Nýju stúlkurnar á LET 2017: Ainil Bakar (19/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Það voru 4 stúlkur sem höfnuði í 47. sæti allar á samtals 3 yfir pari, 363 höggum, en þetta eru þær: Saaniya Sharma, Ainil Bakar, Nina Pegova og Chloe Lesa meira
Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-29 e. 2. dag í Egyptalandi
Þórður Rafn Gissuarson, atvinnukylfingur úr GR, lék annan hring á Red Sea Egyptian Classic mótinu í dag, en mótið er hluti af Pro Golf Tour, mótaröðinni þýsku. Mótið fer að venju fram í Ain Sokhna í Egyptalandi. Þórður Rafn er samtals búinn að spila á sléttu pari. 144 höggum (69 75). Hann fékk 2 fugla 3 skolla og 1 skramba á hringnum í dag. Sjá má stöðuna á Red Sea Egyptian Classic mótinu með því að SMELLA HÉR:
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Stephanie Meadow (28/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa 26 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Nú næst verða þær tvær kynntar sem deildu 27. sætinu en það eru Stephanie Meadow og Emily Pedersen. Emily var kynnt í gær og í dag er komið að Stephanie Meadow. Stephanie Meadow fæddist 20. janúar 1992 og er Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Orri Bergmann Valtýsson – 18. janúar 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Orri Bergmann Valtýsson. Orri er í GK og fæddur 18. janúar 1996 og á 21 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Orri Bergmann Valtýsson, Innilega til hamingju með 21 árs afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Buell Patrick Abbott 18. janúar 1912 – 1984 (105 ára fæðingarafmæli í dag!); Anna Sigríður Carlsdóttir, 18. janúar 1948 (69 ára) Guðný María Guðmundsdóttir,18. janúar 1955 (62 ára); Þóra Jónsdóttir, 18. janúar 1964 (53 ára); Rúnar Pálsson, 18. janúar 1965 (51 árs); Heiðar Ingi Svansson, 18. janúar 1968 (49 ára); Belinda Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Nina Pegova (18/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Það voru 4 stúlkur sem höfnuði í 47. sæti allar á samtals 3 yfir pari, 363 höggum, en þetta eru þær: Saaniya Sharma, Ainil Bakar, Nina Pegova og Chloe Lesa meira
Henrik Stenson íþróttamaður Svíþjóðar
Henrik Stenson hlaut heiðurstitilinn íþróttamaður ársins í Svíþjóð við viðhöfn í Stokkhólmi í fyrrdag þ.e. mánudagskvöld. Þetta er í 2. skiptið á 3 árum sem honum hlotnast titillinn. Hann hefir áður hlotið útnefningu frá sambandi golffréttaritara (AGW = Association of Golf Writers) og eins var hann valinn kylfingur ársins (2016) á Evróputúrnum. Stenson er einnig fyrsti karlkylfingurinn til þess að hljóta gullmedalíu Svenska Dagbladet’s í heiðursskyni fyrir frábæran sigur Stenson á Opna breska s.l. sumar þegar hann hafði betur í viðureign gegn Phil Mickelson á Royal Troon. Þetta var fyrsti risamótssigur Stenson.
Thomas Björn fær að velja 4 kylfinga í Ryder bikarslið Evrópu
Thomas Björn fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum 2018 fær að velja 4 leikmenn (oft nefnd wildcards á ensku og þýtt „villt kort“ í lélegri íslenskri þýðingu) í Ryder bikars lið Evrópu. Björn, sem útnefndur var fyrirliði Evrópu í desember s.l. mun væntanlega reyna að ná Ryder bikarnum aftur til Evrópu á Le Golf National í Frakklandi á næsta ári. Nokkrar nýjar reglur hafa tekið gildi. Nú er lið Evrópu skipað þannig að fyrstu fjórir í liðið eru þeir sem efstir eru á stigalista Evrópu og síðan 4 efstu á heimslistanum. Síðan fær Björn að velja 4 leikmenn. Björn er ánægður með að hafa meira að segja um hvernig lið hans Lesa meira
Lydia Ko vill jöfn laun karla og kvenna í golfi
Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Lydia Ko, hefir sagt í viðtali að hún vildi að gríðarlegt bil milli launa (verðlaunafjár) karla og kvenna í mótum í golfinu myndi minnka. „Vonandi verða (launin) jöfn, einn daginn,“ sagði Ko í viðtali við AFP (Agence France Presse) og sagði að félagar hennar á LPGA hefðu mikilvægu hlutverki að gegna í að minnka launabilið í þessari íþróttagrein, þar sem alltaf er vonast eftir að kvenkylfingum fari fjölgandi. „Eitt af hlutverkum okkar er augljóslega að spila frábært golf, en einnig að hafa áhrif á leikinn,“ sagði Ko í símaviðtali frá heimili sínu í Flórida, en þar staðfesti hún m.a. að hún muni taka þátt í Lesa meira
Skráning hafin í einkakennslu hjá Birgi Leif
Nú gefst þér einstakt tækifæri til að koma þér í form fyrir sumarið. Birgir Leifur Hafþórsson, margfaldur Íslandsmeistari og PGA menntaður golfkennari ætlar samhliða keppnisgolfinu að bjóða upp á einkakennslu í Golfakademíu Birgis Leifs. Birgir Leifur mun hjálpa þér að komast í form fyrir sumarið og gera með þér plan til þess að bæta þinn leik. Í boði er: Einkakennsla 30 mín kr. 6.000, – í Trackman greiningartæki kr. 7.000 Einkakennsla 60 mín kr. 12.000, – í Trackman greiningartæki kr. 14.000 Séu keyptir þrír tímar eða fleiri þá er 10% afsláttur. Kennslan fer fram í æfingaaðstöðu GKG eða eftir öðru samkomulagi. Til að bóka tíma þá vinsamlegast sendið tölvupóst á Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA: Emily Pedersen (27/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa 26 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Nú næst verða þær tvær kynntar sem deildu 27. sætinu en það eru Stephanie Meadow og Emily Pedersen og byrjað á Emily. Emily Kristine Pedersen fæddist 7. mars 1996 í Kaupmannahöfn og er því 20 ára. Hún býr í Lesa meira










