Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2017 | 20:00

Sergio Garcia kvænist 2017

Árið byrjar vel hjá Sergio Garcia. Ekki bara átti hann 37 ára afmæli í gær, 9. janúar 2017; hann tilkynnti líka á félagsmiðlunum að hann komi til með að kvænast í ár, 2017. Hin heppna heitir Angela Akins , 31 árs og er hún golffréttakona á Golf Channel, sem þar áður vann hjá Fox Sports. Hún er með gráðu í blaðamennsku frá University of Texas, þar sem hún spilaði m.a. í bandaríska háskólagolfinu. Sergio tvítaði m.a. eftirfarandi: „Some very exciting news for us! We are getting married this year! Thrilled to see what the future bring us! @TheAngelaAkins“ (Spennandi fréttir fyrir okkur! Við giftum okkur í ár! Spennt að sjá hvað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2017 | 18:55

Jim Furyk langar til að verða fyrirliði Bandaríkjamanna í Rydernum

Jim Furyk , maðurinn með eina furðulegustu sveiflu meðal atvinnukylfinga, myndi elska það að vera fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Ryder bikarnum og sækist eftir stöðunni 2018. Liði Bandaríkjanna tókst að sigra lið Evrópu á Hazeltine á síðasta ári undir forystu Davis Love III. Næst fer Ryderinn fram á Le Golf National í Paris og þá á lið Evrópu auðvitað harma að hefna. Í grein (sem birtist í dag) í Telegraph er því slegið fram að Furyk sé meðal þeirra helstu sem komi til greina í fyrirliðastöðuna. Í valnefnd eiga sæti Davis Love III, 14-faldi risamótssigurvegarinn Tiger og Phil Mickelson og má lesa út úr greininni að val valnefndarinnar hverfist um tvo þá álitlegustu Fred Couples og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Britney Yada (20/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Í dag verður fram haldið við að kynna þær sem voru jafnar í 35. sæti en það eru: Britney Yada; Jessy Tang; Katelyn Dambaugh. Prima Thammaraks og Min-G Kim. Þær léku allar á samtals 1 yfir pari, 361 höggi. Þær hafa nú allar verið kynntar nema Britney Yada, sem kynnt verður í kvöld. Britney Yada er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Daníel Ólafsson – 10. janúar 2017

Það er Daníel Ólafsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Daníel eða Danni eins og hann er kallaður af vinum sínum er fæddur 10. janúar 1967 og á því 50 ára merkisafmæli í dag. Danni er í Golfklúbbnum Keili.  Komast má á heimasíðu Danna til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Daníel Ólafsson – 50 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arnbjörg Sigurðardóttir, 10. janúar 1973 (44 ára); Andrea Ásgrímsdóttir, GO, 10. janúar 1974 (43 ára); Slummi Tytringsson, 10. janúar 1975 (42 árs);  Ian Poulter 10. janúar 1976 (41 árs); franski kylfingurinn Romain Wattel, 10. janúar 1991 (26 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2017 | 15:30

GK: Golfþjálfun f. félagsmenn

Golfklúbburinn Keilir býður upp á reglulegar golfæfingar í vetur. Markmiðið er að aðstoða hinn almenna félagsmann við að byggja upp markvissari æfingar og kennslu yfir vetrartímann og búa sig þar með betur undir næsta golftímabil. Farið er í helstu þætti leiksins í bland við kennslu og þjálfun. Einnig er boðið upp á golfreglukvöld í vetur. Þjálfunarleiðin er alls tíu tímar og er hver tími í 50 mínútur. Hægt er að velja um það að vera í hópi eftirtalda daga og í hádeginu eða á kvöldin. Þriðjudagar kl. 19:00 Miðvikudagar kl. 12:00 Miðvikudagar kl. 19:00 Fimmtudagar kl. 12:00 Fimmtudagar kl. 19:00 Kennarar eru þeir Björn Kristinn og Karl Ómar PGA golfkennarar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2017 | 15:00

GR: La Sella – Tilboðsferð í sólina f. félags- menn GR m/Heimsferðum – Fararstjórar: Ragga Sig og Einar

Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við Heimsferðir býður félagsmönnum upp á tilboðsferð í sólina í vor, dagana 28. apríl – 5. maí. Áfangastaðurinn er La Sella golfsvæðið á Spáni sem hannað er að tvöfalda US Masters meistaranum Jose María Olazabal. Fararstjórar ferðarinnar verða Einar Gunnarsson og hin eina sanna Ragnhildur Sigurðardóttir. Verð í ferðina er kr. 194.900 á mann, miðað við gistingu í tvíbýli – innifalið er: *Flug, flugvallaskattar *Ferðir til og frá flugvelli *Gisting á 5 stjörnu Marriott hóteli með hálfu fæði + drykkur með kvöldverði *Komudrykkur á fyrsta kvöldinu og Galadinner á lokakvöldi 4. maí *Ótakmarkað golf í 6 daga með golfbíl – hægt að spila á komudegi með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: María Beautell (10/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Það voru 7 stúlkur sem höfnuði í 51. sæti allar á samtals 4 yfir pari, 364 höggum, en þetta eru þær: María Beautell; Marie Fourquier, Julie Maisongrosse, Elizabeth Mallett; Jessica Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2017 | 07:00

Hvað þénar fólk í golfi?

Golfiðnaðurinn er ábatasamur iðnaður. Í Bandaríkjunum einum veltir hann um 70 billjónir bandaríkjadala. Og þeir hæstlaunuðu þéna milljarða íslenskra króna. Golf Digest hefir tekið saman hvað helstu topparnir hafa í laun, í góðri grein sem ber titilinn: „What People in Golf Make“ eða „Hvað fólk í golfi þénar.“ Hér er ekki átt við stórstjörnurnar, kylfingana, heldur mennina í stjórnsýslunni, þá sem eru bakvið tjöldin. En langbest er bara að lesa góða grein Golf Digest, þar sem tiltekin eru laun toppanna –  Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Jessy Tang (19/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Í dag verður fram haldið við að kynna þær sem voru jafnar í 35. sæti en það eru: Britney Yada; Jessy Tang;  Katelyn Dambaugh. Prima Thammaraks og Min-G Kim. Þær léku allar á samtals 1 yfir pari, 361 höggi. Í dag verður Jessy Tang kynnt en Katelyn Dambaugh, Prima Thammaraks og Min-G Kim hafa þegar verið kynntar. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Salvör Kristín Héðinsdóttir, Kristín Finnbogadóttir og Teitur Örlygsson – 9. janúar 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Kristín Finnbogadóttir, Salvör Kristín Héðinsdóttir og Teitur Örlyggson. Kristín Finnbogadóttir er fædd 9. janúar 1957 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið Kristín Finnbogadóttir – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Annar afmæliskylfingurinn í dag er Salvör Kristín Héðinsdóttir. Salvör Kristín er fædd 9. janúar 1957 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið Salvör Kristín Héðinsdóttir – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Þriðji afmæliskylfingurinn í dag er Teitur Örlygsson. Teitur er fædur Lesa meira