Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2017 | 11:00

LPGA: Viðtal við Ólafíu um kjálkaaðgerðina

Nú um jólin gekkst Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnumaður og LPGA leikmaður úr GR, undir tvöfalda kjálkaaðgerð. Þetta var stór aðgerð en hún var m.a. í svæfingu í 3 tíma. Fyrir aðgerðina var hún búin að lesa sig til um aðgerðina, en fannst margt af því sem hún las um ekki höfða til sín. Hún ákvað því að blogga um aðgerðina, þar sem hún gefur m.a. ráð um uppáhaldsvarasalvann sinn, uppáhaldssúpuna o.s.frv. allt atriði sem gott er að vita ef einhver þarf á tvöfaldri kjálkaaðgerð að halda líkt og Ólafía. Blogg Ólafíu ber skemmtilegan titil „Olafia bites back“ – húmor í þessu! Sjá má frábært viðtal sem fréttamenn LPGA tóku við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2017 | 07:00

Golfútbúnaður: „Spieth One“ nýir golfskór frá Under Armour

S.l. þriðjudag tilkynnti Jordan Spieth að Under Armour muni hefja framleiðslu á golfskó sem bera mun heitið „Spieth One.“ Spieth tvítaði þriðjudagskvöldið og sagðist myndu ferðast til Tokyo og Korea í næstu viku til þess að kynna framleiðsluvöruna. „Ég er spenntur fyrir skuldbindingu Under Armour’s að leyfa mér að taka þátt í þessu með þeim og breiða vöruna út um allan heim,“sagði hann á blaðamannafundinum fyrir Sony Open, sem hefst í dag á Hawaii. Í fyrra, 2016, var Spieth í Drive One golfskó Under Armour. Í júlí var hann í „smart“ (þ.e. klárum) skóm sem voru sérhannaðir af Under Armour fyrir hann. Skórnir töldu m.a. skref hans og gáfu upplýsingar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Mina Harigae (21/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa 20 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Í dag verður byrjað að kynna þær sem voru jafnar í 29. sæti en það eru: Jenny Coleman;  Emily Tubert; Brittany Benvenuto; Daniela Darquea; Mina Harigae og Lauren Kim. Þær léku allar á samtals sléttu pari, 360 höggum Í kvöld verður byrjað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2017 | 17:00

GA: Staðan á Jaðri í dag

Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar (GA) má lesa eftirfarandi frétt: „Þessi vetur hefur verið snjóléttur okkur golfurum til mikillar ánægju 🙂 Staðan á Jaðri er því heilt yfir bara nokkuð góð. Það var byrjaður að myndast klaki á flestum flötum vallarins í kringum jól og áramót og er hann núna að mestu leyti farinn. Steindór, Gussi og Biggi fóru af stað í byrjun síðustu viku með gatarann og unnu á klakanum á þeim flötum sem hann var hvað mestur og skilaði það virkilega góðum árangri í hlýindunum í gær. Eins og staðan er núna eru flatir 4, 6, 14 og 16 með nokkuð af klaka á sér og er áætlunin að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Hrafnhildur, Kolbrún og Kristján Þór – 11. janúar 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru Hrafnhildur Þórarinsdóttir og Kolbrún Þormóðsdóttir. Þær eru báðar í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hrafnhildur er fædd 11. janúar 1945 og á því 72 ára afmæli í dag en Kolbrún er fædd 11. janúar 1952 og á því 65 ára afmæli. Innilega til hamingju báðar tvær!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Hrafnhildur Þórarinsdóttir Kolbrún Þormóðsdóttir Jafnframt er stigameistari GSÍ 2014 Kristján Þór Einarsson afmæliskylfingur hér á Golf 1 og eru þeir því 3 afmæliskylfingarnir í dag. Kristján Þór er fæddur 11. janúar 1988 og því 29 ára í dag. Hann er s.s. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Julie Maisongrosse (11/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Það voru 7 stúlkur sem höfnuði í 51. sæti allar á samtals 4 yfir pari, 364 höggum, en þetta eru þær: María Beautell; Marie Fourquier,Julie Maisongrosse, Elizabeth Mallett; Jessica Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2017 | 12:45

