Jay Marie Green slær bolta í bikiní á Bahamas – Myndskeið
Jay Marie Green var sú sem sigraði á lokaúrtökumóti LPGA í Flórída í desember s.l. og er komin með kortið sitt og fullan þátttökurétt á LPGA. Hún var í lokahollinu með Ólafíu Þórunni „okkar“ Kristinsdóttur, sem varð s.s. alþjóð veit í 2. sæti á lokaúrtökumóti LPGA. Green var líkt og Ólafía Þórunn á Bahamas og tók þátt í Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu. En jafnframt var hún líka í myndatökum fyrir bandaríska karlatímaritið Men´s Fitness, þar sem sjá má hana slá golfbolta í bikiní á ströndinni á Bahamas. Sjá má myndskeið af Green í bikiní að slá golfbolta á vefsíðu Men´s Fitness með því að SMELLA HÉR:
Hver er kylfingurinn Jeunghun Wang?
Jeunghun Wang sigraði á Commercial Bank Qatar Masters nú um helgina nánar tiltekið sunnudaginn 29. janúar 2017, en mótið var mót vikunnar á Evróputúrnum. Öðru sætinu deildu sænskur frændi okkar Joakim Lagergren og Jaco Van Zyl frá S-Afríku. Allir voru þessir þrír jafnir eftir 72 holu leik á samtals 16 undir pari, hver, en Wang sigraði síðan á 1. holu bráðabana, en 18. hola Doha GC var spiluð aftur og fékk Wang fugl meðan hinir tveir töpuðu á parinu. Wang er ekki þekktasti kylfingurinn á heimsvísu í golfinu og margir sem vita fátt annað en að hann sé frá S-Kóreu, ef þá það! Hver er þessi kylfingur Wang? Wang er Lesa meira
Hver er kylfingurinn Cheyenne Woods?
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, spilaði fyrstu tvo dagana með skólasystur sinni frá háskólaárunum í Wake Forest, Cheyenne Woods, á 1. mótinu sem hún tekur þátt í á LPGA, þ.e. Pure Silk Bahamas LPGA Classic. Þegar þær spiluðu saman náði Ólafía besta árangri sínum á LPGA til þess T-20 sæti eftir 2. hring – svo greinilegt er að það var að hafa góð áhrif á Ólafíu að þær spiluðu saman. Vel fór á með vinkonunum. En fyrir þá sem ekki til þekkja, hver er eiginlega kylfingurinn Cheyenne Woods? Cheyenne Nicole Woods fæddist í Phoenix, Arizona, 25. júlí 1990 og er dóttir Earl Dennison Woods Jr., sem er hálfbróðir Tiger Woods. Hún Lesa meira
Sergio Garcia lætur ofuraðdáanda sinn gegna kaddýstörfum f. sig!
