LPGA: Ólafía Þórunn á +4 í dag á 3. hring Pure Silk
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, átti fremur slakan dag miðað við gott gengi undanfarna daga. Hún fékk 1 fugl og 5 skolla á hring sínum í dag; missti 4 högg milli hringja. Ólafía er því samtals á 3 undir pari, 215 höggum (71 68 77) og er sem stendur T-69, en nokkrar eiga eftir að ljúka leik. Sú sem var í ráshóp með Ólafíu í dag, Moriya Jutanugarn, frá Thaílandi var á 3 undir pari í dag og er komin í samtals 10 undir par. Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni góðs gengis á morgun þegar lokahringurinn verður spilaður!!! Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Pure Silk Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Nick Price ——— 28. janúar 2017
Það er Nick Price sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann er fæddur 28. janúar 1957 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Price er frá Zimbabwe. Á ferli sínum hefir Price m.a. sigrað á 49 mótum þar af 18 á PGA og 5 sinnum á Evróputúrnum. Eins hefir Price þrívegis sigrað í risamótum; fyrst PGA Championship 1992 og síðan endurtók hann leikinn og vann risamótið aftur 1994. Sama ár sigraði Price jafnframt á Opna breska. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Debbie Meisterlein Steinbach, 28. janúar 1953 (64 ára); Hafdís Ævarsdóttir, GS, 28. janúar 1958 (59 ára); Ragnheiður Matthíasdóttir, GSS, 28. janúar 1960 (57 ára); Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir, Lesa meira
LPGA: Ólafía Þórunn á +2 eftir fyrri 9 á 3. hring Pure Silk
Það hlaut að koma að því að Ólafía Þórunn fengi skolla. Þeir komu því miður á par-3, 5. holu Ocean vallarins og síðan par-4 9. holunni núna rétt áðan. Tveir skollar og 7 pör – ekki slæmt – en vonandi að hún taki skollana aftur á seinni 9. Samtals er Ólafía Þórunn því á 5 undir pari sem stendur, búin að missa 2 högg. Til þess að sjá stöðuna á skortöflu á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að fylgjast með Ólafíu á Twitter síðu Golfsambands Íslands SMELLIÐ HÉR:
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Dori Carter (38/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa þær stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Nú næst verða þær ótrúlegu heppnu, sem deildu 14. sætinu og hlutu kortið sitt og FULLAN keppnisrétt á LPGA kynntar – en allar léku þær á samtals 5 undir pari, 355 höggum. Þetta er þær Katherine Perry frá Lesa meira
LPGA: Fylgist með Ólafíu Þórunni á 3. hring HÉR – Hún er á parinu eftir 3. spilaðar holur!!!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hóf 3. hring á Pure Silk Bahamas LPGA Classic kl. 16:23 að íslenskum tíma. Hún er nú komin á 4. braut eftir að hafa parað fyrstu 3, en Ólafía hóf leik á 1. braut í dag. Ólafía er að þessu sinni í ráshóp með annarri Jutanugarn systurinni frá Thaílandi, Moriyu, sem valin var nýliði ársins á LPGA 2013. Systir Moriyu, Ariya var valin kylfingur ársins á LPGA 2016. Fylgjast má með gengi Ólafíu í dag á skortöflu með því að SMELLA HÉR: Fylgjast má með Ólafíu á Twitter síðu GSÍ, sem komast má inn með því að SMELLA HÉR:
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Nina Muehl (28/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Nú erum við að kynna þær óheppnu, sem höfnuðu í 34. sætinu og voru við það að hljóta fullan spilarétt á LET, en leika því miður allar á LET Lesa meira
LPGA: Creamer, Hull og Wie meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði á Pure Silk
Í hverju móti stórmótaraðanna eru kylfingar sem ekki ná niðurskurði og þegar maður er á mótaröðum þeirra bestu verða alltaf þekkt nöfn sem eru meðal þeirra sem ekki ná niðurskurði. Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu eru risastór nöfn í kvennagolfi á heimsvísu. Þar á meðal eru nöfn á borð við Natalie Gulbis, Solheim Cup stjörnurnar bandarísku Michelle Wie, Paula Creamer, Morgan Pressel, Ryann O´Toole og Angela Stanford; Solheim Cup stjörnurnar evrópsku Caroline Hedwall og Charley Hull og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Yani Tseng. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir náði niðurskurði og er sem stendur í 20.-25. sæti í Pure Silk Bahamas LPGA Lesa meira
LPGA: Hápunktar 2. dags á Pure Silk LPGA Classic – Myndskeið
LPGA tekur saman myndskeið yfir hápunkta hvers keppnishrings í mótum mótaraðarinnar. Hér að neðan má sjá samantektina af 2. hring Pure Silk LPGA Classic, en því miður er ekkert sýnt frá glæsilegum leik Ólafíu Þórunnar „okkar“ Kristinsdóttur, að þessu sinni. Fókusinn er e.t.v. sem eðlilegt er á þeim sem eru í efstu sætunum og þeim sem hafa fest sig í sessi á mótaröðinni; kylfingum á borð við Brittany Lincicome, sem m.a. fékk ás á hringnum; Lexi Thompson, sem var á besta skorinu í gær glæsilegum 12 undir pari og Solheim Cup stjörnunni Gerinu Piller (en maður hennar Martin spilar á PGA reyndar í 2. deildinni sem stendur og eru þau eina Lesa meira
Evróputúrinn: 9 deila efsta sætinu í Qatar í hálfleik – Hápunktar 2. dags
Níu kylfingar deila efsta sætinu eftir 2. keppnisdag á Commercial Bank Qatar Masters, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Þetta eru þeir: Thomas Aiken, Kiradech Aphibarnrat, Jorge Campillo, Bradley Dredge, Nacho Elvira, Mikko Korhonen, Andy Sullivan, Jeunghun Wang og Jaco Van Zyl. Þeir hafa allir leikið samtals á 8 undir pari, 136 höggum, hver. Til þess að sjá hápunkta frá 2. degi Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Commercial Bank Qatar Masters, en 3. hringur er þegar hafinn SMELLIÐ HÉR:
PGA: Tiger, Jason Day og DJ voru meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði á Farmers
Núverandi nr. 1 á heimslistanum, Jason Day, fyrrverandi nr. 1 á heimslistanum til langs tíma Tiger Woods og núverandi nr. 3 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ) komust allir ekki gegnum niðurskurð á Farmers Insurance Open. Tiger er líkt og allir vita að snúa aftur til keppni og þarf nauðsynlega að spila í nokkrum mótum til að koma sér aftur í gang eftir 18 mánaða fjarveru. Hann hefir á tíma fjarveru sinnar verið að jafna sig eftir 2 bakuppskurði – en bakið er einmitt líka það sem verið er að hrjá núverandi nr. 1 á heimslistanum, Ástralann Jason Day – Hann er e.t.v. að snúa of fljótt til keppni, en bakið Lesa meira