Golfútbúnaður: Daly m/milljónasaming og mun nota Vertical Groove Golf dræver

John Daly skrifaði nú á dögunum undir margra milljóna dollara samning til margra ára við  Vertical Groove Golf. Það sem Daly kemur m.a. til með að nota dræver golfkylfuframleiðandans. „Mér finnst ég vera að slá 8-10 yördum lengur( 2,5-3,5 metrum lengur)“ sagði hinn 50 ára Daly, ánægður með nýja Vertical Groove Golf dræverinn sinn. Daly kom fram á Twitter og sagði m.a. í myndskeið sem þar er: Ég hef verið að slá með þessum dræver í mánuð núna. Þessar grópir, ég segi það satt, munu hjálpa ykkur að ná 35-40% beinni höggum og þið gætuð slegið lengra með honum.“ „Af öllum drævurunum, sem ég hef prófað þá er ég að slá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2017 | 12:30

Rory skýrði hundinn sinn eftir Ernie Els

Báðir hafa unnið 4 risatitla og því mætti búast við einhverri virðingu Rory til handa Ernie Els, manns sem hann hefir litið upp til frá því hann var strákhvolpur. Rory var aðeins 5 ára þegar Ernie vann fyrsta risatitil sinn á Opna bandaríska 1994 og Els vann sér inn tvo aðra risatitla áður en þeir kepptu hvor á móti öðrum í fyrsta sinn, árið 2008. En síðan þá hefir verið mikill vinskapur milli þeirra og Rory var hvattur til þess að taka þátt í BMW SA Open en gestgjafinn er  Ekurhuleni borg ásamt Els, en Els, 47 ára, tók t.a.m. þátt í  Dubai Duty Free Irish Open 2015, sem the Rory Foundation Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2017 | 09:00

Hver er kylfingurinn: Justin Thomas?

Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas sigraði nú um helgina á fyrsta PGA Tour móti ársins 2017, SBS Tournament of Champions á Hawaii. Thomas er þá á unga aldri þegar búinn að sigra á tveimur PGA Tour mótum, en hann vann fyrsta PGA Tour mótið sitt sunnudaginn 1. nóvember 2015. Thomas hefir ekki mikið verið í golffréttum en hér er um ungan og feykiefnilega kylfing að ræða. Hver er kylfingurinn: Justin Thomas? Justin Thomas, varð í 5. sæti á Web.com Tour Finals í september 2014 og var ungur (21 árs) kominn með fullan keppnisrétt á PGA Tour; í fyrsta skipti keppnistímabilið 2014-2015. Það er því aðeins á 2. keppnistímabili sínu sem Thomas sigrar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2017 | 06:00

Heimslistinn: Justin Thomas fer upp um 10 sæti

Justin Thomas sigraði á 1. móti ársins 2017, SBS Tournament og Champions á Kapalua, Hawaii nú um helgina, 7.-8. janúar og fór þar með upp um 10 sæti á heimslistanum úr 22. sæti, sem hann var í í 12. sætið. Að öðru leyti eru ekki meiriháttar breytingar á topp-20 listans. Jason Day er sem stendur í 1. sæti. Sjá má stöðu efstu 12 á heimslistanum, 2. vikuna 2017, hér að neðan: 1 Jason Day 10,57 2 Rory McIlroy 9,64 3 Dustin Johnson 9,36 4 Henrik Stenson 8,56 5 Jordan Spieth 8 6 Hideki Matsuyama 7,98 7 Adam Scott 6,44 8 Patrick Reed 5,49 9 Alex Noren 5,30 10 Bubba Watson Lesa meira