Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og golflið Minnesota háskóla luku leik í 3. sæti á Big Ten
Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota háskóla luku leik í 3. sæti í Big Ten holukeppninni. Mótið fór fram dagana 10.-11. febrúar og lauk því í gær. Mótsstaður var Hammock Beach Resort á Palm Coast í Flórída. Sjá má lokastöðuna í Big Ten Matchplay með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Rúnars og „The Golden Gophers“ golfliðs Minnesota háskóla er 5. mars nk.
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Elia Folch (42/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að byrja að kynna þær heppnu, sem höfnuðu í 21. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 4 stúlkur sem allar léku á 3 undir pari, 357 höggum, hver. Þetta eru þær Neha Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún og Drake luku leik í 10. sæti í Flórída
Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu Drake luku leik í 10. sæti á Ball State Sunshine Invite mótinu, sem var fyrsta mótið á vormótaskrá Drake. Mótið fór fram dagana 10.-11. febrúar í St. Lucie Trail Golf Club í Port St. Lucie í Flórída og lauk því í gær. Sigurlaug Rún lék sífellt betur með hverjum hringnum á mótinu; var á samtals 37 yfir pari, 253 höggum (86 84 83). Í einstaklingskeppninni varð Sigurlaug Rún T-39. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Sigurlaugar Rún og Drake í bandaríska háskólagolfinu er 13. mars n.k.
PGA: Spieth enn efstur á Pebble Beach – Hápunktar 3. hrings
Jordan Spieth heldur enn forystu sinni á AT&T Pebble Beach Pro Am eftir 3. keppnisdag. Hann er búinn að spila á samtals 17 undir pari, 198 höggum (68 65 65). Spieth hefir 6 högga forystu á næsta keppanda, en í 2. sæti er Brandt Snedeker á samtals 11 undir pari. Sjá má stöðuna á AT&T Pebble Beach Pro Am með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 3. dags á AT&T Pebble Beach Pro Am með því að SMELLA HÉR:
Valdís Þóra: „Slæmu höggunum fer fækkandi“
„Heilt yfir var þetta gott mót og annað mótið í röð þar sem ég fæ ekki tvöfaldann skolla (double bogey). Slæmu höggunum fer því fækkandi og ég þarf að halda því áfram,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir við golf.is eftir þriðja hringinn í Ástralíu þar sem hún lék á sínu fyrsta LET móti á ferlinum. Valdís Þóra lék á -1 samtals á þremur keppnishringjum en hún komst í gegnum fyrri niðurskurðinn á mótinu og endaði í 51.-53. sæti. „Vippin voru góð í þessu móti sem var sérstakt því ég hafði lítið getað æft þau fyrir þetta mót. Æfði bara á gervigrasi og það er jákvætt að fá þessa niðurstöðu. Ég var Lesa meira
Evróputúrinn: Zanotti sigraði í Maybank mótinu
Það var Fabrizio Zanotti frá Paraguay, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á Evróputúrnum; Maybank Malaysia. Zanotti spilaði samtals á 19 undir pari, 269 höggum ( 70 69 67 63). Það var sérstaklega glæsilegur lokahringur Zanotti, sem tryggði honum sigurinn. Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn David Lipsky aðeins 1 höggi á eftir á samtals 18 undir pari og í 3. sæti varð austurríki kylfingurinn Bernd Wiesberger. Sjá má hápunkta lokahrings Maybank Malaysia með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Maybank Malaysia SMELLIÐ HÉR:
Pro Golf Tour: Þórður Rafn lauk leik T-23 í Casablanca
Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR lauk keppni í gær í Open The Tony Jacklin mótinu, sem er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinn. Mótið fór fram í Casablanca, Marokkó. Þórður Rafn lék á samtals samtals 6 undir pari, 210höggum (69 69 72) og hafnaði í 23. sæti ásamt Þjóðverjanum Benedict Staben. Á lokahringnum lék Þórður Rafn á sléttu pari, 72 höggum fékk 2 fugla og 2 skolla; fyrstu og einu skollana á 3 keppnishringjum mótsins. Sá sem sigraði í mótinu var Hollendingurinn Robbie van West en hann lék á samtls 12 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Open The Tony Jacklin SMELLIÐ HÉR:
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Sadena Parks (51/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Næst verða þær kynntar sem deildu 3. sætinu og hlutu kortið sitt og báðar FULLAN keppnisrétt á LPGA. Þetta eru þær Angel Yin og Sadena Parks báðar frá Bandaríkjunum. Þær spiluðu báðar á 11 undir pari, 349 höggum: Angel Yin (74 67 69 68 71 ) og Sadena Parks (69 72 67 68 73). Byrjað verður á því Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Jonna Sverrisdóttir og Hákon Gunnarsson – 11. febrúar 2017
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Jonna Sverrisdóttir og Hákon Gunnarsson. Jonna er fædd 11. febrúar 1957 og á því 60 ára stóramæli í dag. Komast má á facebook síðu hennar til þess að óska henni til hamingju hér að neðan Jonna Sverrisdóttir – 60 ára merkisafmæli – Innilega til hamingju!!! Hákon Gunnarsson er fæddur 11. febrúar 1997 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Hákons til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Hákon Gunnarsson – 20 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Burt Reynolds (leikari), 11. febrúar 1936 (81 árs); Davíð Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Luna Sobron (41/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að byrja að kynna þær heppnu, sem höfnuðu í 21. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 4 stúlkur sem allar léku á 3 undir pari, 357 höggum, hver. Þetta eru þær Neha Lesa meira










