Nýju stúlkurnar á LET 2017: Amber Ratcliffe (22/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Í gær var byrjað að kynna þær sem höfnuðu í 42. sætinu; allar á samtals 2 yfir pari, 362 höggum, hver. Þetta er þær: Sharmila Nicollet frá Indlandi, sem Lesa meira
Asíutúrinn: Prayad Marksaeng sigraði á SMBC Singapore Open
Prayad Marksaeng frá Thaílandi sigraði á SMBC Singapore Open, 8 dögum fyrir 51. afmælisdag sinn. Hann var á 4 undir pari, 67 höggum lokahringinn og samtals á 9 undi rpari, 275 höggum. Marksaeng átti 1 högg á þann sem átti titil að verja Song Young Han (69, 276). Þrír aðrir kylfingar deildu 2. sætinu með Han en það voru Phachara Khongwatmai (71), Juvic Pagunsan (70) og Jbe Kruger (69) frá Suður-Afríku. Adam Scott, sem um tíma var í 1. sæti varð T-9 á samtals 6 undir pari. Mótið fór að venju fram í Sentosa golfklúbbnum á Serapong golfvellinum. Sjá má lokastöðuna á SMBC Singapore Open með því að SMELLA HÉR:
PGA: Adam Hadwin í 1. sæti f. lokahring CareerBuilders – Var á 59 höggum!!!
Kanadíski kylfingurinn Adam Hadwin lék á 59 glæsihöggum á 3. hring CareerBuilders Challenge, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Samtals ér Hadwin búinn að spila á 17 undir pari, 199 höggum (71 69 59). Á glæsihring sínum upp á 59 högg fékk Hadwin 13 fugla og 5 pör – Ótrúlega flott!!! Til þess að sjá stöðuna á CareerBuilders SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. hrings CareerBuilders SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Hatton efstur f. lokahring Abu Dhabi HSBC meistaramótsins
Það er enski kylfingurinn Tyrrell Hatton sem er efstur fyrir lokahring Abu Dhabi HSBC Championship. Hann er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 203 höggum ( 67 68 68 ). Á hæla hans aðeins 1 höggi á eftir eru Martin Kaymer, Dustin Johnson, Tommy Fleetwood, Kiradech Amphibarnrat og Pablo Larrazabal – Líklegast því að einhverjir þessara 6 taki mótið. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Abu Dhabi HSBC Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Abu Dhabi HSBC Championship, en lokahringurinn verður spilaður í dag SMELLIÐ HÉR:
Nýju stúlkurnar á LPGA: Bronte Law (31/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa 28 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Nú næst verða þær sem deildu 24. sætinu, en það voru 3 stúlkur sem allar léku á samtals 2 undir pari, 358 höggum: áhugamaðurinn Bronte Law (75 68 73 70 72); Aditi Ashok frá Indlandi (73 70 71 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jack Nicklaus —— 21. janúar 2017
Það er golfgoðsögnin og Íslandsvinurinn Jack Nicklaus sem á 77 ára afmæli í dag, en Jack er fæddur 21. janúar 1940. Golf 1 birti 2013, 12 greinar til kynningar á þessum einum besta kylfingi allra tíma og má sjá þær með því að smella hér: Jack Nicklaus 1; Jack Nicklaus 2; Jack Nicklaus 3; Jack Nicklaus 4; Jack Nicklaus 5; Jack Nicklaus 6; Jack Nicklaus 7; Jack Nicklaus 8; Jack Nicklaus 9; Jack Nicklaus 10; Jack Nicklaus 11; Jack Nicklaus 12 „Jackara“ – Jack og eiginkona hans Barbara, sem hann elskar yfir allt í heiminum! Þau hjónin eiga 5 börn. Já, Jack William Nicklaus er 77 ára í dag en Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Sharmila Nicollet (21/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Alls hafa 20 stúlkur verið kynntar en í dag verður byrjað að kynna þær sem höfnuðu í 42. sætinu; allar á samtals 2 yfir pari, 362 höggum, hver. Þetta Lesa meira
LET: Nýliðarnir hita upp
Nýliðarnir á LET áttu skemmtilegan dag saman á Dénia La Sella Golf Resort á Spáni s.l. miðvikudag. Þ.á.m. var Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, sem varð í 2. sæti á lokaúrtökumótinu, s.s. öllum er í fersku minni. Aðildar- og þróunarstjóri LET, Mike Round bauð alla nýliðana velkomna. Síðan var fundarhald m.a. um strúktúr, sýn og strategíu LET. Inn á milli var síðan slappað af og m.a. farið í borðtennis, sem virðist vera uppáhaldsiðja kylfinga þegar slappa á af.
PGA: Swafford efstur á Career Builders Challenge í hálfleik
Það er Hudson Swafford sem er í forystu í hálfleik á Career Builders Challenge. Hann er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 130 höggum (65 65). Í 2. sæti eru Ástralinn Danny Lee og Domenic Bozzelli frá Bandaríkjunum, báðir höggi á eftir Swafford þ.e. á samtals 13 undir pari, hver. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Career Builders Challenge SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Career Builders Challenge eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:
Nýju stúlkurnar á LPGA: Aditi Ashok (30/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa 28 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Nú næst verða þær sem deildu 24. sætinu, en það voru 3 stúlkur sem allar léku á samtals 2 undir pari, 358 höggum: áhugamaðurinn Bronte Law (75 68 73 70 72); Aditi Ashok frá Indlandi (73 70 71 Lesa meira










