Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Camille Chevalier (47/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að  kynna þær  sem höfnuðu í 18. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 3 stúlkur sem allar léku á 5 undir pari, 355 höggum, hver. Þetta eru þær  Camille Chevalier frá Frakklandi (75 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2017 | 10:00

PGA: Saunders efstur á Genesis Open þegar leik er frestað – Hápunktar 1. dags

Barnabarn Arnold Palmer, Sam Saunders er efstur á móti vikunnar á PGA Tour, Genesis Open þegar leik er frestað. Sam lék 1. hring á 64 höggum – en nokkrir eiga eins og segir eftir að ljúka leik. Í 2. sæti er Dustin Johnson, 1 höggi á eftir. Sjá má stöðuna á Genesis Open með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 1. dags á Genesis Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2017 | 06:30

LPGA: Ólafía á 74 á 2. degi í Ástralíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur s.s. alþjóð veit þátt í ISPS Handa Women´s Australian Open. Á þessari stundu (kl. 6:30) er óvíst hvort Ólafía kemst í gegnum niðurskurð. Hún er samtals búin að spila á sléttu pari 146 höggum (72 74). Á 2. hringnum fékk Ólafía 3 fugla og 4 skolla. Sem stendur er niðurskurður miðaður við slétt par eða betra og dansar Ólafía því alveg á niðurskurðarlínunni en er þó enn réttum megin við hana. Margar eiga þó eftir að ljúka leik. Fylgjast má með stöðunni á ISPS Handa Women´s Australian Open mótinu með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2017 | 06:00

Nordic Golf League: Birgir Leifur lauk keppni jafn í 7. sæti

Birgir Leifur Hafsteinsson, GKG;  Andri Þór Björnsson; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR;  Haraldur Franklín Magnús, GR; og Axel Bóasson, GK tóku allir þátt í Mediter Real Estate Masters mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League.. Mótið fór fram dagana 14.-16. febrúar 2017 á PGA Catalunya, sem er völlur sem er Birgi Leif að góðu kunnur, því þar fara lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar fram. Andri Þór og Axel komust ekki gegnum niðurskurð, en hinir 3 léku lokahringinn. Af þeim lék Birgir Leifur best lauk keppni á  samtals 5 undir pari, 207 höggum (71 69 67) og deildi 7. sætinu með 3 öðrum kylfingum. Haraldur Franklín deildi 31. sætinu með 5 öðrum kylfingum sem allir léku Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hjörleifur G. Bergsteinsson – 16. febrúar 2017

Afmæliskylfingur dagsins er  Hjörlefiur G. Bergsteinsson. Hann er fæddur 16. febrúar 1992 og á því 25 ára stórafmæli. Hjörleifur er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu Hjörleifs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Hjörleifur G. Bergsteinsson – Innilega til hamingju með 25 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Corsar Anderson, f. 16. febrúar 1871 – d. 26. ágúst 1955; Donald Ray Seachrest, f. 16. febrúar 1933 – d. 20. janúar 2006; Marlene Hagge. f. 16. febrúar 1934 (83 ára); Stephen McAllister, 16. febrúar 1962 (55 ára); Hanna Guðlaugsdóttir, 16. febrúar 1968 (49 ára); Ruri Eggertsdottir, 16. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2017 | 15:45

GK: Stækkun hafin á golfskála Keilis

Hafið er að stækka golfskála Golfklúbbsins Keilis. Byggt verður undir svalirnar beggja meginn og stækkar þannig veitingasalurinn umtalsvert. Einnig stendur til að breyta afgreiðslunni í veitingasölunni. Verður því auðveldara að hafa opið þrátt fyrir að færri veislur séu í gangi á sama tíma. Framkvæmdalok eru áætluð með vorinu.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2017 | 15:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Ana Menendez (46/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að byrja að kynna þær heppnu, sem höfnuðu í 21. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 4 stúlkur sem allar léku á 4 undir pari, 356 höggum, hver. Þetta eru þær Ana Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2017 | 12:00

Adam Scott ætlar að byrja árið m/stæl

Adam Scott hefur keppnistímabilið 2017 á PGA Tour á einum af uppáhaldsgolfvöllum sínum en hann tekur þátt í Genesis Open í Riviera Country Club í Kaliforníu, sem hefst í kvöld. Scott er fyrrum sigurvegari í mótinu og hefir tvívegis landað 2. sætinu þ.á.m. á sl. ári þegar hann var aðeins 1 höggi á eftir þeim sem á titil að verja en það er Bubba Watson. Völlurinn er þekktur undir nafninu Hogan’s Alley vegna þess að hinn mikli Ben Hogan sigraði í Opna bandaríska risamótinu á vellinu og líka tvívegis á Los Angeles Opens á vellinum á árunum 1947 til 1948. Scott verður hins vegar að koma með besta leik sinn ætli hann að bæta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Eyþór Hrafnar og Faulkner luku leik í 4. sæti í Georgia

Eyþór Hrafnar Ketilsson, úr GA spilar með Faulkner í bandaríska háskólagolfinu. Þann 13.-14. febrúar sl. tók hann þátt í fyrsta móti sínu með liðinu og gekk bara mjög vel. Hans er m.a. getið á vefsíðu skólans þar sem fjallað er um fyrsta mót hans sem var Coastal Georgia Invite og sjá má með því að SMELLA HÉR:  Mótið fór fram á Sea Island Retreat golfvelium á St. Simmons Island og voru þátttakendur 99 frá 16 háskólum. Eyþór Hrafnar lék á samtals 162 höggum (79 83) og varð T-52 í einstaklingskeppninni. Faulkner varð í 4. sæti af háskólaliðunum 16. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2017 | 07:00

Evróputúrinn: Fylgist með ISPS Handa HÉR!!!

Mót Evróputúrsins í þessari viku er ISPS Handa World Super 6 Perth. Líkt og konurnar á LET og LPGA fer mótið fram í Ástralíu þ.e. á velli Lake Karinyup CC. Þegar þetta er ritað rétt fyrir kl. 7 fimmtudagsmorgunin 16. febrúar 2017 er heimamaðurinn Brett Rumford efstur á samtals 6 undir pari og hefir lokið leik. Japaninn Hideti Tanihara er einnig á 6 undir pari en á eftir að ljúka leik. Fylgjast má með stöðinni á ISPS Handa World Super 6 Perth með því að SMELLA HÉR: