Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Kiran Matharu (36/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Nú erum við að kynna þær óheppnu, sem höfnuðu í 31. sætinu og voru alveg við það að hljóta fullan spilarétt á LET, en leika því miður allar á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2017 | 09:45

PGA: Drukkinn áhangandi dettur á Phoenix Open – Sjáið „Beef“ á 16. á TPC Scottsdale

Í gær lauk á TPC Scottsdale, Waste Management Phoenix Open. Mótið er allaveganna meðal leikmanna PGA Tour talið eitt það erfiðasta á keppnistímabilinu m.a. vegna mikils hávaða frá áhorfendum, sem oft á tíðum eru drukknir og með ólæti. Sérstaka skelfingu vekur par-3 16. brautin. Sjá má hér í meðfylgjandi frétt golffréttavefsíðunnar Bunkered dæmi um einn drukkinn áhanganda og þegar horft er á hann þar sem hann dettur á leið í áhorfendastúku, þá sér maður af hverju oft á tíðum er vísað til drukkinna manna sem „skakkra.“ Eins má sjá í öðru myndskeiði í frétt Bunkered enska kylfinginn Andrew „Beef“ Johnson á hinni skelfilegu par-3 16. braut TPC Scottsdale. Sjá má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2017 | 09:30

Hvað var í sigurpoka Sergio Garcia í Dubaí?

Eftirfarandi kylfur og verkfæri voru í golfpoka spænska kylfingsins Sergio Garcia þegar hann sigraði á Omega Dubai Desert Classic, 5. febrúar 2017: Dræver: TaylorMade M2 2017 (9.5°). Skaft: Mitsubishi Rayon Kuro Kage Silver TiNi 80X. Brautartré: TaylorMade M1 2017 (15° og 19°). Skaft: Mitsubishi Rayon Kuro Kage Silver TiNi 80X. Járn: TaylorMade P750 Tour Proto (3-PW). Sköft: Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 130X. Fleygjárn: TaylorMade Milled Grind (52° og 58°). Sköft: Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 130X. Pútter: TaylorMade TP Collection Juno. Golfboltar: TaylorMade TP5.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2017 | 09:00

Hvað var í sigurpoka Matsuyama?

Hér er listi yfir „verkfærakassa“ þ.e. hvað var í poka japanska kylfingsins Hideki Matsuyama þegar hann sigraði á Waste Managment Phoenix Open í gær, 5. febrúar 2017. Það má með sanni segja að það kenni ýmissa grasa í poka Matsuyama og svo virðist sem hann velji sér sjálfur bland í poka og það sem hentar leik hans best. 5 stórmerki einkenna pokann: Srixon, Callaway, Cleveland, TaylorMade og Titleist – það sem kannski vekur athygli er að hanns pilar ekki með japönskum kylfum. Eftirfarandi „spýtur“, járn og önnur verkfæri voru í poka Hideki: Bolti: Srixon Z-Star XV. Dræver: Callaway Great Big Bertha (Graphite Design DI-8 TX), 9°. 3-tré: TaylorMade M2 (2017), Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2017 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Stefán Þór hefur leik í dag í Flórída

Stefán Þór Bogason, GR, er að hefja feril sinn í dag í bandaríska háskólagolfinu þegar hann tekur þátt í 1. móti, sem er á dagskrá hjá hákólaliði Florida Institute of Technology (FIT). Stefán Þór er m.a. klúbbmeistari GR 2014. Stefán Þór hefur leik á The Titan Winter Invitational, sem fram fer í Sun Tree CC í Melbourne, Flórída. Mótið stendur dagana 6.-7. febrúar 2017. Gestgjafi mótsins er Eastern Florida State. Golf 1 mun verða með úrslit úr mótinu um leið og þær liggja fyrir.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2017 | 07:00

PGA: Matsuyama sigurvegari Phoenix Open e. bráðabana v/Simpson – Hápunktar 4. dags

Það var japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama, sem stóð uppi sem sigurvegari á Waste Management Phoenix Open. Hann lék á samtals 17 undir pari, 267 höggum (65 68 68 66 ), líkt og Webb Simpson (67 71 65 64 ), sem átti glæsilokasprett og varð því að koma til bráðabana milli þeirra. Það varð að spila par-4 18. holu TPC Scottsdale tvívegis en allt í stáli. Þá var farið á par-4 10. holuna og enn léku báðir á pari. Það var ekki fyrr en á 4. holu bráðabanans sem Matsuyama sigraði með fugli meðan Simpson var enn á ný á parinu. Einn í 3. sæti var Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku á samtals Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2017 | 19:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Bethan Popel (35/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Nú erum við að kynna þær óheppnu, sem höfnuðu í 31. sætinu og voru alveg við það að hljóta fullan spilarétt á LET, en leika því miður allar á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Mel Reid (45/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Næst verða þær kynntar, sem deildu 8. sætinu og hlutu kortið sitt og FULLAN keppnisrétt á LPGA, en það eru enski kylfingurinn Mel Reid (69 64 75 72 72); danski kylfingurinn Therese O´Hara (75 70 73 68 66) og kanadíski kylfingurinn Jennifer Ha (70 74 69 67 72). Allar léku þær á samtals á 8 undir pari Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2017 | 17:00

Evróputúrinn: Garcia sigraði í Dubaí

Svo sem búist var við sigraði spænski kylfingurinn Sergio Garcia á móti Evrópumótaraðarinnar Omega Dubaí Desert Classic, en hann var búinn að vera í forystu alla keppnisdagana. Sigurskor Garcia var 19 undir pari, 269 högg og allir hringir undir 70 (65 67 68 69).  Fyrir sigurinn hlaut Garcia €410,224 sem eru u.þ.b. 51 milljón 380.556 þúsund íslenskra króna (miðað við gengið 1 evra = 125.25 íslenskar krónur). Í 2. sæti varð Henrik Stenson á samtals 16 undir pari og í 3. sæti enski kylfingurinn Tyrell Hatton og hinn danski Lasse Jensen, báðir á samtals 14 undir pari. Til þess að sjá hápunkta lokahrings Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR:  Til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rún Pétursdóttir —- 5. febrúar 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Rún Pétursdóttir, GR. Rún er fædd. 5. febrúar 1995 og á því 22 ára afmæli í dag. Rún spilaði á Unglingamótaröðunum sumurin 2011 og 2012 og er m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2011, í flokki 15-16 ára. Eins var Rún var í kvennasveit GR sem varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ 2011 og tók í kjölfarið þátt í European Ladies Club Trophy, sem fram fór á eyjunni Corfu á Grikklandi, haustið 2011. Komast má á facebook síðu Rúnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Rún Pétursdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jane Geddes, 5. Lesa meira