PGA: Þoka frestaði leik á AT&T Pebble Beach mótinu – Spieth leiðir – Hápunktar 2. dags
Það eru þeir Jordan Spieth og Derek Fathauer, sem leiða á móti PGA Tour, AT&T Pebble Beach Pro Am eftir hring föstudagsins, þegar keppni var frestað vegna þoku. Spieth hafði lokið hring sínum og spilað á 10 undir pari 133 höggum (68 65). Fathauer á eftir að klára leik á lokaholunni og er á sama skori og Spieth þ.e. 10 undir pari. Sjá má hápunkta AT&T Pebble Beach Pro Am með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á AT&T Pebble Beach Pro Am með því að SMELLA HÉR:
LET: Valdís Þóra úr leik
Litlu munaði að Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL kæmist í gegnum 2. niðurskurðinn á Oates Vic´s Open í Ástralíu. Í nótt var hún ýmist úti eða inni en lauk 3. hringnum á 74 höggum, sem dugði því miður ekki. Samtals lék Valdís Þóra á 218 höggum (71 73 74) og munaði 3 höggum að hún kæmist gegnum niðurskurð. Oates Vic´s mótið er þannig að skorið er niður tvívegis og lokadaginn spila einvörðungu 35 efstu eftir 2 niðurskurði. Valdís flaug í gegnum fyrri niðurskurðinn en því miður gekk ekki eftir að hún kæmist í gegnum seinni niðurskurðinn líka. Í efsta sæti fyrir lokahringinn er Mel Reid, sem spilar bæði á Lesa meira
Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-12 f. lokahringinn á The Tony Jacklin mótinu
Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR tekur nú þátt í Open The Tony Jacklin mótinu, sem er hluti af Pro Golf mótaröðinni og fer fram í Casablanca, Marokkó. Hann er búinn að spila báða keppnishringina á samtals 6 undir pari, 138 höggum (69 69). Báða keppnisdagana er hann búinn að skila skollalausu skorkorti og er með samtals 6 fugla og 30 pör sem er frábær árangur! Efstu menn fyfir lokahringinn eru þrír: Þjóðverjinn með sérstaka nafnið Nicolai Von Dellingshausen, landi hans Marc Hammer og Pedro Figueiredo frá Portúgal allir á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Open The Tony Jacklin SMELLIÐ HÉR:
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Yan Liu (40/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að byrja að kynna þær heppnu, sem höfnuðu í 21. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 4 stúlkur sem allar léku á 3 undir pari, 357 höggum, hver. Þetta eru þær Neha Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Jeong Eun Lee (50/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Næst verður sú kynnt, sem varð ein í 5. sætinu og hlaut kortið sitt og FULLAN keppnisrétt á LPGA, en það er Jeong Eun Lee (69 73 70 69 69 ). Hún lék á samtals á 10 undir pari 350 höggum. Jeong Eun Lee fæddist 20. október 1988 og er því 28 ára. Jeong Eun Lee gerðist atvinnumaður Lesa meira
Evróputúrinn: Wiesberger í forystu í Malasíu – Hápunktar 2. dags
Bernd Wiesberger frá Austurríki er efstur eftir 2. keppnisdag á Maybank Championship í Malasíu. Hann er búinn að spila á samtals 12 undir pari 132 höggum (69 63). Á 2. hring fékk Wiesberger m.a. 9 fugla í röð (samfellt frá 7.-15. braut). Í 2. sæti er Masters sigurvegarinn 2016, Danny Willett, 1 höggi á eftir. Til þess að sjá stöðuna á Maybank Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Maybank Championship SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Íris Katla Guðmundsdóttir – 10. febrúar 2017
Það er Íris Katla Guðmundsdóttir, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Íris Katla er fædd 10. febrúar 1992 og á því 21 árs afmæli í dag. Hún byrjaði í golfi 2006, þ.e. 14 ára og var byrjuð að keppa á unglingamótaröðinni árið eftir, 2007. Meðal afreka Írisar Kötlu á golfsviðinu eru Íslandsmeistaratitlar með sveit GR í sveitakeppni GSÍ 2010 og 2011. Í kjölfarið tók Íris Katla þátt í Ladies Club Trophy keppninni, þ.e. Evrópumóti klúbba á Corfu ásamt Sunnu Víðisdóttur og Rún Pétursdóttur. Íris Katla hefir farið holu í höggi, en draumahöggið sló hún á Costa Ballena, 14. maí 2011. Íris Katla spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Queens, þaðan sem Lesa meira
LET: Valdís Þóra T-34 e. 2. dag á Oates Vic Open
Valdís Þóra Jónsdóttir, ativnnukylfingur úr GL, tekur nú þátt í fyrsta móti sínu á LET, með fullan spilarétt á mótaröðinni. Og hún er að gera aldeilis fína hluta; komin í gegnum niðurskurð á þessu 1. móti sínu T-34 þegar örfáir eiga eftir að ljúka leik, en ekki tókst að ljúka leik á 1. keppnisdegi. Alls er Valdís Þóra búin að spila á 2 undir pari, 144 höggum (71 73). Á 2. hringnum í gær spilaði Valdís Þóra á parinu fékk 2 fugla og 2 skolla. Efst í mótinu sem stendur er danski kylfingurinn Nicole Broch Larsen en hún hefir samtals spilað á 12 undir pari, 134 höggum (67 67). Sjá Lesa meira
Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-22 e. 1. dag í Casablanca
Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Open The Tony Jacklin sem er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni. Mótið fer fram á Tony Jacklin vellinum í Casablanca, Marokkó. Þórður Rafn lék fyrsta hringinn á 3 höggum undir pari, 69 höggum; skilaði skollalausu fallegu korti með 3 fuglum og 15 pörum. Hann er jafn 10 öðrum í 22. sæti eftir 1. dag. Sjá má stöðuna á Open The Tony Jacklin með því að SMELLA HÉR:
PGA: 3 efstir á Pebble Beach þegar leik er frestað á 1. degi vegna veðurs
Ekki tókst að ljúka 1. hring á AT&T Pebble Beach Pro-Am í gær vegna veðurs. Þegar fjölmargir eiga eftir að ljúka leik eru Bandaríkjamennirnir Rick Lamb og Joel Dahmen ásamt Seung-Yul Noh frá Suður-Kóreu efstir; en allir léku þeir 1. hring á 4 undir pari, 68 höggum. Bandaríkjamaðurinn Mark Hubbard er sá eini af 4, sem deila 4. sætinu sem lokið hefir leik, en allir þessir fjórir eru sem stendur á 3 undir pari, þ.á.m. Jordan Spieth. Sjá má The Takeaway frá 1. degi AT&T Pebble Beach Pro-Am með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á AT&T Pebble Beach Pro-Am með því að SMELLA HÉR:










