Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Emilie Alonso (23/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Nú erum við að kynna þær sem höfnuðu  í 42. sætinu; allar á samtals 2 yfir pari, 362 höggum, hver. Þetta eru þær: Sharmila Nicollet frá Indlandi og enski kylfingurinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2017 | 13:45

Pro Golf Tour: Þórður Rafn á 68 1. dag í Egyptalandi!

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í  Red Sea Ain Sokhna Classic mótinu sem fer í Egyptalandi og er hluti af þýska Pro Golf Tour. Mótið stendur dagana 23.-25. janúar 2017 og hófst sem sagt í dag. Þórður Rafn lék á 4 undir pari, 68 höggum í dag á 1. hring – fékk 5 fugla, 12 pör og 1 skolla og er sem stendur T-5. Í efsta sæti sem stendur er Clemens Prader frá Austurríki, en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik. Sjá má stöðuna á Red Sea Ain Sokhna Classic mótinu með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2017 | 12:00

Enskur kylfingur með flest högg á holu á Web.com Tour

Enskur kylfingur, Greg Eason, sem spilar í 2. deildinni í Bandaríkjunum þ.e. á Web.com Tour setti nú helgina met, met sem fæstir vilja eiga en það er að hann setti met um flest högg á 1 holu. Eason tekur þátt í the Great Abaco Classic á Bahamas-eyjum en mótið stendur frá 22. -25. janúar og lýkur n.k. miðvikudag. Og Eason byrjar ekki vel. Fyrsti hringur hans, sem spilaður var í gær, sunnudaginn 22. janúar, var upp á 18 yfir pari, 90 högg!!!! Sjá stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:  Þetta var 3. hringur Greg Eason á 2017 keppnistímabilinu á Web.com Tour og hann hefir ekki enn brotið 90. Eason, var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2017 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Hudson Swafford?

Hudson Swafford er nafn sem er e.t.v. ekki með því þekktasta á PGA Tour. Hver er eiginlega þessi kylfingur sem sigraði í fyrsta skipti á PGA Tour í gær, 22. janúar 2017 á Career Builders Challenge? Hudson Swafford fæddist í Lakeland, Flórída 9. september 1987 og er sonur David og Jean Swafford.  Hann verður því 30 ára í haust. Hann útskrifaðist frá Maclay High School, í Tallahassee, Floridaspilaði og spilaði síðan í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of Georgia, þar sem hann hlaut BS gráðu í hagfræði, 2011 og gerðist eftir það atvinnumaður í golfi. Frá árinu 2012 hefir hann spilað  á Nationawide Tour og sigraði í fyrsta sinn á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2017 | 08:45

Hvað var í sigurpoka Hudson Swafford?

Bridgestone komst í fyrirsagnirnar þegar það gerði samning við Tiger Woods um að hann notaði bolta fyrirtækisins en það var samt Hudson Swafford sem var fyrstur til að sigra með nýju Bridgestone boltunum 2017. Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka Hudson Swafford á CareerBuilders Challenge: Bolti: Bridgestone Tour B330 Dræver: TaylorMade M1 (2017), 10.5°. 3-tré: Ping i25, 14°. 5-tré: Ping i25, 18°. Járn (4-9): Ping S55; (PW): Titleist Vokey SM6 Fleygjárn: Titleist Vokey SM6 (52°, 56° og 60°). Pútter: Odyssey Versa 2-Ball

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2017 | 08:00

GSÍ: Skemmtilegt kynningarmyndskeið Forskots með Ólafíu Þórunni

Það styttist í að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefji leik á sínu fyrsta móti á LPGA atvinnumótaröðinni. Pure Silk meistaramótið hefst þann 26. janúar á Bahamas og hefir Ólafía undirbúið sig vel að undanförnu fyrir mótið. Keppendur á mótinu eru gríðarsterkir; flestir bestu kvenkylfingar heims. Meðal þeirra sem Ólafía Þórunn keppir við eru Natalie Gulbis, Lexi Thompson, Brooke Henderson, Paula Creamer, Michelle Wie, Cheyenne Woods, Britany Lincicome, Belen Mozo, Ryann O´Toole, Sandra Gal, Gerina Piller, Caroline Hedwall ofl. ofl. heimsklassakylfingar. Forskot Afrekssjóður gerði á dögunum myndband þar sem afrek Ólafíu eru rifjuð upp með skemmtilegum hætti en myndbandið má sjá með því að  SMELLA HÉR:  Heimild: GSÍ

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2017 | 07:00

PGA: Hudson Swafford sigurvegari CareerBuilder Challenge – Hápunktar 4. dags

Það var Bandaríkjamaðurinn Hudson Swafford, sem sigraði á CareerBuilder Challenge, sem var mót vikunnar á PGA. Hann lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (65 65 71 67). Þetta er fyrsti sigur Swafford á PGA Tour. Eftir með sárt ennið sat Kanadamaðurinn Adam Hadwin, sem átti svo glæsilegan 3. hring upp á 59 högg og leiddi fyrir lokahringinn. Hann fylgdi frábærri 59unni ekki nógu vel eftir – lék á 70 höggum lokahringinn og það munaði 1 höggi á honum og Swafford – en Hadwin var með skor upp á 19 undir pari, 269 högg (71 69 59 70), sem dugði í 2. sætið. Bandarísku kylfingarnir Bud Cauley og Brian Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2017 | 20:00

Evróputúrinn: Fleetwood sigraði í Abu Dhabi

Það var enski kylfingurinn Tommy Fleetwood, sem sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu. Tommy lék á samtals 17 undir pari, 271 högg (67 67 70 67). Á hæla hans á samtals 16 undir pari voru Dustin Johnson og spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal. Þrír kylfingar deildu síðan 4. sætinu, allir á samtals 15 undir pari, hver: Martin Kaymer, Kiradech Amphibarnrat og Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger. Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Abu Dhabi HSBC mótsins SMELLIÐ HÉR:  Sjá má lokastöðuna á Abu Dhabi HSBC mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Dottie Ardina (32/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa 28 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Nú næst verða þær óheppnu kynntar, sem deildu 21. sætinu, en það voru 3 stúlkur sem allar léku á samtals 3 undir pari, 357 höggum, en hjá þeim munaði aðeins 1 höggi að þær hlytu fullan keppnisrétt á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG. Hann fæddist 22. janúar 1985 og á því 31 árs afmæli í dag. Alfreð Brynjar kemur úr mikilli golffjölskyldu; sonur hjónanna Kristins J. Gíslasonar, verkfræðings og Elísabetar M. Erlendsdóttur, ljósmóður. Alfreð á 4 systkini, Elínborgu, Lóu Kristínu, Kristinn Jósep og Ólafíu Þórunni, en síðastnefnda systir Alfreðs Brynjars er 3-faldur Íslandsmeistari í golfi 2011, 2013 og 2014 og hefir spilað á LET, 2. íslenskra kvenkylfinga til þess að ná þeim árangri og fyrst íslenskra kvenkylfinga til að spila á LPGA!!! Alfreð Brynjar bjó í Danmörku í 10 ár. Hann byrjaði 12 ára gamall í golfi, vegna þess að hann vildi spila við föður sinn, Lesa meira