LPGA: Lincicome sigraði á Pure Silk
Það var Brittany Lincicome sem stóð uppi sem sigurvegari á Pure Silk Bahamas LPGA Classic, fyrsta LPGA mótinu, sem Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir keppti í. Brittany lék á samtals 26 undir pari, 266 höggum (64 65 69 68) og var að hefðbundnum leik jöfn Lexi Thompson (69 61 66 70), en Lexi átti lægsta skorið í keppninni á 2. keppnisdegi 12 undir pari, 61 högg!!! Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og var par-5 18. hola Ocean vallarins spiluð. Þar hafði Brittany betur, fékk fugl meðan Lexi var á pari. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Brittany Lincicome með því að SMELLA HÉR: Í 3. sæti varð Stacy Lewis Lesa meira
LPGA: Ólafía Þórunn hefir lokið leik í 1. LPGA móti sínu – á -5 samtals – Glæsilegt!!!
Ólafía Þórunn lauk rétt í þessu leik á 1. LPGA móti sínu; Pure Silk Bahamas LPGA Classic. Hún lék 4. og lokahringinn á samtals 5 undir pari, 287 höggum (71 68 77 71). Á lokahringnum lék Ólafía Þórunn á 2 undir pari, fékk 4 fugla, 13 pör og 1 hræðilegan skramba, sem hefði alveg mátt missa sín! En „okkar kona“ sýndi stáltaugar og lauk leik á 1. LPGA móti sínu með glæsibrag; varð T-69, þ.e. deildi 69. sætinu með 3 öðrum kylfingum þ.á.m hinni spænsku Belen Mozo. Til hamingju Ólafía Þórunn!!! Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver er sigurvegari mótsins en þær efstu eru enn við leik og verður Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Katherine Perry (39/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa þær stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Nú næst verða þær ótrúlegu heppnu, sem deildu 14. sætinu og hlutu kortið sitt og FULLAN keppnisrétt á LPGA kynntar – en allar léku þær á samtals 5 undir pari, 355 höggum. Þetta er þær Katherine Perry frá Lesa meira
LPGA: 3 fuglar á fyrri 9 á lokahring Ólafíu á Pure Silk
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefir sýnt stáltaugar, á fyrri 9 (sem eru seinni 9 á Ocean vellinum, þar sem Ólafía byrjaði á 10. í dag) á lokahring Pure Silk Classic mótsins. Ólafía byrjaði vel – fékk strax fugl á par-5 11. holu (2. holu sína í dag) og bætti enn öðrum fugli við á par-4 14. holunni (5. holu hennar í dag). Síðan fékk hún slæman skramba á par-4 16. holu Ocean vallarins (7. holu hennar í dag), en tók það strax aftur með fugli á 17. og (8. holu hennar í dag). Glæsispilamennska þetta!!! Vonandi að seinni 9 (fyrri 9 á Oceangolfvellinum) spilist eins vel!!! Til þess að fylgjast með gengi Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Erlingur Snær Loftsson. Erlingur Snær fæddist 29. janúar 1991 og á því 26 ára afmæli í dag!!! Erlingur er í Golfklúbbinum á Hellu (GHR) og er með 6,6 í forgjöf. Hann er fyrrum golffréttaritari iGolf.is og er leiðbeinandi í SNAG golfi. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Burk Jr., 29. janúar 1923 (94 ára); Donna Caponi, 29. janúar 1945 (72 árs); Oprah Winfrey, 29. janúar 1954 (63 ára); Habbanía Hannyrðakona (57 ára); Yoshitaka Yamamoto, 29. janúar 1951 (66 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma Lesa meira
LPGA: Fyrsti fugl Ólafíu kominn á lokahringnum!!!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er farin út á lokahring fyrsta LPGA mótsins, sem hún tekur þátt í. Hún fékk bakslag í gær þegar hún fékk 5 skolla og aðeins 1 fugl á 3.hringnum, en í dag byrjar hún mun beittar en í gær. Hún er þegar komin með 1 fugl eftir 2 spilaðar holur, en hann fékk hún á par-5 11. braut Ocean vallarins. Með þessum fugli er heildarskor Ólafíu komið í samtals 4 undir par og hún T-67, sem stendur. Meira svona!!! Fylgjast má með Ólafíu Þórunni á skortöflu Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótins með því að SMELLA HÉR: Fylgjast má með Ólafíu Þórunni á Twitter síðu Golfsambands Íslands Lesa meira
LPGA: Ólafía Þórunn hefur lokahringinn á Pure Silk mótinu kl. 15:01 – Fylgist með HÉR!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik kl. 15:01 að íslenskum tíma á lokahringnum á Pure Silk mótinu á LPGA mótaröðinni í dag. Hún verður í ráshóp með keppanda frá Suður-Kóreu, Sun Young Yoo, sem hefur sigrað á tveimur LPGA-mótum á ferlinum. Ólafía er á -3 samtals og er í 69.-76. sæti fyrir lokahringinn. Töluverðar líkur eru á úrkomu og jafnvel þrumuveðri á Paradise Island í dag. Mótsstjórnin ákvað að ræsa út á tveimur teigum á lokahringnum og seinka fyrstu rástímunum um eina klukkustund. Ólafía verður ræst út af 10. teig um hálftíma áður en síðustu ráshópar dagsins fara af stað. Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni á skortöflu SMELLIÐ HÉR: Lesa meira
Evróputúrinn: Wang sigraði í Qatar e. bráðabana
Jeunghun Wang frá S-Kóreu sigraði á Commercial Bank Qatar Masters eftir bráðabana við Joakim Lagergren frá Svíþjóð og Jaco Van Zyl frá S-Afríku. Eftir hefðbundið 72 holu spil voru allir 3 framangreindu á samtals 16 undir pari, 272 höggum; Wang (69 67 65 71). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja og var par-5 18. holan spiluð aftur en þegar á þeirri holu vann Wang, fékk fugl meðan hinir voru á parinu. Til þess að sjá hápunkta lokahrings Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR:
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Silvia Bañon (29/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Nú erum við að kynna þær óheppnu, sem höfnuðu í 34. sætinu og voru við það að hljóta fullan spilarétt á LET, en leika því miður allar á LET Lesa meira
LPGA: Fátt gekk upp á Ólafíu Þórunni á 3. degi Pure Silk mótsins
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á +4 eða 77 höggum á þriðja keppnisdeginum á Pure Silk mótinu á LPGA mótaröðinni á Bahama-eyjum í gær. Það gekk fátt upp hjá Ólafíu Þórunni í dag en hún fékk einn fugl, fimm skolla og hún tók tvívegis víti á hringnum. Ólafía er í 69.-76. sæti fyrir lokahringinn sem fram fer á sunnudaginn (71-68-77). „Þetta var erfiður dagur, hausinn á mér var á fullu í allan dag, og ég náði ekki að slaka á og einbeita mér. Ég veit ekki hvað þetta var, ég var að flýta mér, hugsaði ekki höggin í gegn, leikskipulagið var ekki gott, ég lenti í mörgum glompum sem ég er Lesa meira










