LPGA: Ólafía T-20 – á 68 höggum á 2. degi Pure Silk!!!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir flaug í gegnum niðurskurð á 1. mótinu sem hún tekur þátt í á LPGA og spilar þvi um helgina. Hún var á glæsilegum 5 undir pari á 2. keppnisdegi, fékk 5 fugla og 13 pör – skilaði flottu, skollalausu skorkorti!!! Ólafía Þórunn er T-20 í hálfleik í mótinu; er búin að spila samtals á 7 undir pari, 139 höggum (71 68). Þær sem deila 20. sætinu með Ólafíu eru m.a. vinkona Ólafíu frá Abu Dhabi, Mel Reid og einn besti tælenski kvenkylfingurinn Pornanong Phattlum, ásamt 3 öðrum kylfingum. Ótrúlega flottur árangur að vera á topp-20 á fyrsta LPGA-mótinu sínu í hálfleik – innan um alla bestu kvenkylfinga Lesa meira
LPGA: Ólafía á -2 í hálfleik á 2. hring Pure Silk
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefir nú lokið við fyrri 9 á Pure Silk mótinu á Bahamas eyjum. Hún er búin að spila gríðarlega vel; hefir fengið 2 fugla og 7 pör á 2. hring. Hún er í þessum skrifuðum orðum að hefja leik á 1. braut Ocean vallarins (sem er 10. brautin hennar á hringnum). Vonandi að gengið góða vari! Til þess að sjá stöðuna á Pure Silk LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar á Twitter síðu Golfsambands Íslands – Sjá með því að SMELLA HÉR:
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Dani Holmqvist (37/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa þær stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Nú næst verða þær ótrúlegu heppnu, sem deildu 14. sætinu og hlutu kortið sitt og FULLAN keppnisrétt á LPGA kynntar – en allar léku þær á samtals 5 undir pari, 355 höggum. Þetta er þær Katherine Perry frá Lesa meira
LPGA: Sjáið glæsilegan ás Brittany Lincicome á 2. hring Pure Silk!!!
Brittany Lincicome leiddi í gær á Pure Silk mótinu, sem er fyrsta mót Ólafíu Þórunnar „okkar“ Kristinsdóttur. Og í dag bætti Lincicome enn einni rósinni við í hnappagatið. Hún fékk glæsiás á 12. braut – sömu braut og Ólafía fékk fuglinn sinn á, en Ólafía er líkt og væntanlega allir vita á 1 undir pari, eftir 5 spilaðar holur. Fyrir þá sem ekki vita deili á Brittany Lincicome má sjá eldri kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: Sjá má flottan ás Lincicome á par-3 12. braut Ocean vallarins þar sem Pure Silk mótið fer fram með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Ólafía á 1 undir pari e. 4 holur á 2. hring
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er farin út á 2. hring Pure Silk mótsins. Eftir 4 leiknar holur er Ólafía Þórunn á 1 undir pari pari á 2. hring og samtals á 3 undir pari eftir glæsilegan fugl sem hún var að fá rétt í þessu á 13. holu en Ólafía og ráshópur hennar byrjaði á 10. braut í dag. Frábær byrjun og frábær spilamennska og vonandi að framhald verði á! Fylgjast má með Ólafíu Þórunni á skortöflu með því að SMELLA HÉR: Fylgjast má með Ólafíu Þórunni á Twitter síðu Golfsambands Íslands með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Mike Hill ————- 27. janúar 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Mike Hill. Mike er fæddur 27. janúar 1939 í Jackson, Michigan og á því 78 ára afmæli í dag. Hann var í Arizona State University og gerðist atvinnumaður árið 1967. Hann átti ágætis feril á PGA Tour, þar sem hann vann þrívegis. Stærsti árangur á lífsferli hans í golfinu kom þó eftir 50 ára aldrinum þegar hann sigraði 18 sinnum á the Senior PGA Tour (nú Champions Tour) og var m.a. á toppi peningalista Seniors Tour 1991. Mike er bróðir þekktari Hill-bróðursins, Dave Hill (f. 20. maí 1937-d. 27. september 2011). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Albert Woody Austin II, 27. janúar 1964 Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Elina Nummenpää (27/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Nú erum við að kynna þær óheppnu, sem höfnuðu í 34. sætinu og voru við það að hljóta fullan spilarétt á LET, en leika því miður allar á LET Lesa meira
PGA: Sjáið annan arna Rose á 1. hring Farmers
Justin Rose lauk leik sínum í gær á 9. braut á Farmers Insurance Open mótsins með glæsibrag. Hann setti niður arnarpútt á síðustu holu sína, par-5 9. holu Norðurvallarins. Hann var þar áður búinn að fá örn á par-5 5. holu sama vallar. Rose lauk því leik á 7 undir pari 65 höggum og er í efsta sæti eftir 1. dag Farmers Insurance Open mótsins. Alls fékk Rose 2 erni, 6 fugla og 3 skolla á 1. hring. Sjá má arnarpútt Rose á 9. með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Dredge leiðir e. 1. dag í Qatar
Það er Bradley Dredge frá Wales sem leiðir á Commerical Bank Qatar Masters eftir 1. keppnisdag. Hann lék 1. hring á 8 undir pari, 64 glæsihöggum – fékk 8 fugla og 10 pör og skilaði fallegu skollalausu skorkorti. Í 2. sæti, höggi á eftir er finnski kylfingurinn Mikko Korhonen. Þriðja sætinu deila síðan 3 kylfingar allir á 6 undir pari þ.e. þeir: Kiradech Aphibarnrat, Nathan Kimsey og Graeme McDowell. Sjá má hápunkta 1. hrings á Commerical Bank Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR:
PGA: Justin Rose efstur á Farmers Insurance e. 1. dag
Það er enski kylfingurinn Justin Rose, sem tekið hefir forystu á Farmers Insurance Open. Rose lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum!!! Í 2. sæti er Kanadamaðurinn Adam Hadwin, sem er sjóðandi heitur um þessar mundir, en hann lék á 6 undir pari, 66 höggum. Nr. 1 á heimslistanum Jason Day, sem hefir átt við bakmeiðsli að glíma lék á 1 yfir pari og er T-96 og nr. 3 á heimslistanum Dustin Johnson var á sléttu pari og er í 77. sæti e. 1. dag. Tiger átti erfiðan dag, en var á 4 yfir pari, 76 höggum og er í 133. sæti af 156 keppendum. Vonandi að hann Lesa meira










