LPGA: Flott byrjun hjá Ólafíu Þórunni á Bahamas T-37 e. 1. dag
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR byrjaði stórglæsilega á LPGA mótaröðinni í gær, en fyrsta mótið sem hún tekur þátt í er Pure Silk Bahamas mótið. Ólafía lék 1. hring á 2 undir pari, 71 höggi fékk 4 fugla 12 pör og 2 skolla og er T-37 þ.e. jöfn 12 öðrum kylfingum í 37. sæti. Meðal þeirra sem léku líkt og Ólafía á 2 undir pari eru kanadíska stjarnan Brooke Henderson og Belen Mozo frá Spáni. Ólafía var með vikonu sinni Cheyenne Woods, frænku Tigers í ráshóp og Natalie Gulbis, sem er frægari fyrir að hafa gert út á kynþokka en góða frammistöðu í golfi, en Natalie er nú í Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Karen Chung (36/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa þær stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Nú næst verða þær ótrúlegu heppnu kynntar, sem deildu 19. sætinu og hlutu kortið sitt og FULLAN keppnisrétt á LPGA, en rétt tókst að komast inn á mótaröðina. Báðar spiluðu þær á samtals 4 undir pari, 356 höggum, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sir Henry Cotton og Vilhjálmur Einar Einarsson – 26. janúar 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Sir Henry Thomas Cotton, KCMG og MBE, en hann fæddist 26. janúar 1907 og hefði því orðið 110 ára í dag, hefði hann lifað, en Henry dó 22. desember 1987 og er því 30 ára afmæli dánardægurs hans jafnframt síðar á þessu ári. Henry fæddist í Holmes Chapel í Cheshire á Englandi. Hann er þekktastur fyrir að hafa unnið Opna breska risamótið þrisvar sinnum, 1934, 1937 og 1948. Eins var Sir Henry 4 sinnum í breska Ryder Cup liðinu og fyrirliði þess tvívegis. Eftir að hann hætti keppnisgolfi varð hann golfvallararkítekt við góðan orðstír, en hann hannaði m.a Le Meridien Penína golfvöllinn frábæra í Portúgal. Sir Henry Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Lucy Goddard (26/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Nú erum við að kynna þá sem hafnuði í 41. sætinu; samtals 1 yfir pari, 361 höggi. Það var enski kylfingurinn Lucy Goddard sem var ein í 41. sætinu. Lesa meira
LPGA: Fylgist með Ólafíu Þórunni HÉR!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hóf leik á Pure Silk mótinu, móti vikunnar á LPGA kl. 13:22 að íslenskum tíma þ.e. fyrir 8 mínútum. Fylgjast má með gengi Ólafiu á Twitter síðu Golfsambands Íslands, sem komast má á með því að SMELLA HÉR: Eins má fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Ólafía Þórunn í sannkölluðum stjörnuráshóp – hefur leik e. 2 tíma
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, verður í sannkölluðum „stjörnuráshóp” fyrstu tvo keppnisdagana á Pure Silk-Bahamas LPGA Classic mótinu. GR-ingurinn verður með stórvinkonu sinni, Cheyenne Woods og Natalie Gulbis, í ráshóp. Þær hefja leik kl. 8.22 að staðartíma á 1. teig á fimmtudaginn eða kl. 13.22 að íslenskum tíma. Nánar hér: Cheyenne Woods og Ólafía voru liðsfélagar í bandaríska háskólaliðinu Wake Forest. Woods er eins og nafnið gefur til kynna frænka hins eina sanna Tiger Woods. Earl Dennison Woods Jr. er faðir Cheyenne en hann og Tiger Woods áttu sama föður, Earl Woods. Natalie Gulbis er bandarísk eins og Cheyenne Woods. Gulbis er 34 ára gömul og hefur sigrað á Lesa meira
Phil Mickelson tjáir sig um hvernig Tiger hefir breyst
Phil Mickelson og Tiger Woods hafa verið keppinautar í langan tíma. Og á þessum tíma hafa þeir öðlast virðingu gagnvart hvor öðrum bæði sem andstæðingar og liðsfélagar. Og skv. Mickelson var þetta aldrei augljósara en í Rydernum í Hazeltine 2016. Í viðtali við Alan Shipnuck sem skrifar fyrir Sports Illustrated talaði Mickelson um hversu mikið Tiger hefði breyst utan vallar sérstaklega í liðsherbergi bandaríska liðsins í Rydernum. „Það er virkilega gaman að vera í kringum hann nú,“ sagði Mickelson. „Hann er mjög tillitssamur og hefur auga fyrir smáatriðum, en meira en það; það er auðvelt að nálgast hans og hann er hjálpsamur, þ.e. hjálpar mörgum hinna strákanna.“ „Ég held að Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA: Pavarisa Yoktuan (35/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa þær stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Nú næst verða þær ótrúlegu heppnu kynntar, sem deildu 19. sætinu og hlutu kortið sitt og FULLAN keppnisrétt á LPGA, en rétt tókst að komast inn á mótaröðina. Báðar spiluðu þær á samtals 4 undir pari, 356 höggum, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þorbjörg Þorbjörnsdóttir – 25. janúar 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Lalla frá Akureyri eða Þorbjörg Þorbjörnsdóttir. Þorbjörg er fædd 25. janúar 1957 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Þorbjörgu til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Þorbjörg Þorbjörnsdóttir (60 ára– Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sjøfn Har (64 ára); Lalla frá Akureyri, 25. janúar 1957 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!) Heimir Hjartarson (59 ára); William Thomas Andrade, 25. janúar 1964 var í Wake Forest (53 ára); Lynnette Teresa Brooky, 25. janúar 1968 (49 ára); Ari Gylfason, GSG, 25. janúar 1974 (43 ára); Svandis Thorvalds (39 ára); Laura London, 25. janúar 1980 (37 Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Celine Borge (25/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Nú erum við að kynna þær sem höfnuðu í 42. sætinu; allar á samtals 2 yfir pari, 362 höggum, hver. Þetta eru þær: Sharmila Nicollet frá Indlandi, enski kylfingurinn Lesa meira









