PGA: Justin Thomas m/ 7 högga forystu e. 54 holur á Sony Open
Justin Thomas er enn í forystu á Sony Open á Hawaii og nú er forskot hans á næsta mann orðið 7 högg og hringurinn í kvöld eiginlega bara formsatriði. Justin Thomas er samtals búinn að spila á 22 undir pari, 188 höggum (59 64 65). Í 2. sæti er Zach Johnson á samtals 15 undir pari og 3 deila 3. sætinu fyrir lokahringinn en það eru Justin Rose, Hudson Swafford og Gary Woodland, sem allir eru búnir að spila á 14 undir pari, hver. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Sony Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Sony Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:
Nýju stúlkurnar á LPGA: Brittany Benvenuto (24/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa 20 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Í gær var byrjað að kynna þær sem voru jafnar í 29. sæti en það eru: Jenny Coleman; Emily Tubert; Brittany Benvenuto; Daniela Darquea; Mina Harigae og Lauren Kim. Þær léku allar á samtals sléttu pari, 360 höggum. Lesa meira
Rickie Fowler ein af sleggjum PGA Tour
Rickie Fowler er ein af sleggjum PGA Tour; er m.a. í 15. sæti yfir unnin högg utan teigs. Mest af krafti hans kemur af öflugri baksveiflu; en gagnrýnendur hafa bent á hæð Fowler og sagt að kraftur hans sé einungis afleiðing framfara í tækni þ.e. betri kylfa. Claude Harmon III golfkennari gerði myndskeið af Rickie og má sjá þar sem hann slær með persimmon trékylfum, sem notaðar voru í gamladaga og þegar höggið var mælt mældist það vera 274 yardar (250 metra) og með rúlli boltans 292 yarda (267 metra). Sjá má högg hans með persimmon kylfunni í grein Golf Digest með því að SMELLA HÉR: Þessi lengd myndi vera Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hrönn Harðardóttir – 14. janúar 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Hrönn Harðardóttir. Hún er fædd 14. janúar 1960 og er því 57 ára í dag. Hrönn Harðardóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: John Paul Cain, 14. janúar 1936 (81 árs); CL “Gibby” Gilbert Jr., 14. janúar 1941 (76 ára); Graham Vivian Marsh 14. janúar 1944 (73 ára); Tom Sieckmann, 14. janúar 1955 (62 ára); Félagsmiðstöðin Ásinn (36 ára); Marie Fourquier, (frönsk á LET) 14. janúar 1991 (26 ára); Gunnar Smári Þorsteinsson, GR, 14. janúar 1996 (21 árs); Elin Henriksen ….. og ….. Kaffi Zimsen Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Sideri Vanova (14/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Það voru 7 stúlkur sem höfnuði í 51. sæti allar á samtals 4 yfir pari, 364 höggum, en þetta eru þær: María Beautell; Marie Fourquier,Julie Maisongrosse, Elizabeth Mallett; Jessica Lesa meira
PGA: Justin Thomas í forystu á Sony Open e. 2. dag
Justin Thomas leiðir á Sony Open í hálfleik og ekki nóg með það, hann er búinn að setja enn eitt metið; er á besta skorinu e. 36 holur í mótinu. Thomas er búinn að spila á samtals 17 undir pari, 123 högg (59 64). Í 2. sæti, 5 höggum á eftir Justin Thomas er Gary Woodland á samtals 12 undir pari, 128 höggum (64 64) og þriðja sætinu deila 3 kylfingar: Zach Johnson, Justin Rose og Hudson Swafford; allir á samtals 10 undir pari, hver. Sjá má hápunkta 2. dags á Sony Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á Sony Open e. 2. dag með því að Lesa meira
Evróputúrinn: Storm leiðir í hálfleik á SA Open – Hápunktar 2. dags
Það er Englendingurinn Graeme Storm sem leiðir eftir 2. keppnisdag á BMW SA Open. Hann jafnaði vallarmetið á 2. hring, kom í hús á 63 höggum. Samtals er hann búinn að spila á 12 undir pari, 132 höggum (69 63). Í 2. sæti eru heimamennirnir Jbe Kruger og Trevor Fisher Jnr og Titleist erfinginn Peter Uihlein, allir 2 höggum á eftir. Til þess að sjá hápunkta 2. hrings á SA Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á SA Open SMELLIÐ HÉR:
Nýju stúlkurnar á LPGA: Daniela Darquea (23/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa 20 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Í gær var byrjað að kynna þær sem voru jafnar í 29. sæti en það eru: Jenny Coleman; Emily Tubert; Brittany Benvenuto; Daniela Darquea; Mina Harigae og Lauren Kim. Þær léku allar á samtals sléttu pari, 360 höggum. Lesa meira
John Jacobs látinn 91 árs
John Jacobs, sem lýst hefir verið sem föður golfs, er látinn 91 árs að aldri. Jacobs spilaði m.a. í Ryder bikarnum fyrir lið Evrópu, hann vann fjölda golfmóta, var framkvæmdastjóri, golfpenni og þekktur um allan heim sem frábær golfþjálfari. Jacobs var frá Yorkshire og skildi eftir sig óafmáanlegt mark á golfsöguna. Allt frá bestu kylfingum golfleiksins til algerra byrjeda, þá voru vísdómsperlur Jacobs það sem allir meðtóku á öllum stigum golfsins, en drift hans, framsýni og nýjungagirni hjálpaði til við að leggja grunn að stækkun Evróputúrsins. „John hefir réttilega verið nefndur faðir evrópsks golfs,“ sagði Ken Schofield sem tók við af honum (John Jacobs) sem framkvæmdastjóri Evróputúrsins 1975. „Hann sneri Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Birgir Albertsson Sanders og Mark O´Meara – 13. janúar 2017
Það eru tveir afmæliskylfingar í dag: Birgir Albertsson Sanders og Mark O´Meara. Birgir Albertsson er fæddur 13. janúar 1967 og á því 50 ára merkisafmæli.Birgir er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Birgir Albertsson (Innilega til hamingju með 50 ára afmælið!!!) Hinn afmæliskylfingurinn er Mark O´Meara en hann er fæddur 13. janúar 1957 í Goldsboro N-Karólínu og á því 60 ára merkisafmæli. Á ferli sínum hefir O´Meara sigrað í 34 mótum þar af í 16 mótum á PGA Tour og 4 á Evrópumótaröðinni. Segja má að árið 1998 hafi verið ár O´Meara en þá sigraði hann Lesa meira










