Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2017 | 07:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-6 e. 2. dag í Egyptalandi

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Red Sea Ain Sokhna Classic mótinu sem fer í Egyptalandi og er hluti af þýska Pro Golf Tour. Mótið stendur dagana 23.-25. janúar 2017 og lýkur því  í dag. Þórður Rafn lék á 4 undir pari, 68 höggum í dag á 1. hring  og endurtók leikinn á öðrum hring; er því samtals búinn að spila á 8 undir pari, 136 höggum (68 68) og er T-6 þ.e. deilir 6. sætinu í mótinu með Clemens Prader frá Austurríki og Ross Cameron frá Skotlandi.   Á 2. hring fékk Þórður Rafn 4 fugla 13 pör og 1 skramba. Í efsta sæti sem stendur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Madeleine Sheils (34/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa þær stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Nú næst verða þær óheppnu kynntar, sem deildu 21. sætinu, en það voru 3 stúlkur sem allar léku á samtals 3 undir pari, 357 höggum, en hjá þeim munaði aðeins 1 höggi að þær hlytu fullan keppnisrétt á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Birna ——– 24. janúar 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Anna Birna.  Hún fæddist 24. janúar 1987 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Anna Birna er í Golfklúbbi Akureyrar (GA). Komast má á facebook síðu Önnu Birnu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn Anna Birna – Innilega til hamingju með 30 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jón H Karlsson, 24. janúar 1949 (68 ára); Kim Saiki Maloney, 24. janúar 1966 (51 árs); Hermann Hauksson, 24. janúar 1972 (45 ára); Aldilson da Silva, 24. janúar 1972 (vann í Sishen Golf Club á Vodafone Origins of Golf mótaröðinni á Sólskinstúrnum 2. september 2011 – 45 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Anäis Maggetti (24/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Nú erum við að kynna þær sem höfnuðu í 42. sætinu; allar á samtals 2 yfir pari, 362 höggum, hver. Þetta eru þær: Sharmila Nicollet frá Indlandi, enski kylfingurinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2017 | 12:30

Derrick valinn PGA kennari ársins 2016

Afreksþjálfari GKG, Derrick Moore, var útnefndur PGA kennari ársins fyrir árið 2016. PGA á Íslandi stóð fyrir kosningu meðal félagsmanna, þar sem Derrick var einn af fimm tilnefndum kennurum. Þetta er í þriðja sinn sem Derrick hlýtur þennan mikla heiður (2011, 2015 og nú 2016), en PGA samtökin útnefndu fyrst kennara ársins árið 2007, en sá sem þá varð fyrir valinu er hin ástsæli golfkennari Árni Jónsson. Golf 1 óskar Derrick innilega til hamingju með þessa mikla viðurkenningu. Hér má sjá lista yfir þá kennara sem hlotið hafa viðurkenninguna PGA kennari ársins SMELLIÐ HÉR:  Matsnefnd PGA á Íslandi tilnefndi 5 golfkennara til heiðursins PGA kennari ársins og fylgdu umsagnir um alla Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2017 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Tommy Fleetwood?

Enski kylfingurinn Tommy Fleetwood sigraði s.l. helgi á Abu Dhabi HSBC mótinu. Hann er ekki meðal þekktustu kylfinga, þannig að ekki er skrítið þegar spurt er: Hver er kylfingurinn Tommy Fleetwood? Thomas (Tommy) Paul Fleetwood fæddist í Southport, Merseyside á Englandi 19. janúar 1991 og er því nýorðinn 26 ára. Hann átti frábæran áhugamannaferil þar sem hann sigraði m.a. 2009 á Scottish Amateur Stroke Play Championship og árið 2010 sigraði hann í English Amateur og varð í 2. sæti á 2008 Amateur Championship, the 2010 New South Wales Amateur og the 2010 Spanish Amateur sem og 2010 European Amateur. Tommy var í liði Breta&Íra í Walker Cup 2009. Hann náði einnig Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2017 | 10:45

111 golfvöllum lokað í Kína

Kínversk stjórnvöld hafa enn á ný ráðist á golfíþróttina með því að loka 111 golfvöllum í viðleitni sinni að varðveita vatn og land, en hvorugtveggja þarf mikið af við rekstur golfvalla. Jafnframt hafa stjórnvöld lagt fyrir félaga í Kommúnistaflokki landsins að vera ekki að spila golf. Í frétt frá hinni ríkisreknu Xinhua fréttastofu sagði að golfvöllunum hefði verið lokað fyrir að nota of mikið af grunnvatni, ræktanlegu landi eða vernduðu landi innan þjóðgarða. Jafnframt sagði í fréttatilkynningunni að skorður hefðu verið lagðar á aðra 65 velli. Kínversk stjórnvöld bönnuðu byggingu nýrra golfvalla árið 2004 þegar í öllu landinu voru færri en 200 golfvellir. Frá þeim tíma hefir fjöldi golfvalla í Kína þrefaldast. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2017 | 08:00

PGA: Tiger keppir á 1. móti sínu í 18 mánuði n.k. fimmtudag – Myndskeið

Tiger Woods tekur þátt í Farmers Insurance Open mótinu sem hefst n.k. fimmtudag á Torrey Pines. Þetta er fyrsta PGA Tour mót hans í 18 mánuði og nokkur eftirvænting eftir í hvernig formi nr. 663 á heimslistanum (Tiger) er. Tiger sjálfur segist spenntur fyrir að taka þátt aftur og honum finnist hann vera að spila vel. Hann segist þarfnast keppnisgolfs og hlakka til. Meira um það sem Tiger sagði á blaðamannafundi fyrir mótið  má sjá í meðfylgjandi myndskeiði þar sem  m.a. er fjallað um erfiða 18 mánaða fjarveru Tiger frá keppni  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Mariah Stackhouse (33/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa þær stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Nú næst verða þær óheppnu kynntar, sem deildu 21. sætinu, en það voru 3 stúlkur sem allar léku á samtals 3 undir pari, 357 höggum, en hjá þeim munaði aðeins 1 höggi að þær hlytu fullan keppnisrétt á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2017

Afmæliskylfingur dagsins í dag er taíwanski kylfingurinn og 5-faldur sigurvegari risamóta, Yani Tseng (á kínversku: 曾雅妮). Yani fæddist 23. janúar 1989 í Gueishan, Taoyuan í Taíwan og er því 28 ára í dag. Yani vermdi áður fyrr 1. sæti Rolex-heimslista kvenna í 109 vikur í röð á árunum 2011-2013, en er í dag í 112. sæti heimslistans og ekki hefir borið mikið á henni á undanförnum árum. Golf 1 hefir áður kynnt afmæliskylfinginn Yani, sem sjá má með því að smella hér: YANI TSENG Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Valgeir Guðjónsson, 23. janúar 1952 (65 ára); Soffía Margrét Hafþórsdóttir, 23. janúar 1972 (45 ára); Golf 1 Lesa meira