Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2017 | 03:00

Skrautlegt skorkort hjá Ólafíu e. fyrstu 9 lokaholurnar í Ástralíu

Það er ansi skrautlegt skorkortið hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, atvinnukylfingi úr GR, í hálfleik á lokahring ISPS Handa Women´s Australían Open. Ólafía Þórunn er búin að spila fyrstu 9 lokaholurnar á 1 yfir pari. Hún byrjaði á 1. teig – fékk fyrst 3 pör í röð og síðan skolla sem hún tók aftur með fugli.  Á 6. og 7. holu kom slæmur kafli skolli og tvöfaldur skolli, sem Ólafíu tókst að taka að einhverju leyti aftur með tveimur fuglum. Þegar þetta er ritað (kl. 3:00 aðfaranótt sunnudags) þá er Ólafía Þórunn T-28, sem er frábær árangur, takist henni að halda þessu svona næstu 9 holurnar! Til þess að sjá stöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2017 | 20:30

Ólafía í 23. sæti f. lokahringinn – hefur leik kl. 00:50 í nótt

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 71 höggi eða -2 á þriðja keppnisdeginum á ISPS Handa mótinu í Ástralíu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía fékk alls þrjá fugla og einn skolla á hringnum í nótt og þokaði hún sér upp í 23. sæti fyrir lokahringinn. Hún var í 35. sæti þegar keppnin var hálfnuð og fór því upp um 12 sæti. Þetta er annað mótið á ferlinum hjá Ólafíu á sterkustu mótaröð heims og er hún fyrir ofan heimsþekkta kylfinga fyrir lokahringinn (m.a. nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Lydiu Ko!!!). Keppni á lokahringnum hefst í kvöld en Ólafía Þórunn hefur leik kl. 00:50 aðfaranótt sunnudags. Hún verður með Austin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2017 | 18:00

DJ og Paulina eiga von á 2. barni sínu

Paulina Gretzky og nr. 3 á heimslistanum Dustin Johnson eiga von á 2. barni sínu.  Paulina upplýsti um fréttirnar á Instagram í dag. Jafnframt birti hún mynd af sér sitjandi í lotus-stellingunni á rúmi með heimilishundinum. Þar er hún í húðlitaðri peysu og strýkur sér yfir magann og heldur á sónarmyndinni þar sem á stendur: „Baby Johnson no. 2″ Á Instagram síðu sína skrifaði hún jafnframt: „Coming soon…“  (Lausleg þýðing: „Kemur von bráðar….“)

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Örn Ævar og Bergrós Fríða – 18. febrúar 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Bergrós Fríða Jónasdóttir og Örn Ævar Hjartason. Bergrós Fríða er fædd 18. febrúar 1997 og á því 20 ára afmæli í dag. Hún er í GKG. Komast má á facebook síðu Fríðu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Bergrós Fríða Jónasdóttir (20 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!) Eins og alltaf þegar miklir afrekskylfingar, líkt og Örn Ævar, eiga afmæli er erfitt nema rétt hægt að tæpa á nokkrum helstu afrekum viðkomandi. Þegar minnst er  á Örn Ævar er ekki annað hægt en að geta allra vallarmetanna sem hann á, en það frægasta setti hann eflaust 1998 þegar hann spilaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Vani Kapoor (48/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að kynna þær sem höfnuðu í 18. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 3 stúlkur sem allar léku á 5 undir pari, 355 höggum, hver. Þetta eru þær Camille Chevalier frá Frakklandi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2017 | 13:00

Evróputúrinn: Rumford enn efstur í Ástralíu – Hápunktar 2. dags

Heimamaðurinn Brett Rumford heldur enn forystu sinni á ISPS Handa World Super 6, eftir 3. dag. Hann hefir leikið  á samtals 17 undir pari, 199 höggum ( 66 65 68). Hann hefir 5 högga forskot á þá sem deila 2. sætinu en þ.á.m. er Louis Oosthuizen. Til þess að sjá hápunkta 3. dags  á ISPS Handa World Super 6, SMELLIÐ HÉR:  Sjá má stöðuna á ISPS Handa World Super 6, með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2017 | 10:00

PGA: Veður setur aftur strik í reikninginn á Genesis Open

Ekki tókst að ljúka 2. hring á Genesis Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour,  enn og aftur vegna veðurs. Flestallir kylfingar eiga eftir að ljúka leikjum sínum. Jhonattan Vegas og Sam Saumders voru efstir þegar mótinu var frestað Sjá má hápunkta 2. dags með því að SMELLA HÉR:  Sjá má stöðuna á Genesis Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2017 | 07:15

LPGA: Ólafía Þórunn lék eins og engill 3. dag í Ástralíu

Ólafía Þórun Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, átti sinn besta hring á 3. degi ISPS Handa mótsins í Ástralíu. Hún lék 3. hring á 2 undir pari, 71 höggi; fékk 3 fugla og 1 skolla og er T-23. fyrir lokahringinn. Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 2 undir pari, 217 höggum (72 74 71). Efst fyrir lokahringinn er Lizette Salas frá Bandaríkjunum en hún er búin að spila á samtals 9 undir pari og munar því 7 höggum á henni og Ólafíu.  Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Salas með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á ISPS Handa Woman´s Australian Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2017 | 18:00

7 fá styrk úr Forskoti

Nýverið var úthlutað úr Forskoti afrekssjóði kylfinga og fá alls sjö atvinnukylfingar styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Kylfingarnir eru: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Birgir Leifur Hafþórsson, Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson, Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson . Þetta er í sjötta sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði sem var stofnaður árið 2012. Það er mikið gleðiefni fyrir aðstandendur sjóðsins að íslenskt afreksgolf hefur verið í stöðugri framför frá stofnun hans. Árið 2017 munu, í fyrsta sinn, tveir íslenskir atvinnukylfingar, leika á sterkustu mótaröðunum. Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir og fá þær hæstu styrkina. Ólafía er með keppnisrétt á LPGA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Þór Bjarkason – 17. febrúar 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Bjarki Þór Bjarkason. Hann er fæddur 17. febrúar 1964 og á því 53 ára afmæli í dag. Bjarki er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og er með 22,1 í forgjöf. Bjarki er trúlofaður Ingibjörgu Magneu og þau eiga 4 syni. Komast má á facebook síðu Bjarka til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan   Bjarki Bjarkason (53 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Michael Hoke Austin, f. 17. febrúar 1910 – d. 23. nóvember 2005; Michael Jordan, 17. febrúar 1963 (54 árs); Ignacio Elvira, 17. febrúar 1987 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!) ….. og Lesa meira