngri. 1. Magnús Víðir Jónsson 2. Davíð Steinberg Davíðsson
Afmæliskylfingur dagsins: Helga Kristín Einarsdóttir – 4. janúar 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Helga Kristín Einarsdóttir. Helga Kristín er fædd 4. janúar 1996 og á því 21 árs afmæli í dag!!! Hún er s.s. flestir vita í Nesklúbbnum og hefir m.a. orðið klúbbmeistari kvenna í NK 3 ár í röð 2013-2015. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Helga Kristin Einarsdóttir (21 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gestur Pálsson, 4. janúar 1965 (52 ára); David Toms, 4. janúar 1967 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Thor Aspelund, 4. janúar 1968 (49 ára); Þórður Emil Ólafsson, GL, 4. janúar 1974 (43 ára); Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Josefin Odenring (4/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Næst verða þær tvær kynntar sem deildu 63.-64. sætinu þ.e. voru T-63 en það eru Josefin Odenring og Manon de Roey. De Roey var kynnt í gær og í Lesa meira
Westner sigurvegari Dubai Desert Classic 1993 skaut sjálfan sig frammi f. konu sinni
Fyrrum sigurvegari Dubai Desert Classic, Wayne Brett Westner, dó fyrr í dag, miðvikudaginn 4. janúar 2017, eftir að hann „skaut sig frammi fyrir eiginkonu sinni“ í Suður-Afríku, s.s. staðfest hefir verið af talsmanni lögreglunnar. Í fjölmiðlum í Suður-Afríku birtust fréttir um gíslar hefðu hefðu hugsanlega verið teknir og gíslatökuaðstæður skapast í Pennington aðsetrinu í KwaZulu-Natal, sem er strandsvæði í Suður-Afríku. „Rannsókn hófst eftir þann meinta atburð að maður skaut sig frammi fyrir eiginkonu sinni á Pennington svæðinu í dag,“ sagði talsmaður suður-afrísku lögreglunnar, Lieutenant Colonel Thulani Zwane. „Wayne Brett Westner dó af skotsárum í Gwala Gwala Estate á Rahle götu‚ í Pennington u.þ.b. kl. 8 í morgun (að suður-afrískum tíma). Lík hans Lesa meira
Einhver breytti merkingu á parkstæði Spieth á Hawaii
Einhver hefir leyft sér grín á kostnað Jordan Spieth á bílastæði þess síðarnefnda á Kapalua, Hawaii. Þar sem Jordan Spieth á titil að verja á móti vikunnar á PGA Tour, SBS Tournament of Champions, sem hefst á morgun, 5. janúar 2017, þá fær Spieth flottasta bílastæðið við klúbbhúsið. En eins og segir hefir einhver „betrumbætt“ bílastæðið á kostnað Spieth – Sbr. mynd hér að neðan: Búið er að breyta merkingu á bílastæði Spieth s.s. sést á ofangreindri mynd. Hver gjörningsmaðurinn er, er ekki vitað á þessari stundu, en mörgum þykir ekki ólíklegt að það sé enginn annar en góðkunningi Spieth, Justin Thomas, en þeir eiga það til að grínast á Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Cindy LaCrosse (13/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. 40 stúlkur voru jafnar í 40. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Justine Dreher, Budsabakorn Sukapan, Cindy LaCrosse og Ji-Young Oh Allar léku þær á 2 yfir pari, 362 höggum. Af ofangreindum 4 stúlkum, sem hlutu takmarkaðan spilarétt á LPGA hefir Budsabakorn Sukapan frá Thaílandi þegar vegið kynnt og í dag verður Cindy LaCrosse Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Ragnar Þór Ragnarsson og Guðmundur E. Hallsteinsson – 3. janúar 2017
Afmæliskylfingar dagsins eru Ragnar Þór Ragnarsson og Guðmundur E. Hallsteinsson. Ragnar Þór er fæddur 3. janúar 1971 og á því 46 ára afmæli í dag!!! Ragnar Þór er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Komast má á facebook síðu Ragnars Þórs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Ragnar Þór Ragnarsson (46 ára – Innilega til hamingju með afmæið!!!) Guðmundur Hallsteinsson er fæddur 3. janúar 1956 og á því 61 árs afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Öndverðarness (GÖ). Sjá má eldra viðtal Guðmundar við Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Guðmundar til þess að óska honum til Lesa meira