Sergio Garcia hefur látið drauma ofuraðdáanda síns rætast með því að bjóða honum að vera kaddý fyrir hann seinna á keppnistímabilinu í ár. Mark Johnson hóf baráttu fyrir því á Twitter a fá að gerast kaddý Sergio Garcia þó ekki væri nema í 1 dag. Eftir hvert tvít sem hann sendi Garcia bætti hann við #Letmecaddieforyou (ísl þýð: leyfðu mér að vera kaddýinn þinn). Meðal þess sem tvítin snerust um voru fjölskylda hans, golfferðir, að óska Garcia til hamingju með afmælið og hrósa honum fyrir góða frammistöður í mótum. Í desember tvítaði Johnson að hann væri að gefa draum sinn upp á bátinn – en hann hélt þó nógu lengi áfram Lesa meira
Phil Mickelson: „Jon Rahm einn af heimsins bestu“
Phil Mickelson, 46 ára, er mjög hrifinn af leik spænska kylfingsins Jon Rahm, 22 ára, en sá síðarnefndi sigraði á fyrsta PGA Tour móti sínu í gær, 29. janúar 2017, þ.e. Farmers Insurance Open. Rahm fékk tvo erni; annan á 13. og og hinn á 18. holu Suðurvallar Torrey Pines og hafði betur en þeir Charles Howell III og Cheng Tsung Pan, sem deildu 2. sætinu. Með þessum sigri fór fyrrum nr. 1 á heimslista áhugamanna í fyrsta sinn á topp-50 á heimslistanum sjálfum og situr nú í 46. sæti! „Það eru engir veikleikar í leik Jon,“ svermdi Phil Mickelson eftir að úrslitin lágu fyrir. Og Jon er í miklu uppáhaldi hjá Phil, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2017
Það er Payne Stewart, sem er afmæliskylfingur dagsins. Payne fæddist í dag 30. janúar 1955 í Springfield, Missouri og hefði átt 62 ára afmæli í dag. Payne lést í flugslysi 25. október 1999, aðeins 42 ára að aldri. Hann vann 24 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 11 sinnum á PGA Tour og þar af 3 sinnum á risamótum: 2 sinnum á Opna bandaríska 1991 og 1999 og PGA Championship 1999. Payne var m.a. þekktur fyrir mjög sérstakan klæðaburð á golfvellinum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Curtis Strange, 30. janúar 1955 (62 ára); Agla Elísabet Hendriksdottir, 30. janúar 1968 (49 ára); Digvijay Singh, 30. janúar 1972 Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Ines Lescudier (30/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Nú erum við að kynna þær óheppnu, sem höfnuðu í 34. sætinu og voru við það að hljóta fullan spilarétt á LET, en leika því miður allar á LET Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Jon Rahm?
John Rahm vann nú í gær sinn fyrsta sigur á PGA Tour, á Farmers Insurance Open mótinu. Jon Rahm var ekki mjög þekkt nafn í golfheiminum … þar til í gær. Hver er kylfingurinn Jon Rahm? Jon Rahm Rodriguez fæddist 10. nóvember 1994 og er því 22 ára. Hann veit það líklegast ekki en hann á sama afmælisdag og Andri Þór „okkar“ Björnsson, GR. (Andri er nákvæmlega 3 árum eldri upp á dag). Foreldrar Jon Rahm eru mamman Angela og pabbinn Edorta og Jon á einn bróður Eriz. Foreldrar Jon búa í Barrika, á Spáni þar sem Jon ólst upp en bróðir Jon býr rétt utan við Bilbao. Jon er dyggur Lesa meira
PGA: Jon Rahm sigraði á Farmers – Hápunktar 4. dags
Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem sigraði á Farmers Insurance Open. Rahm spilaði á samtals 13 undir pari, 275 höggum (72 69 69 65). Hann innsiglaði fyrsta sigur sinn á PGA Tour með glæsierni á par-5 18. brautinni á Torrey Pines í San Diego. Öðru sætinu deildu CT Pan frá Tapei og Charles Howell III, báðir aðeins 1 höggi á eftir Rahm. Fjórða sætinu deildu síðan 5 kylfingar þ.á.m. Justin Rose, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið og Keegan Bradley. Til þess að sjá hápunkta lokahrings Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Viðtal við Ólafíu Þórunni eftir lokahring Pure Silk
„Þetta var venjulegur dagur hjá mér miðað við það sem var í gangi í gær. Mér leið vel þegar ég vaknaði í morgun og ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi en á þriðja hringnum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við golf.is rétt eftir að hún hafði lokið við sitt fyrsta LPGA mót á ferlinu á Ocean vellinum á Bahama-eyjum. Ólafía Þórunn lék lokahringinn á 71 höggi eða -2 og endaði hún í 69.-72. sæti á -5 samtals (71-68-77-71). Aðstæður á Ocean vellinum voru nokkuð krefjandi í dag en mikið rok var eftir hádegi og um tíma duttu nokkrir regndropar á keppendur. „Ég var með lag á heilanum á öllum hringnum Lesa meira










