Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2017 | 21:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-6 e. 1. dag á Red Sea Egyptian Classic

Þórður Rafn Gissuarson, atvinnukylfingur úr GR, lék fyrsta hring á Red Sea Egyptian Classic mótinu í dag, en mótið er hluti af Pro Golf Tour, mótaröðinni þýsku. Mótið fer að venju fram í Ain Sokhna í Egyptalandi. Þórður Rafn lék fyrsta hringinn á 3 undir pari, 69 höggum og er T-6 í mótinu eftir 1. dag. Hann fékk 6 fugla 1 skolla og 1 skramba á hringnum í dag. Sjá má stöðuna á Red Sea Egyptian Classic mótinu með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2017 | 20:00

Justin Thomas kaupir sér nýjan bíl f. hluta af verðlaunafénu frá Hawaii

Justin Thomas sigraði á fyrstu tveimur mótum PGA Tour á árinu 2017: SBS Tournament of Champions og viku síðar Sony Open. Á seinna mótinu setti hann allskyns met, s.s. margtuggið er, m.a. náði hann hring upp á 59 í PGA Tour móti og varð sá yngsti sem það hefir tekist og er einn af aðeins 7 sem það hefir tekist. Hann var með metskor á Sony Open eftir 36 holur, 54 holur og 72 holur og ….. Hann vann sér inn $2.3 milljónir á aðeins 2 vikum, ekki slæmt mánaðarkaup það!!! Og hvað gera 23 ára ungir menn með fullt af pening? Hann keypti sér nýjan bíl og má sjá meðfylgjandi mynd af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2017 | 19:00

Myndir af kærustu Rory – Ericu Stoll

Rory hætti með tennisstjörnunni Caroline Wozniacki árið 2014. Boðskortin í brúðkaup þeirra höfðu að nokkru verið send út þegar Rory, sem nú er 27 ára, ákvað „að hann væri ekki tilbúinn í það sem gifting hefði falið í sér.“ Nú hefir Rory upplýst að hann sé yfir sig ánægður með nýju kærustuna Ericu Stoll, sem kynnt var til sögunnar liltu síðar en hann sagðist vera á „góðum stað“ eftir að hafa trúlofast Stoll, sem er fyrrum starfsmaður PGA, sem hann kynntist á Palm Beach í Flórída. Rory sem m.a. hefir sigrað á Opna bandaríska risamótinu og verið í nokkrum sigurliðum Ryder bikarsins sagði: „Það sem ég elska er að við vorum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2017 | 17:00

LPGA: Styttist í fyrsta mótið hjá Ólafíu Þórunni á Bahamas

Það styttist í að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefji keppni á sínu fyrsta móti á sterkustu atvinnumótaröð heims í kvennaflokki, LPGA. Pure Silk Bahamas mótið fer fram á Paradísareyju á Bahamas dagana 26.-29. janúar. Þetta er í fimmta sinn sem mótið fer fram á Ocean Club golfvellinum. Keppnisvöllurinn er rétt rúmlega 6.000 metra langur og er par vallar 73 högg. Heildarverðlaunaféð er rétt rúmlega 160.000 milljónir kr. Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu hefur titil að verja á mótinu. Kim lék á 274 höggum í fyrra (-18) 70-70-68-66. Hún var tveimur höggum betri en Stacy Lewis, Anna Nordqvist og Sei Young Kim sem sigraði á þessu móti árið 2015. Í fyrra var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Unnur Pétursdóttir – 17. janúar 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Unnur Pétursdóttir. Unnur er fædd 17. janúar 1957 og á því 60 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Unnur Pétursdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmælí í dag eru: Olin Dutra, f. 17. janúar 1901 – d. 5. maí 1983; Jimmy Powell, 17. janúar 1935 (82 ára); Sólrún Viðarsdóttir, 17. janúar 1962 (55 ára); Nina Muehl, 17. janúar 1987 (30 ára STÓRAFMÆLI!!! – austurrísk – LET); Lucie Andrè, 17. janúar 1988 (29 ára); Birnir Valur Lárusson (DJ Binni), 17. janúar 2001 (16 ára)  …. og ….. Golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Chloe Williams (17/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Það voru 4 stúlkur sem höfnuði í 47. sæti allar á samtals 3 yfir pari, 363 höggum, en þetta eru þær: Saaniya Sharma, Ainil Bakar, Nina Pegova og Chloe Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2017 | 07:00

Rory frá keppni vegna meiðsla

Rory McIlroy hefir dregið sig úr keppni í Abu Dhabi HSBC Championship, í þessari viku eftir að í ljós komu meiðsli á rifbeinum hjá honum eftir röntgenmyndatökur. Í raun ætlaði Rory ekkert að taka þátt í BMW SA Open, þar sem hann var farinn að finna fyrir verkjum og þreytu en barðist í gegnum mótið á verkjalyfjum, þar sem hann beið loks í lægra haldi fyrir Graeme Storm í bráðabana en krækti sér þó í 2. sætið. Ekkert er vitað hvenær Rory snýr aftur til keppni á þessari stundu en Rory er mjög leiður að geta ekki keppt. Í fréttatilkynningu frá honum sagði m.a.: „Ég hugsa að alliar viti hversu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Jennifer Coleman (26/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa 20 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Í gær var byrjað að kynna þær sem voru jafnar í 29. sæti en það eru: Jenny Coleman; Emily Tubert; Brittany Benvenuto; Daniela Darquea; Mina Harigae og Lauren Kim. Þær léku allar á samtals sléttu pari, 360 höggum. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ásta Birna og Kristján Þór – 16. janúar 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru Ásta Birna Magnúsdóttir og Kristján Þór Gunnarsson. Ásta Birna er fædd 16. janúar 1988 og á því 29 ára afmæli í dag – Kristján Þór er fæddur 16. janúar 1958 og er því 59 ára. Ásta Birna býr í Þýskalandi sem stendur og leikur þar með Golf Club Lippstadt, en var þar áður í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Kristján Þór er í GKG. Ásta Birna er í sambandi með Markus Kröner en Kristján Þór kvæntur Guðrúnu Huldu Birgisdóttur og eiga þau 4 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Ásta Birna Magnúsdóttir (29 ára – Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2017 | 15:15

Heimslistinn: Justin Thomas kominn í 8. sæti

Eftir glæsilegan sigur sinn á Sony Open er Justin Thomas kominn á topp-10 á heimslistanum, nánar tiltekið 8. sætið. Fyrir mótin tvö á Hawaii var Thomas í 21. sæti en hækkaði síðan i 12. sætið eftir sigurinn á SBS Tournament of Champions. Síðan er hann enn búinn að hækka sig um 4 sæti eftir stórglæsilega frammistöðu á Sony Open. Nú er hann sem sagt í 8. sæti. Staða efstu 10 kylfinga er eftirfarandi: 1 sæti Jason Day 2 sæti Rory McIlroy 3 sæti Dustin Johnson 4 sæti Henrik Stenson 5 sæti Jordan Spieth 6 sæti HIdeki Matsuyama 7 sæti Adam Scott 8 sæti Justin Thomas 9 sæti Patrick Reed 10 Lesa meira