Web.com: Ethan Tracy sigraði á ótrúlegan hátt í Kólombíu – Högg ársins e.t.v. í höfn? – Myndskeið
Pebble Beach Pro-Am mótið er þekkt í gegnum tíðina fyrir heilmikla dramatík og spennu en í sl. viku má segja að 2. deildin, Web.com hafi slegið jafnvel Pebble Beach mótinu við, hvað varðar dramatík á golfvellinum. Mót Web.com Tour fór sl. helgi fram í Bogota í Kólombíu og nefndist það Club Colombia Championship. Á lokaholu sinni var Ethan Tracy 2 höggum á eftir forystumönnum mótsins. Hann varð að leggja upp á par-5 18. holu vallarins og átti eftir 101 yarda í holu í 3. höggi. Hinn 27 ára Tracy hafði fram að þessu móti tvívegis ekki komist í gegnum niðurskurð í móti og þarna þurfti hann nánast á kraftaverki að halda Lesa meira
Champions Tour: Daly hendir pútter í vatnshindrun
Hinn 50 ára John Daly tók þátt í móti öldungamótaraðar PGA þ.e. Champions Tour nú um helgina. Hann dró sig hins vegar úr móti öldungamótaraðarinnar þ.e. Allianz Championship á Champions Tour á 4. og lokahringnum í fyrradag (sunnudaginn) og bar fyrir sig bakmeiðsli. Áður en hann gerði það henti hann pútter sínum í nálæga vatnshindrum. Daly var kominn á 3 yfir par eftir 7 holu spil og eftir að hafa fengið skolla í röð ákvað hann að nú væri komið nóg. Skv. Links Magazine, fann Daly til í settauginni (ens sciatic nerve) og eftir að hafa orðið fyrir vonbrigðum með leik sinn henti hann pútternum bara í nálæga vatshindrum og fór af velli. Daly Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (53/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Sú sem varð í 2. sæti og hlaut fullan keppnisrétt á LPGA í fyrstu tilraun sinni, sem hún tekur þátt í lokaúrtökumóti LPGA, er Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR og var hún kynnt fyrst af öllum – Þar sem aðeins á eftir að kynna þá sem varð í 1. sætinu Jaye Marie Green verður þessi Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Jensson – 13. febrúar 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Jensson. Ágúst er fæddur 13. febrúar 1977 og á því 40 ára merkisafmæli í dag. Ágúst býr í Þýskalandi þar sem hann starfar sem yfirvallarstjór St. Leon Rot golfklúbbsins virta. Sjá má kynningu Golf 1 á St. Leon Rot með því að SMELLA HÉR: Þar áður gegndi Ágúst starfi framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akureyrar (GA). Ágúst er kvæntur Dagbjört Víglundsdóttur. Komast má á facebook síðu Ágústs hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið!!!, Ágúst Jensson 40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Patty Berg, 13. febrúar 1918-d. 10. september 2006; Michael Hoey, Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Puk Lyng Thomsen (43/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að byrja að kynna þær heppnu, sem höfnuðu í 21. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 4 stúlkur sem allar léku á 4 undir pari, 356 höggum, hver. Þetta eru þær Ana Lesa meira
GSG: Annel og Ævar Már sigruðu á fyrsta móti ársins Opna Febrúarmóti – Sporthúsins
Laugardaginn 11. febrúar 2017 fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði fyrsta mót ársins 2017, en það var Opna Febrúarmótið – Sporthúsins. Þátttakendur voru 33 og luku 30 keppni. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Punktakeppni: 1.sæti – Ævar Már Finnsson 32 punktar (22 á seinni 9) 2.sæti – Ríkharður Sveinn Bragason 32 punktar (12 á seinni 9) 3. sæti. – Hannes Jóhannsson 30 punktar (11 á síðustu 6) Höggleikur: 1.sæti – Annel Jón Þorkelsson 83 högg Næstur holu á 2. braut: Gerður Kristín Hammer 2,75m. Næstur holu á 17. braut Hinrik Stefánsson 1,81m. Vinnigshafar geta vitjað vinninga sína upp í skála í vikunni eða haft samband í síma 894-9265 til að vitja Lesa meira
PGA: Spieth sigraði á AT&T Pebble Beach Pro Am
Það var Jordan Spieth sem stóð uppi sem sigurvegari á AT&T Pebble Beach Pro Am. Hann lék samtals á 19 undir pari, 268 höggum (68 65 65 70). Spieth átti 4 högg á þann sem næstur kom en það var bandaríski kylfingurinn Kelly Kraft en hann var sem sagt á samatals 15 undir pari, 272 höggum (69 70 66 67). Í 3. sæti varð síðan Dustin Johnson á samtals 14 undir pari og í 4. sæti Brandt Snedeker á samtals 13 undir pari. Sjá má lokastöðuna á AT&T Pebble Beach Pro Am með því að SMELLLA HÉR:
Golfgrín á sunnudegi 2017 (2)
Hér er einn á ensku sem nefnist: „A Politician dies and has to spend one day in hell.“ A politician ends up standing in front of the Pearly Gates. Saint Peter looks at him for a second, flicks through his books and finds his name. „So you´re a politician ….“ „Well yes. Is that a problem?“ „Oh no, no problem. But we´ve recently adopted a system for people in your line of work and unfortunately you will have to spend a day in Hell. After that, however, you´re free to choose where you want to spend eternity.“ „Wait. I have to spend a day in Hell!?“ says the politician. „Those Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Angel Yin (52/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Næst verða þær kynntar sem deildu 3. sætinu og hlutu kortið sitt og báðar FULLAN keppnisrétt á LPGA. Þetta eru þær Angel Yin og Sadena Parks báðar frá Bandaríkjunum. Þær spiluðu báðar á 11 undir pari, 349 höggum: Angel Yin (74 67 69 68 71 ) og Sadena Parks (69 72 67 68 73). Búið er að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Anna Snædís Sigmarsdóttir – 12. febrúar 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Anna Snædís Sigmarsdóttir. Anna Snædís er fædd 12.febrúar 1962 og því 55 ára í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og ein af forgjafarlægstu kvenkylfingum á Íslandi. Anna Snædís er auk þess oftast ofarlega í golfmótum t.a.m. var hún í efsta sæti eftir 1. púttmót á Púttmótaröð Keiliskvenna nú nýverið á 27 púttum. Anna Snædís er móðir afrekskylfingsins Önnu Sólveigar Snorradóttur. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gudrun Larusdottir, f. 12. febrúar 1942 (75 ára); Hjörtur Lárus Harðarson, 12.febrúar 1951 (66 ára); Desmond John Smyth, 12. febrúar 1953 (64 ára); Tadahiro Takayama, 12. febrúar 1978 (39 ára); Shiv Kapur, 12. febrúar 1982 (35 ára); Lejan Lesa meira










