Rory: „Tiger er nær endurkomu enn flestir telja“
Meðal þeirra sem kveiktu á sjónvarpinu til þess að horfa á endurkomu Tiger í keppnisgolfið á Farmers Insurance Open var Rory McIlroy. Rory sem er enn að taka því rólega eftir að í ljós kom brot á rifbeinum hans sagði að hann hefði vaknað kl. 2:30 s.l. föstudag í Dubaí til þess að horfa á 1. hring Tiger, sem var í holli með núverandi nr. 1 á heimslistanum Jason Day og Dustin Johnson. „Ég hugsaði með mér „kannski að ég verði bara vakandi og horfi á nokkrar holur,“ sagði Rory. „Þannig að ég var bara vakandi og horfði á þetta um nóttina … Þetta var fyrsta vika Tiger aftur í keppnisgolfinu Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Regan de Guzman (41/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa þær stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Nú næst verða þær ótrúlegu heppnu, sem deildu 14. sætinu og hlutu kortið sitt og FULLAN keppnisrétt á LPGA kynntar – en allar léku þær á samtals 5 undir pari, 355 höggum. Þetta er þær Katherine Perry frá Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir, María Egilsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson – 1. febrúar 2017
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír. Fyrstan bera að telja Vilhjálm Hjálmarsson. Hann er fæddur 1. febrúar 1967 og á því 50 ára stórafmæli. Komast má á facebooksíðu Vilhjálms til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan. Vilhjálmur Hjálmarsson – Innilega til hamingju með 50 ára merkisafmælið!!! Annar afmæliskylfingurinn er Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR. Hildur Kristín fæddist 1. febrúar 1992 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Hildur Kristín byrjaði að spila golf 15 ára og er því búin að spila golf í 10 ár. Engu að síður var hún fljótt komin með 6,2 í forgjöf og spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni sumrin 2011 og 2012. Hildur varð m.a. í Lesa meira
GK: Heimsókn frá Hvaleyrarskóla
Þann 17. janúar s.l. voru 40 krakkar frá Hvaleyrarskóla í heimsókn í Hraunkoti. Þetta voru stelpur og strákar í 4. til 7. bekk, sem hafa verið að vinna með öðrum nemendum í vinaliðaverkefni í frímínútum í skólanum sínum. Golfkennarar Keilis þeir Björgvin og Karl tóku á móti krökkunum. Allir fengu að prófa að pútta og slá og var heimsóknin mjög vel lukkuð. Vonandi er að áhugi á golfi hafi vaknað hjá einhverjum af þessum flottu krökkum!
GV: Helgi Braga endurkjörinn formaður GV á aðalfundi
Fimmtudaginn 26. janúar s.l. kl. 20:00 fór fram aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja fyrir starfsárið 2017 í Golfskálanum. Dagskrá fundarins var eftirfarandi: 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Lögð fram fundargerð síðasta aðalfundar. 4. Lögð fram og kynnt skýrsla fráfarandi stjórnar. 5. Endurskoðaðir reikningar GV lagðir fram til samþykktar. 6. Lögð fram til samþykktar tillaga fráfarandi stjórnar um árgjald næsta starfsárs. 7. Kosning stjórnar a) Kosning formanns b) Kosning 4 mann í stjórn c) Kosning 2 manna í varastjórn. 8. Kosning 2 endurskoðenda. 9. Önnur mál 10. Fundargerð lesin upp til samþykktar Stjórn GV lagði fram skýrslu sína og reikninga og var það mat fundarmanna að starfsemi klúbbsins sé á Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Nasa Hataoka (40/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Nú hafa þær stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017. Nú næst verða þær ótrúlegu heppnu, sem deildu 14. sætinu og hlutu kortið sitt og FULLAN keppnisrétt á LPGA kynntar – en allar léku þær á samtals 5 undir pari, 355 höggum. Þetta er þær Katherine Perry frá Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Justin Timberlake. Justin á afmæli 31. janúar 1981 og á því 36 ára afmæli í dag!!! Mótið með langa nafnið á PGA Tourvar m.a. nefnt eftir Justin þ.e. Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open, en hefir breytt aftur um nafn því Justin er ekki lengur styrktaraðili þess. Justin tekur hins vegar enn þátt í fjölda Pro-Am móta fyrir góðgerðarmál og þykir af þotuliðinu í Hollywood einn frambærilegasti kylfingurinn. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Heiðar Jóhannsson, GBB, 31. janúar 1955 (62 ára); Michael Louis Allen, 31. janúar 1959 (58 ára); Páll Heiðar (53 ára); Tina Miller 31. janúar 1983 (34 ára); Ásgrímur Jóhannesson Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Angella Then (31/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Nú erum við að kynna þær óheppnu, sem höfnuðu í 34. sætinu og voru við það að hljóta fullan spilarétt á LET, en leika því miður allar á LET Lesa meira
GS: 8 kylfingar verða með leikmannasamning við GS
Á heimasíðu Golfklúbbs Suðurnesja (GS) má lesa eftirfarandi frétt: „Sjö kylfingar hafa skrifað undir leikmannasamninga við Golfklúbb Suðurnesja. Leikmennirnir eru Laufey Jóna Jónsdóttir, Zuzanna Korpak, Kinga Korpak, Kristján Jökull Marínósson, Geirmundur Ingi Eiríksson, Björgvin Sigmundsson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson. Karen Guðnadóttir mun bætast í þennan hóp síðar, hún er búsett erlendis en mun keppa á Íslandi í sumar. Leikmannasamningarnir kveða m.a. á um að kylfingurinn keppi undir merkjum GS á samningstímanum, sé fyrirmynd annara utan vallar sem innan og aðstoði við æfingar yngri hópa. Á móti leitast GS m.a. við að sjá kylfingunum fyrir bestri mögulegu aðstöðu til æfinga og einkatímum hjá íþróttastjóra, að auki styrkir GS kylfingana með greiðslu Lesa meira
Tiger tafðist á LAX vegna Trump-mótmælenda
Tiger Woods tafðist sunnudaginn s.l. á Los Angeles International Airport (skammst. LAX) vegna þúsunda mótmælenda sem lokuðu Tom Bradley International Terminal vegna ferðabanns Bandaríkjaforseta Donald Trump. Tiger var að fljúga frá Kaliforníu til Miðausturlanda því hann tekur nú á fimmtudaginn þátt í Omega Dubai Desert Classic og flaug með einkaþotu sinni frá flugvellinum. „Við vorum á hinni hlið termínalsins. Maður gat séð þau (mótmælin),“ sagði Tiger fyrr í dag þar sem hann var á æfingasvæðinu í Emirates Golf Club. „En við komumst ekki þangað (í termínalinn).“ Tiger var í San Diego eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurð á Farmers Insurance Open á föstudaginn. Hann var við æfingar um helgina og tók síðan stutt innanlandsflugið Lesa meira










