Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-6 e. 1. dag á Red Sea Egyptian Classic
Þórður Rafn Gissuarson, atvinnukylfingur úr GR, lék fyrsta hring á Red Sea Egyptian Classic mótinu í dag, en mótið er hluti af Pro Golf Tour, mótaröðinni þýsku. Mótið fer að venju fram í Ain Sokhna í Egyptalandi. Þórður Rafn lék fyrsta hringinn á 3 undir pari, 69 höggum og er T-6 í mótinu eftir 1. dag. Hann fékk 6 fugla 1 skolla og 1 skramba á hringnum í dag. Sjá má stöðuna á Red Sea Egyptian Classic mótinu með því að SMELLA HÉR:
Justin Thomas kaupir sér nýjan bíl f. hluta af verðlaunafénu frá Hawaii
Justin Thomas sigraði á fyrstu tveimur mótum PGA Tour á árinu 2017: SBS Tournament of Champions og viku síðar Sony Open. Á seinna mótinu setti hann allskyns met, s.s. margtuggið er, m.a. náði hann hring upp á 59 í PGA Tour móti og varð sá yngsti sem það hefir tekist og er einn af aðeins 7 sem það hefir tekist. Hann var með metskor á Sony Open eftir 36 holur, 54 holur og 72 holur og ….. Hann vann sér inn $2.3 milljónir á aðeins 2 vikum, ekki slæmt mánaðarkaup það!!! Og hvað gera 23 ára ungir menn með fullt af pening? Hann keypti sér nýjan bíl og má sjá meðfylgjandi mynd af Lesa meira
Myndir af kærustu Rory – Ericu Stoll
Rory hætti með tennisstjörnunni Caroline Wozniacki árið 2014. Boðskortin í brúðkaup þeirra höfðu að nokkru verið send út þegar Rory, sem nú er 27 ára, ákvað „að hann væri ekki tilbúinn í það sem gifting hefði falið í sér.“ Nú hefir Rory upplýst að hann sé yfir sig ánægður með nýju kærustuna Ericu Stoll, sem kynnt var til sögunnar liltu síðar en hann sagðist vera á „góðum stað“ eftir að hafa trúlofast Stoll, sem er fyrrum starfsmaður PGA, sem hann kynntist á Palm Beach í Flórída. Rory sem m.a. hefir sigrað á Opna bandaríska risamótinu og verið í nokkrum sigurliðum Ryder bikarsins sagði: „Það sem ég elska er að við vorum Lesa meira
LPGA: Styttist í fyrsta mótið hjá Ólafíu Þórunni á Bahamas
Það styttist í að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefji keppni á sínu fyrsta móti á sterkustu atvinnumótaröð heims í kvennaflokki, LPGA. Pure Silk Bahamas mótið fer fram á Paradísareyju á Bahamas dagana 26.-29. janúar. Þetta er í fimmta sinn sem mótið fer fram á Ocean Club golfvellinum. Keppnisvöllurinn er rétt rúmlega 6.000 metra langur og er par vallar 73 högg. Heildarverðlaunaféð er rétt rúmlega 160.000 milljónir kr. Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu hefur titil að verja á mótinu. Kim lék á 274 höggum í fyrra (-18) 70-70-68-66. Hún var tveimur höggum betri en Stacy Lewis, Anna Nordqvist og Sei Young Kim sem sigraði á þessu móti árið 2015. Í fyrra var Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Unnur Pétursdóttir – 17. janúar 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Unnur Pétursdóttir. Unnur er fædd 17. janúar 1957 og á því 60 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Unnur Pétursdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmælí í dag eru: Olin Dutra, f. 17. janúar 1901 – d. 5. maí 1983; Jimmy Powell, 17. janúar 1935 (82 ára); Sólrún Viðarsdóttir, 17. janúar 1962 (55 ára); Nina Muehl, 17. janúar 1987 (30 ára STÓRAFMÆLI!!! – austurrísk – LET); Lucie Andrè, 17. janúar 1988 (29 ára); Birnir Valur Lárusson (DJ Binni), 17. janúar 2001 (16 ára) …. og ….. Golf Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Chloe Williams (17/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Það voru 4 stúlkur sem höfnuði í 47. sæti allar á samtals 3 yfir pari, 363 höggum, en þetta eru þær: Saaniya Sharma, Ainil Bakar, Nina Pegova og Chloe Lesa meira
Rory frá keppni vegna meiðsla
Rory McIlroy hefir dregið sig úr keppni í Abu Dhabi HSBC Championship, í þessari viku eftir að í ljós komu meiðsli á rifbeinum hjá honum eftir röntgenmyndatökur. Í raun ætlaði Rory ekkert að taka þátt í BMW SA Open, þar sem hann var farinn að finna fyrir verkjum og þreytu en barðist í gegnum mótið á verkjalyfjum, þar sem hann beið loks í lægra haldi fyrir Graeme Storm í bráðabana en krækti sér þó í 2. sætið. Ekkert er vitað hvenær Rory snýr aftur til keppni á þessari stundu en Rory er mjög leiður að geta ekki keppt. Í fréttatilkynningu frá honum sagði m.a.: „Ég hugsa að alliar viti hversu Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA: Jennifer Coleman (26/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa 20 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Í gær var byrjað að kynna þær sem voru jafnar í 29. sæti en það eru: Jenny Coleman; Emily Tubert; Brittany Benvenuto; Daniela Darquea; Mina Harigae og Lauren Kim. Þær léku allar á samtals sléttu pari, 360 höggum. Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Ásta Birna og Kristján Þór – 16. janúar 2017
Afmæliskylfingar dagsins eru Ásta Birna Magnúsdóttir og Kristján Þór Gunnarsson. Ásta Birna er fædd 16. janúar 1988 og á því 29 ára afmæli í dag – Kristján Þór er fæddur 16. janúar 1958 og er því 59 ára. Ásta Birna býr í Þýskalandi sem stendur og leikur þar með Golf Club Lippstadt, en var þar áður í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Kristján Þór er í GKG. Ásta Birna er í sambandi með Markus Kröner en Kristján Þór kvæntur Guðrúnu Huldu Birgisdóttur og eiga þau 4 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Ásta Birna Magnúsdóttir (29 ára – Lesa meira
Heimslistinn: Justin Thomas kominn í 8. sæti
Eftir glæsilegan sigur sinn á Sony Open er Justin Thomas kominn á topp-10 á heimslistanum, nánar tiltekið 8. sætið. Fyrir mótin tvö á Hawaii var Thomas í 21. sæti en hækkaði síðan i 12. sætið eftir sigurinn á SBS Tournament of Champions. Síðan er hann enn búinn að hækka sig um 4 sæti eftir stórglæsilega frammistöðu á Sony Open. Nú er hann sem sagt í 8. sæti. Staða efstu 10 kylfinga er eftirfarandi: 1 sæti Jason Day 2 sæti Rory McIlroy 3 sæti Dustin Johnson 4 sæti Henrik Stenson 5 sæti Jordan Spieth 6 sæti HIdeki Matsuyama 7 sæti Adam Scott 8 sæti Justin Thomas 9 sæti Patrick Reed 10 Lesa meira










