Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2017 | 08:49

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Louise Larson (34/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Nú erum við að kynna þær óheppnu, sem höfnuðu í 31. sætinu og voru alveg við það að hljóta fullan spilarétt á LET, en leika því miður allar á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2017 | 07:00

Valdís Þóra gefur ungum kylfingum á Selfossi góð ráð

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni lagði af stað til Ástralíu á föstudaginn s.l., 3. febrúar 2017, en hún keppir á sínu fyrsta LET móti í næstu viku. Valdís Þóra hefur undirbúið sig af krafti hér á landi á undanförnum vikum undir handleiðslu Hlyns Hjartarsonar PGA kennara hjá GOS. Valdís Þóra er þriðja íslenska konan sem tryggir sér keppnisrétt á sterkustu mótaröð Evrópu í kvennaflokki. Hún fylgir þar með í fótspor Ólafar Maríu Jónsdóttur og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur. Valdís hitti í vikunni unga og efnilega kylfinga á æfingu hjá Golfklúbbi Selfoss. Þar gaf hún þeim góð ráð varðandi golfíþróttina og höfðu ungu kylfingarnir mikinn áhuga á að fá upplýsingar og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2017 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2017 (1)

Hér fara nokkrir golfbrandarar á ensku:

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2017 | 19:45

Bowditch ölvaður undir stýri

Ástralski kylfingurinn Steven Bowditch 33 ára var ölvaður við stjórn bifreiðar í Scottsdale Arizona þar sem Waste Management Phoenix Open fer fram. Reyndar er umdeilt hversu mikið hann var við stjórn bifreiðarinnar en hann fannst sofandi ölvunarsvefni bakvið stýri bifreiðarinnar. Eftir að hafa verið handtekinn af lögreglu í gærmorgun (föstudaginn 3. febrúar 2017) og látinn laus aftur eftir að hafa mælst með meir en .08 prómill í blóði fór Bowditch á Twitter. Hann skrifaði: „Lífið snýst um að taka ákvarðanir. Í gær tók ég mjög slæma (ákvörðun). Ég er mjög leiður yfir þeim sem ég hef valdið vonbrigðum. Ég verð og ætla að gera betur.“ Bowditch er einn þeirra kylfinga á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2017 | 19:30

Evróputúrinn: Sergio Garcia fór úr öðrum golfskónum á 3. hring í Dubai – Myndskeið

Sergio Garcia klæddi sig úr öðrum Adidas golfskónum þegar hann lenti í erfiðri legu á 3. hring Omega Dubai Desert Classic. Garcia hefir leitt í mótinu fyrstu tvo keppnisdagana. Sky Sport náði meðfylgjandi myndskeiði þar sem Garcia er bara í einum golfskó! Í sömu frétt má einnig sjá landa Garcia,Gonzalo-Fernandez Castaño strippa niður á nærbuxur nokkrum vikum áður þegar bolti hans lenti í vatnstorfæru. Hér má sjá myndskeið Sky Sports SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2017 | 18:05

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurveig Þóra Sigurðardóttir – 4. febrúar 2017

Það er Sigurveig Þóra Sigurðardóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Sigurveig Þóra er fædd 4. febrúar 1957 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Sjá má viðtal Golf 1 við Sigurveigu Þóru með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu Unnar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Sigurveig Þóra Sigurðardóttir (60 ára merkisfmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag: Helmut Stolzenwald (f. 4. febrúar 1901 – d. 5. febrúar 1958) Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun GHR árið 1952 og forystumaður í klúbbnum fyrstu árin. Helmut fæddist í Þýskalandi en fluttist til Íslands 1924 og settist Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: María Parra (44/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Næst verður sú kynnt sem varð ein í 11. sætinu og hlaut kortið sitt og FULLAN keppnisrétt á LPGA, en það er spænski kylfingurinn María Parra. Parra lék á samtals á 7 undir pari 353 höggum (76 71 67 68 71). María Parra er fædd í Guadiaro á Spáni 4. desember 1997 og því 19 ára. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2017 | 10:15

PGA: An og Steele efstir á Phoenix Open – Hápunktar 2. dags

Það eru tveir kylfingar sem deila efsta sætinu á Waste Management Phoenix Open; Byeong Hun An og Brendan Steele. Báðir hafa spilað á 10 undir pari, 132 höggum: An (66 66) og Steele (65 67). Í 3. sæti höggi á eftir eru 4 kylfingar: Matt Kuchar, sem var í forystu eftir 1. dag; Sung Kang frá S-Kóreu; Japaninn Hideki Matsuyama og Skotinn Martin Laird. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á  Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á  Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2017 | 10:00

Evróputúrinn: Sergio Garcia efstur í Dubaí í hálfleik – Hápunktar 2. dags

Sergio Garcia heldur forystunni í Omega Dubaí Desert Classic mótinu, eftir að tókst að ljúka leik á 2. hring nú laugardagsmorgun, en mótinu var frestað í gær vegna vinda sem náðu 35 milna hraða á klst. og rifu m.a. upp 5 tré á golfvellinum í Dubaí og hreyfðu bolta á flötum. Garcia er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (65 67). Garcia hefir 3 högga forystu á landa sinn Nacho Elvira, sem leikið hefir á 9 undir pari, 135 höggum (67 68) og er í 2. sæti. Tiger Woods dró sig úr mótinu vegna bakverkja skv. umboðsmanni hans Mark Steinberg, en sjá má viðtal við Steinberg Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2017 | 07:00

LPGA: Ólafía Þórunn í Morning Drive

Í síðasta mánuði (janúar 2017) voru 3 af nýliðum á LPGA í viðtali á Morning Drive golfþættinum. Þetta voru Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, enski Solheim Cup kylfingurinn Mel Reid og indverski kylfingurinn Aditi Ashok. Rætt var um keppnistímabilið sem framundan er og jafnframt kynnti Ólafía styrktaraðila sinn KPMG. Þar sem um viðtal í höfuðstöðvum Morning Drive, Golf Channel var að ræða voru nýliðarnir látnir skrifa á töflu þeirra sem hafa verið í viðtali hjá Morning Drive – Sjá má Ólafíu árita töfluna hér að neðan: Sjá má myndskeið úr Morning Drive þætti Golf Channel með Ólafíu Þórunn með því að SMELLA HÉR:  … og með því að SMELLA HÉR: