Afmæliskylfingur dagsins: Þórhallur Sigurðsson – 20. janúar 2017
Það er Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórhallur er fæddur 20. janúar 1947 og á því 70 ára afmæli í dag!!! Laddi er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Þórhallur Sigurðsson – Innilega til hamingju með 70 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir (69 ára); Tom Carter, 20. janúar 1968 (49 ára); Peter Hedblom, 20. janúar 1970 (47 ára); Fredrik Anderson Hed, 20. janúar 1972 (45 ára); Konráð V. Þorsteinsson (44 ára);Silja Rún Gunnlaugsdóttir, 20. janúar 1974 (43 ára); Derek Fathauer, 20. janúar 1986 (31 árs)…. og …… Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Saaniya Sharma (20/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Það voru 4 stúlkur sem höfnuði í 47. sæti allar á samtals 3 yfir pari, 363 höggum, en þetta eru þær: Saaniya Sharma, Ainil Bakar, Nina Pegova og Chloe Williams. Lesa meira
Caroline Wozniacki hissa á ummælum Rory
Rory McIlroy tjáði sig um allt milli himins og jarðar í viðtali við Paul Kimmage hjá Irish Independant – allt frá SMS-um sem hann fær um miðja nótt frá Tiger Woods að sambandi sínu við kærustuna Ericu Stoll. Hér er hluti af því sem Rory sagði um Stoll: „Ég hélt á þeim tíma að það að vera með einhverri sem væri í sömu stöðu og ég væri augljósa svarið. En það er það ekki vegna þess að maður sleppur aldrei frá því. Maður getur aldrei losað sjálfan sig og komið aftur í hversdagsleikann. Það er þess vegna sem mér finnst ég vera á svo góðum stað núna. Mér finnst ekki eins og Erica Lesa meira
GSÍ: Íslenska landsliðið verður í Cross-fatnaði
Golfsamband Íslands og Altis heildverslun hafa samið um að landslið Íslands muni nota Cross golffatnað í keppnum og á ferðum sínum fyrir Íslandshönd til næstu fjögurra ára. Brynjar Eldon Geirsson, Stefán Garðarsson og Þórunn Inga Ingjaldsdóttir undirrituðu samninginn í vikunni. Cross er sænskt golfmerki, hannað fyrir kylfinga síðan 1986. Cross hefur verið í samstarfi við Altis síðastliðin fjögur ár en Altis er meðal annars með verslun í Bæjarhrauni 8. Þetta er liður í því að kynna vörumerkið Cross á Íslandi, við erum gríðalega stolt og full tilhlökkunar fyrir komandi samvinnu er haft eftir Þórunni Ingu Ingjaldsdóttir framkvæmdastjóra íþróttasviðs Altis. „Það er okkur sérstakt ánægjuefni að geta boðið afrekskylfingum sem spila Lesa meira
NK: Nökkvi kjörinn Íþróttamaður Seltjarnarness
Nökkvi Gunnarsson, einn fremsti kylfingur Nesklúbbsins til fjölda ára var á þriðjudaginn valinn íþróttamaður Seltjarnarness 2016 í kjöri Íþróttamanns- og konu Seltjarnarness sem fór fram að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Kjörið fór fram í 24. skiptið en það var fyrst haldið 1993. Kjörið er í umsjón Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, sem vill með kjörinu vegja athygli á gildi íþrótta og stuðla enn frekar að öflugu íþrótta- og tómstundalífi á Seltjarnarnesi. Íþróttakona Seltjarnarness var kjörin Fanney Hauksdóttir kraftlyftingakona. Þá voru veitt verðlaun til landsliðsfólks, ungs og efnilegs íþróttafólks, Íslandsmeistara auk þess sem veitt voru voru sérstök verðlaun fyrir félagsmálafrömuði á Seltjarnarnesi. Á hófinu fengu einnig þrír ungir og efnilegir kylfingar Lesa meira
Pro Golf Tour: Þórður Rafn lauk leik í 35. sæti í Egyptalandi
Þórður Rafn Gissurarson , GR, lék 3. og síðasta hring sinn á Red Sea Egyptian Classic mótinu , sem fram fór í Ain Sokhna, Egyptalandi, í dag, en mótið er hluti af hinni þýsku Pro Golf Tour. Hann lék lokahringinn á 3 yfir pari, 75 höggum _ fékk 4 fugla, 5 skolla og 1 skramba. Samtals lék Þórður Rafn á 3 yfir pari (69 75 75) og varð T-35. Næsta mót hjá Þórði Rafn er 23. janúar Red Sea Ain Sokhna Classic, sem einnig er haldið í Egyptalandi. Sjá má lokastöðuna á Red Sea Egyptian Classic mótinu með því að SMELLA HÉR:
Nýju stúlkurnar á LPGA: Nicole Broch Larsen (29/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa 28 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Nú næst verða þær sem deildu 24. sætinu, en það voru 3 stúlkur sem allar léku á samtals 2 undir pari, 358 höggum: áhugamaðurinn Bronte Law (75 68 73 70 72); Aditi Ashok frá Indlandi (73 70 71 71 Lesa meira
Evróputúrinn: Stenson efstur í Abu Dhabi – Hápunktar 1. dags
Íþróttamaður Svíþjóðar 2016, Henrik Stenson, er efstur eftir 1. dag Abu Dhabi HSBC Championship. Stenson lék 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum – fékk 8 fugla og 10 pör – þ.e. skilaði skollalausu fallegu skorkorti. Öðru sætinu deila Martin Kaymer, Kiradech Aphibarnrat, Oliver Fisher og Marc Warren; allir á 6 undir pari, 2 höggum á eftir Stenson. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Abu Dhabi HSBC Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna e. 1. dag á Abu Dhabi HSBC Championship SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Elías Björgvin Sigurðsson – 19. janúar 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Elías Björgvin Sigurðsson. Elías fæddist 19. janúar 1997 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Eins er Elías Björgvin aðstoðarþjálfari hjá HK. Komast má á facebook síðu Elíasar Björgvins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Elías Björgvin Sigurðsson (20 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mary Mills 19. janúar 1940 (77 ára); Adele Peterson, 19. janúar 1963 (54 ára); Angels Love Nails , 19. janúar 1972 (45 ára); Doug Norman LaBelle II, 19. janúar 1975 (42 ára); Brian Harman, Lesa meira
KPMG skrifar undir samning við Ólafíu Þórunni
KPMG skrifaði undir samning við rísandi golfstjörnu Íslands, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Ólafía Þórunn verður þannig í hópi Stacy Lewis og Mariah Stackhouse sem merkisberar KPMG á LPGA. KPMG á Íslandi kynnir í dag alþjóðlegan stuðningssamning við atvinnukylfinginn Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Á mótaröðinni hittir hin 24 ára Ólafía Þórunn fyrir aðra tvo sendiherra KPMG, tvöfaldan sigurvegara á risamóti LPGA, Stacy Lewis sem er nú í 14 sæti heimslistans og hina rísandi stjörnu Mariah Stackhouse. Eins og hinir sendiherrar KPMG mun Ólafía Þórunn vera með logo KPMG framan á húfu sinni þegar hún keppir á LPGA 2017. Ólafía Þórunn vann sér inn keppnisréttinn á LPGA mótaröðinni 2017 með því að enda í Lesa meira










