Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2017 | 05:00

LPGA: Ólafía Þórunn á 72 e. 1. dag í Ástralíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf leik kl. 20:41 að íslenskum tíma, 15. febrúar 2017 á ISPS Handa mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Fyrsti keppnisdagurinn af alls fjórum er fimmtudaginn 16. febrúar. Klukkan var 7:11 að morgni að staðartíma í Adelaide. Staðartími á mótsstaðnum er 10 ½ klukkustundum á undan þeim íslenska og hefst því mótið á miðvikudagskvöld hér á landi. Ólafía Þórunn er í ráshóp með Belen Mozo frá Spáni og Celine Herbin frá Frakklandi í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Þær hófu leik á 10. teig á fyrsta hringnum. Mozo hefur verið á LPGA frá árinu 2011 og Herbin hefur leikið á LPGA frá árinu 2015. Mozo er í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Lauren Taylor (45/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að byrja að kynna þær heppnu, sem höfnuðu í 21. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 4 stúlkur sem allar léku á 4 undir pari, 356 höggum, hver. Þetta eru þær Ana Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Jane Seymour og Jóhann J Ingólfsson – 15. febrúar 2017

Það eru Jóhann J. Ingólfsson og  leikkonan Jane Seymour (sem heitir réttu nafni Joyce Penelope Wilhelmina Frankenberg) sem eru afmæliskylfingur dagsins. Jóhann fæddist 15. febrúar 1956 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Jane Seymour fæddist 15. febrúar 1951 og er því 66 ára í dag. Jane er fjórgift og á 4 börn: Katherine (1982) og Sean Flynn (1986) með eiginmanni nr. 3, David Flynn. Hún var 43 ára þegar hún reyndi aftur að eignast að eignast barn með eiginmanni nr. 4, James Keach og eftir 2 fósturlát eignaðist hún loks tvíburana Kris og John 1995, næstum 45 ára. Strákana sína nefndi hún eftir fjölskylduvinunum Christopher Reeves og Johnny Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Jaye Marie Green (54/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45. 155 þátttakendur voru að þessu sinni. Sú sem sigraði og hlaut fullan keppnisrétt á LPGA var Jaye Marie Green og er hún síðasta „nýja stúlkan á LPGA“ sem verður kynnt. Öfugt við Ólafíu Þórunni, sem var í 1. skipti að taka þátt í Q-school LPGA,  þá var Jaye  í 2. sinn í Q-school …. og þetta var í 2. skiptið sem hún sigraði!!! Jaye Marie Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mickey Wright —- 14. febrúar 2017

Konan, með einhverja þá fallegustu sveiflu, sem sést hefir í golfinu Mickey Wright á afmæli í dag. Mickey fæddist 14. febrúar 1935 og er því 82 ára í dag. Mary Kathryn „Mickey“ Wright, fæddist Valentínusardaginn, 14. febrúar 1935, í San Díego, Í Kaliforníu. Hún vann 82 sigra á LPGA-mótaröðinni, sem gerir hana að þeirri konu sem unnið hefir næstflesta sigra á þeirri mótaröð, aðeins Kathy Whitworth hefir sigrað oftar á LPGA, eða í 88 skipti. Þrettán af sigrum Mickey voru á risamótum og líka hér lendir Mickey í 2. sæti – en flesta sigra á risamótum hefir Patty Berg unnið. Mickey Wright var á toppi peningalistans á 4 ár í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Frida Gustafsson Spang (44/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að byrja að kynna þær heppnu, sem höfnuðu í 21. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 4 stúlkur sem allar léku á 4 undir pari, 356 höggum, hver. Þetta eru þær Ana Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2017 | 12:00

LPGA: Ólafía Þórunn mætt til leiks í Ástralíu á ISPS Handa mótið

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er mætt til Ástralíu þar sem hún mun leika á ISPS Handa mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Keppt er á The Royal Adelaide í Suður-Ástralíu en par vallarins er 73 högg. Völlurinn er 6,681 stikur eða um 6,100 metrar að lengd. Heildarverðlaunféð á mótinu er 1,3 milljónir dalir eða um 160 milljónir kr. Verðlaunféð er það sama og á Pure Silk mótinu sem var fyrsta mót ársins 2017 og fór fram á Bahamas. Þetta er í sjötta sinn sem ISPS-Handa mótið fer fram á þessum stað. Ólafía Þórunn endaði í 69.-72. sæti á fyrsta móti ársins á Bahamas og fékk hún 2.800 dollara í verðlaunafé Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2017 | 11:00

Eigið öll góðan Valentínusardag!

Eigið öll góðan Valentínusardag! Í dag er 14. febrúar – dagur elskenda. En af hverju er yfirleitt verið að halda upp á Valentínusardaginn? Upprunann er að finna í kaþólskum sið en Gelasius páfi tók nokkra Valentínusa (Valentínus af Temi, sem lést píslavættisdauða 197 og Valentínus af Róm sem lést píslavættisdauða 269) í píslavættistölu 496 – menn sem gáfu líf sitt vegna ástar á frelsi og í andstöðu við kúgun. Upprunalegu Valentínusarnir höfðu því litla tengingu við rómantíska ást – ást þeirra er annars eðlis, ást á mannkyninu eða lífinu almennt, sem þeir voru tilbúnir að gefa sitt eigið fyrir. Fyrsta rómantíska tenging Valentínusar dagsins við ást er í ljóðinu „Parlement Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2017 | 09:00

Hvað var í sigurpoka Zanotti í Malasíu?

Fabrízio Zanotti frá Paraguay sigraði á Maybank Malasia Open um helgina þ.e. 12. febrúar 2017. Hann notaði eftirfarandi verkfæri til þess að öðlast sigurinn:  Dræver: 2017 TaylorMade M1 440 9.5°, Graphite Design Tour AD DI 6X 3 tré: 2016 TaylorMade M2 15°, Mitsubishi-Rayon Tensei CK Pro Blue 70 TX 5 tré: 2016 TaylorMade M2 18°, Mitsubishi-Rayon Tensei CK Pro Blue 80 TX Utilities: TaylorMade RSi UDI 20°, Tour Preffered UDI 23°, Precision Pxi 6.5 Járn  (5-PW): TaylorMade PSi Tour, Precision Pxi 6.5 Fleygjárn: TaylorMade Tour Preferred EF 52°, 58° Pútter: Titleist Scotty Cameron Futura X7M Bolti: Titleist Pro V1 Skór: FootJoy Pro S/L

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2017 | 07:06

Hvað var í sigurpoka Spieth á Pebble Beach?

Jordan Spieth sigraði s.s. flestir golfarar vita á AT&T Pebble Beach Pro Am. Eftirfarandi verkfæri voru í poka hans þegar hann sigraði: Bolti: Titleist Pro V1x Dræver: Titleist 915D2 (Aldila Rogue Black 60X), 9.5°. 3-tré: Titleist 915F, 15°. Blendingur: Titleist 816H2, 21°. Járn (4): Titleist 716 T-MB; (5-9): Titleist 716 AP2; (PW): Titleist Vokey SM6. Fleygjárn: Titleist Vokey SM6 (52°, 56° og 60°). Pútter: Scotty Cameron by Titleist SC-009 prototype