Afmæliskylfingur dagsins: Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir og Kristján Hreinsson ——– 7. janúar 2017
Afmæliskylfingar dagsins eru Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir og Kristján Hreinsson . Gígja Kristín er fædd 7. janúar 1942 og á því 75 ára merkisafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD). Komast má facebook síðu Gígju til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Elsku Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Hinn afmæliskylfingur dagsins er Kristján Hreinsson, stórskáld með meiru, en hann er fæddur 7. janúar 1957 og á því 60 ára stórafmæli. Kristján er í Nesklúbbnum. Kristján Hreinsson – Innilega til hamingju með 60 ára stórafmælið!!! Reyndar er þetta mikil stjörnufæðingardagur í golfinu því margir aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag, m.a.: Grímur Kolbeinsson Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Prima Thammaraks (16/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa allar verið kynntar sem voru í 40.-54. sæti. Í dag verður tekið til við að kynna þær sem voru jafnar í 35. sæti en það eru: Britney Yada; Jessy Tang; Katelyn Dambaugh; Prima Thammaraks og Min-G Kim. Þær léku allar á samtals 1 yfir pari, 361 höggi. Byrjað verður á að kynna Primu Thammaraks. Hin thaílenska Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Herdís Björg Rafnsdóttir – 6. janúar 2017
Það er Herdís Björg Rafnsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Herdís Björg er fædd 6. janúar 1962 og á því 55 ára afmæli í dag. Herdís Björg er í Golfklúbbi Reykjavíkur og hefir tekið þátt í nokkrum opnum golfmótum með góðum árangri m.a. Styrktarmóti Soroptimista á Nesvelli þ. 25. ágúst 2011, þar sem hún varð í verðlaunasæti (4. sæti) af fjölmörgum konum sem þátt tóku. Herdís Björg er verkfræðingur að mennt frá University of Washington. Hún er gift Þorsteini G. Gunnarssyni og eiga þau 2 syni. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Cary Middlecoff, 6. janúar 1921; Nancy Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Lejan Lewthwaite (6/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Næst verða kynntar þær fjórar sem deildu 58. sætinu en það eru: Hana Wakimoto, Astrid Vayson de Pradenne, Jenny Lee og Lejan Lewthwaite. Þær allrar léku á 5 yfir Lesa meira
Tiger staðfestir þátttöku í Omega Dubai Desert Classic
Tiger Woods mun keppa á Omega Dubai Desert Classic og mætir þar m.a. þeim Rory McIlroy og Henrik Stenson. Tiger hefir nú staðfest þátttöku sína. Hann hefir reyndar keppt reglulega í mótinu frá árinu 2001, þegar hann var með í 1. sinn og hefir sigrað mótið tvívegis 2006 og 2008. „Mér hefir alltaf þótt gaman að spila í Dubaí og það er frábært að sjá hversu borgin hefir vaxið gríðarlega frá því að ég spilaði fyrst þar,“ sagði Tiger, sem mun í fyrsta sinn á árinu keppa á Torrey Pines í vikunni áður en hann heldur til keppni í Dubai Desert Classic. „Það var frábært að sigra í Dubai árin 2006 Lesa meira
PGA: Walker efstur – Hápunktar 1. dags TOC
Það er Jimmy Walker sem leiðir eftir 1. dag SBS Tournament of Champions (TOC), sem fram fer á Kapalua, Hawaii. Walker kom í hús á 8 undir pari, 65 höggum – fékk 1 örn og 6 fugla á hringnum. Fast á hæla Walker koma Jim Herman, Justin Thomas og Ryan Moore; allir á 6 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á TOC SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á TOC SMELLIÐ HÉR:
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Justine Dreher (15/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. 4 stúlkur voru jafnar í 40. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Justine Dreher, Budsabakorn Sukapan, Cindy LaCrosse og Ji-Young Oh. Allar léku þær á 2 yfir pari, 362 höggum. Allar ofangreindar 4 stúlkur hafa verið kynntar nema Justine Dreher sem kynnt verður í kvöld. Justine Anne-Marguerite Dreher , eins og hún heitir fullu Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Miguel Ángel Jiménez – 5. janúar 2017
Afmæliskylfingur dagsins er enginn annar en „vélvirkinn“, spænski kylfingurinn Miguel Ángel Jiménez. Jiménez er fæddur 5. janúar 1964 í Malaga á Spáni og á því 53 ára afmæli í dag!!! Hann var kvæntur Monserrat Ramirez (frá árinu 1991) en þau skildu. Jiménez og Ramirez eiga tvo stráka, Miguel Ángel fæddan 1995 og Victor fæddan 1999. Í maí 2014 kvæntist Jiménez Susönnu Styblo (Sjá mynd hér að neðan): Jimenéz hefur verið uppnefndur “vélvirkinn” (The Mechanic), vegna ástríðu hans að gera við fremur en keyra rándýra bíla, sérstaklega rauða Ferrari bílinn, sem hann á. Jimenéz gerðist atvinnumaður 1983 en spilaði fyrst á Evróputúrnum árið 1988 og tók stöðugum framförum næstu keppnistímabil. Hans Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Sarah Nilsson (5/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Næst verður sá kylfingur kynntur sem var í 62. sætinu á lokaúrtökumótinu með lokaskor upp á 6 yfir pari, 366 högg (76 74 70 70 76), en það er Lesa meira
Hvaleyrarvöllur í 15. sæti yfir 100 bestu golfvellina á Norðurlöndunum – 5 íslenskir vellir á topp-100
Hvaleyrarvöllur hjá Golfklúbbnum Keili fær frábæra dóma í sænsku útgáfunni af bandaríska golftímaritinu Golf Digest. Í nóvember kom út 7. tbl. ársins 2016 og þar var birtur listi yfir 100 bestu golfvellina á Norðurlöndunum. Alls eru fimm íslenskir golfvellir á þessum lista. Nokkrir íslenskir golfsérfræðingar tóku þátt í að búa til listann. Blaðamaður og ljósmyndari frá Golf Digest í Svíþjóð komu hingað til Íslands til að taka út vellina. „Ég var orðlaus þegar ég leit yfir völlinn á fyrsta teig – ég var samt efins um að þetta væri raunveruleikinn. Ég beið eftir grínholunni en hún kom bara aldrei – þetta er toppvöllur,“ segir í umsögn Golf Digest um Hvaleyrarvöllinn. Lesa meira










