Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Francesca Cuturi (13/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Það voru 7 stúlkur sem höfnuði í 51. sæti allar á samtals 4 yfir pari, 364 höggum, en þetta eru þær: María Beautell; Marie Fourquier,Julie Maisongrosse, Elizabeth Mallett; Jessica Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2017 | 10:00

Evróputúrinn: Sjáið ás Jaco Van Zyl! Myndskeið

Heimamaðurinn Jaco Van Zyl er ofarlega á skortöflunni á BMW SA Open 2. keppnisdag og er einn af fáum sem lokið hefir 2. hring þegar þetta er ritað með hringi upp á 7 undir pari, 136 högg (71 65). Hann fékk glæsiás á á par-3 17. holu á 2. hring. Sem stendur er Van Zyl í 6. sæti en fjöldinn allur af keppendum á eftir að ljúka leik. Gulltryggt er þó að Van Zyl spilar um helgina. Sjá má flottan ás Van Zyl með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2017 | 07:00

Hvað er í poka Justin Thomas?

Eftirfarandi kylfur voru í poka Justin Thomas þegar hann varð sá yngsti, 23 ára, á PGA Tour til þess að brjóta 60 þ.e. koma í hús á 11 undir pari, 59 höggum, m.a. eftir að hafa sett niður 5 metra pútt fyrir erni á lokaholunni: Dræver: Titleist 917D3 (Mitsubishi Rayon Diamana BF 60TX skaft), 9.5° 3-tré: Titleist 917F3 (Mitsubishi Rayon S+ Limited Edition 80TX shaft), 15° 5-tré: Titleist 915Fd (Fujikura Motore Speeder VC7.2 X shaft), 18° Járn: Titleist 716MB (4-9; True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 shafts) Fleygjárn: Titleist Vokey SM6 (46-10F°; True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 skaft), Titleist Vokey SM5 (52-12F og 56-14F°; True Temper Dynamic Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2017 | 03:00

PGA: Justin Thomas efstur e. 1. dag Sony Open – Á 59 glæsihöggum!!! – Hápunktar 1. dags

Justin Thomas er sá yngsti í sögu PGA Tour til þess að vera á 59 höggum í móti mótaraðarinnar, en hann náði þessari eftirsóttu töfratölu áskorkortið sitt á 1. hring Sony Open í Hawaii. Hann er nýbúinn að sigra í 3. sinn á PGA Tour, en það tókst honum aðeins í síðustu viku á SBS Tournament of Champions. Justin Thomas er sá 7. í golfsögunni til þess að vera undir 60 í móti PGA Tour og einnig sá yngsti eins og segir, aðeins 23 ára. Hann er nú kominn í félagsskap Al Geiberger, Chip Beck, David Duval, Paul Goydos, Stuart Appleby og Jim Furyk.  Duval hafði þar til í gær verið sá yngsti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2017 | 02:00

Evróputúrinn: Fisher og Horne efstir e. 1. dag BMW SA Open

Í gær, 12. janúar 2017, hófst á golfvelli Glendower GC í Ekurhuleni í S-Afríku BMW SA Open. Efstir eftir 1. dag eru heimamennirnir Keith Horne og Trevor Fisher Jnr. Báðir léku þeir á 6 undir pari, 66 höggum. Meðal þátttakenda í mótinu er Rory McIlroy og er hann í hópi 5 kylfinga sem deila 3. sætinu – en Rory kom í hús á 5 undir pari, 67 höggum. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á BMW SA Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á BMW SA Open e. 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2017 | 01:00

Thomas Björn og Jim Furyk fyrirliðar næstu Ryder bikar keppni 2018

Jim Furyk hefir verið útnefndur fyrirliði Bandaríkjanna fyrir Ryder bikarinn 2018, en Ryderinn fer fram á  Le Golf National í Paris, á næsta ári, 2018. Varafyrirliði Bandaríkjanna og Furyk til halds og trausts verður Davis Love III, sem verið hefir fyrirliði tvívegis; fyrst fyrir tapliði Bandaríkjanna þegar liði Evrópu tókst „kraftaverkið í Medinah“ og síðan í sigurliði Bandaríkjanna á síðasta ári þegar lið Bandaríkjanna sigraði lið Evrópu 17-11 í Hazeltine á heimavelli. Furyk hefir tvívegis verið í sigurliði Bandaríkjanna af þeim 9 skiptum sem hann hefir spilað í Rydernum. „Ég fær hroll þegar ég hugsa um öll þau mót sem ég hef verið svo hepppinn að fá að taka þátt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Lauren Kim (22/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa 20 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Í gær var byrjað að kynna þær sem voru jafnar í 29. sæti en það eru: Jenny Coleman; Emily Tubert; Brittany Benvenuto; Daniela Darquea; Mina Harigae og Lauren Kim. Þær léku allar á samtals sléttu pari, 360 höggum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Eiríkur Svanur Sigfússon – 12. janúar 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Eiríkur Svanur Sigfússon. Eiríkur er fæddur 12. janúar 1967 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Hann  í Golfklúbbnum Keili og þekktur sölumaður hjá Ás fasteignasölu í Hafnarfirði Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan. Eiríkur Svanur Sigfússon – 50 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Harold heitni Horsefall Hilton, en hann fæddist í dag, fyrir 148 árum, 1869 og dó 5. mars 1942. Patty Hayes, 12. janúar 1955 (62 ára); Craig Parry, 12. janúar 1966 (ástralski túrinn); Sigríður Jóhannsdóttir (48 ára); Berglind Richardsdóttir (44 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2017 | 15:00

4 kylfingar meðal 9 best launuðu íþróttamanna heims 2016

Fjórir kylfingar eru meðal 9 best launuðu íþróttamanna ársins 2016. Menn sem unnu könnun við  London School of Marketing hafa tekið saman lista yfir best launuðu íþróttmenn heims 2016, með hliðsjón af allskyns auglýsingasamningum, sem þeir síðarnefndu hafa gert. 17-faldur Grand Slam sigurvegarinn Roger Federer var á toppi listans með næstum £50milljónir punda í tekjur utan vallar á síðasta ári. Fimmfaldur risamótameistari,  Phil Mickelson var sá af kylfingunum, sem var tekjuhæstur og í 3. sæti, en hann var með  £41milljóna auglýsingasamning (5 milljarða 740 milljónir íslenskra króna), 2016, við Callaway, Amgen, Barclays, Exxon, KPMG og Rolex. Þessi elskaði kylfingur af golfáhangendum, Phil Mickelson var því meðal tekjuhæstu íþróttamanna 2016. Þrátt fyrir að hafa einungis spilað 4 hringi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Marie Fourquier (12/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Það voru 7 stúlkur sem höfnuði í 51. sæti allar á samtals 4 yfir pari, 364 höggum, en þetta eru þær: María Beautell; Marie Fourquier,Julie Maisongrosse, Elizabeth Mallett; Jessica Lesa meira