Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Jessica Bradley (16/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Það voru 7 stúlkur sem höfnuði í 51. sæti allar á samtals 4 yfir pari, 364 höggum, en þetta eru þær: María Beautell; Marie Fourquier,Julie Maisongrosse, Elizabeth Mallett; Jessica Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2017 | 12:00

Japanskur golfklúbbur beðinn að leyfa kvenkylfingum aðgang

Kasumigaseki Country Club leyfir sem stendur aðeins karlmönnum aðgang, en þetta er klúbburinn hvers völlur verður notaður í Ólympíuleikunum í Tokyo 2020.   Golfið er enn að reyna að ná fótfestu sem Ólympíugrein og það er ekki bara í Evrópu sem kvenkylfingum er enn ekki leyfður aðgangur að öllum klúbbum og völlum. Kvenkylfingar keppa svo sannarlega líka á Ólympíuleikunum og nú sl. sumar voru bestu kvenkylfingar íþróttarinnar við keppni á Ólympíuleikunum, en gullið vann Inbee Park frá S-Kóreu eftir úrslitaleik gegn besta kvenkylfinga skv. Rolex-heimslistanum, Lydiu Ko. Þrátt fyrir velgengni kvenkylfinga á Ólympíuleikunum í Brasilíu þá virðist sem leikarnir 2020 eigi að fara fram á golfvelli klúbbs sem meinar konum inngöngu, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2017 | 10:00

Hvað var í sigurpoka Justin Thomas?

Justin Thomas skrifaði sig svo sannarlega í golfsögubækur á Sony Open, sem lauk í gærkvöldi á Hawaii. Hann varð aðeins 7. kylfingurinn til þess að ná því að vera á 59 höggum í PGATour móti og eins setti hann met yfir besta skor í móti e. 36 holur, 54 holur og 72 holur. Síðan átti hann 7 högg á næsta keppanda, sem er stórglæsilegt. Eftirfarandi verkfæri voru í poka Thomas: Dræver: Titleist 917D3 (Mitsubishi Rayon Diamana BF 60TX skaft), 9.5°. 3-tré: Titleist 917F3 (Mitsubishi Rayon S+ Limited Edition 80TX skaft), 15°. Járn: Titleist 712U (2; True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 skaft), Titleist 716MB (4-9; True Temper Dynamic Gold Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2017 | 08:00

DJ og Paulina Gretzky með nýtt tónlistarmyndskeið

Þau skötuhjú Dustin Johnson (DJ) og Paulina Gretzky eru nú saman í skíðafríi í Colorado. DJ að hlaða batteríin fyrir átökin á PGAtour keppnistímabilið 2017 Og nú þegar þau eru í burtu hafa þau birt 3. Instragram tónlistarmyndskeiðið af sér þar sem þau dansa við tónlist Beyonce í þetta sinn, þ.e. lagið „Single Ladies.“ Áður hafa þau gert myndskeið við „Fancy“ með Iggy Azalea og „Party in the USA“ með Miley Cyrus. Sjá má nýjustu tónlistarafurð DJ og Paulinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2017 | 07:00

PGA: Justin Thomas sigraði á Sony Open – Hápunktar 4. dags

Það kemur víst fæstum á óvart að það var Justin Thomas sem stóð uppi sem sigurvegari á Sony Open. Hann lék á samtals á 27 undir pari, 253 höggum (59 64 65 65), sem er sögulegt met eftir hvern hring, en Thomas var í forystu allt mótið. Í 2. sæti varð Justin Rose, 7 höggum á eftir nafna sínum, eða á samtals 20 undir pari og í 3. sæti varð síðan Jordan Spieth á samtals 19 undir pari.  Kevin Kisner og Jamie Lovemark deildu síðan 4. sætinu á samtals 18 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Sony Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta Sony Open SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Emily Tubert (25/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa 20 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Í gær var byrjað að kynna þær sem voru jafnar í 29. sæti en það eru: Jenny Coleman; Emily Tubert; Brittany Benvenuto; Daniela Darquea; Mina Harigae og Lauren Kim. Þær léku allar á samtals sléttu pari, 360 höggum. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ellý Erlingsdóttir og Árni Þór Freysteinsson – 15. janúar 2017

Það eru Árni Þór Freysteinsson og Ellý Erlingsdóttir, sem er afmæliskylfingar dagsins. Árni Þór er fæddur 15. janúar 1966 og á því 51 árs afmæli í dag. Hann er Akureyringur sem býr í Hafnarfirði og er snjall kylfingur. Árni Þór er í Golfklúbbi Setbergs og er í sambandi með Sigriði Hyldahl Björnsdóttur. Komast má á facebook síðu stórafmæliskylfingsins til þess að óska Árna Þór til hamingju með afmælið hér að neðan: Árni Þór Freysteinsson (Innilega til hamingju með afmælið!) Ellý fæddist 15. janúar 1962. Ellý er í Golfklúbbnum Keili og þar að auki mikill FH-ingur. Hún er fyrrum bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Ellý er gift Emil Lárus Sigurðssyni, lækni og eiga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Elizabeth Mallett (15/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Það voru 7 stúlkur sem höfnuði í 51. sæti allar á samtals 4 yfir pari, 364 höggum, en þetta eru þær: María Beautell; Marie Fourquier,Julie Maisongrosse, Elizabeth Mallett; Jessica Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2017 | 13:15

Evróputúrinn: Graeme Storm sigraði e. bráðabana v/ Rory á BMW SA Open

Það var  Graeme Storm sem stóð uppi sem sigurvegari á BMW SA Open. Hann lék líkt og Rory McIlroy á samtals 18 undir pari, 270 höggum; Storm (69 63 67 71) og Rory (67 68 67 68). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra Storm og Rory og þar hafði Storm betur. Fyrst var par-4 18. holan spiluð að nýju og þar var allt í járnum eftir 1. umferð, en báðir fengu þeir Rory og Graeme Storm par á holuna. Svo var 4. par 18. holan spilað að nýju og enn hélt taugstríðið áfram – báðir á pari. Í 3. umferð var það síðan Storm sem hafði betur, rétt missti fuglapútt meðan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2017 | 08:00

GK: Þorrablót haldið 20. jan. n.k.

Þorrablót Golfklúbbsins Keilis verður haldið  20. janúar n.k. (bóndadaginn) í Golfskála Keilis. Húsið verður opnað kl. 19:30 Að venju verður boðið upp á hákarl og ískalt brennivín í startið. Borðhald hefst kl. 20:00 Matseðill kvöldsins: Þorramatur, Gunnar Hansson leikari verður blótstjóri og Ingvar Jónsson verður á kantinum með gítarinn. Keilisfélagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Í fyrra var uppselt, aðeins verða seldir 65 miðar. Miðaverð er kr. 5.000 Skráning á pga@keilir.is