Afmæliskylfingur dagsins: Haukur Sigvaldason og Ólöf Guðmundsdóttir – 21. febrúar 2017
Afmæliskylfingar dagsins eru Ólöf Guðmundsdóttir og Haukur Sigvaldason. Þau eru bæði fædd 21. febrúar 1957 og eiga því bæði 60 ára stórafmæli í dag. Ólöf er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu Ólafar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið… Olof Gudmundsdottir – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Komast má á facebook síðu Hauks hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið… Haukur Sigvaldason – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Maurice Bembridge, 21. febrúar 1945 (72 ára); Guðbjörg Ingólfsdóttir (64 ára); Jóhann Pétur Guðjónsson (47 ára); Þórey Eiríka Pálsdóttir (45 ára); Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET: Emma Nilsson (51/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að kynna þær sem höfnuðu í 16. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 2 stúlkur sem báðar léku á 6 undir pari, 354 höggum, hvor. Þetta eru þær Gabriella Cowley frá Englandi Lesa meira
GK: Bjarni vallarstjóri bjartsýnn á gott ástand valla í vor
„Meðalhitinn á landinu að undanförnu hefur verið líkt og í síðari hluta maí mánaðar, og fullkomið golfveður dag eftir dag,“ skrifar Bjarni Hannesson vallarstjóri Hvaleyrarvallar hjá Golfklúbbnum Keili á fésbókarsíðu klúbbsins nýverið. Íslandsmótið í golfi fer fram fram í Hafnarfirði á þessu ári og er Bjarni nokkuð bjartsýnn á að golfvellir landsins verði í góðu ástandi í vor. „Þegar svona viðrar dynja spurningar á eyrum vallastjóra um ástandið. Er þetta gott eða slæmt? Það sem gerist hjá grösum þegar svona viðrar um miðjan vetur, þá missir plantan frostþol sem hún hefur byggt upp frá síðastliðnu hausti. Þannig geta vissar grastegundir þolað allt að -38°C, en hægt og rólega minkar þetta Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Theodór Emil og Þórður Vilberg – 20. febrúar 2017
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Þórður Vilberg Oddsson og Theodór Emil Karlsson. Þórður Vilberg er fæddur 20. febrúar 1966 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Þórðar Vilbergs til þess að óska honum til hamingju með afmæli hér að neðan Þórður Vilberg Oddsson – 50 ára stórafmæli!!! Theodór Emil fæddist 20. febrúar 1991 og er því 26 ára í dag. Komast má á facebooksíðu Theodórs Emils til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Theodór Emil Karlsson (26 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Murle Breer, 20. febrúar 1939 (78 ára); Stewart Murray „Buddy“ Alexander 20. febrúar Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Gabriella Cowley – 50/66
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að kynna þær sem höfnuðu í 16. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 2 stúlkur sem báðar léku á 6 undir pari, 354 höggum, hvor. Þetta eru þær Gabriella Cowley frá Englandi (70 71 Lesa meira
PGA: DJ sigurvegari Genesis Open – Hápunktar 4. dags
Það var hinn verðandi faðir (í 2. sinn) Dustin Johnson (eða DJ eins og hann er alltaf kallaður) sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á PGA, Genesis Open. DJ lék á samtals 17 undir pari, 267 höggum (66 66 64 71). Öðru sætinu deildu Belginn Thomas Pieters og bandaríski kylfingurinn Scott Brown, báðir 5 höggum á eftir DJ á samtals 12 undir pari; Pieters (70 68 71 63) og Brown (68 68 69 67 ). Hópur 4. kylfinga deildi síðan 4. sætinu, allir á 11 undir pari, þ.á.m. Justin Rose. Til þess að sjá lokastöðuna á Genesis Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Lesa meira
Ólafía með risastökk á heimslistanum og í 51. sæti á peningalista LPGA
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tók risastökk á heimslistanum í golfi eftir að hafa endað í 30.-39. sæti á ISPS Handa LPGA mótinu í Ástralíu sem lauk um helgina. Ólafía fór upp um 103 sæti en hún er í 503. sæti. Valdís Þóra Jónsdóttir fer upp um eitt sæti á heimslistanum og er í 692. sæti. Ef litið er eitt ár aftur í tímann hefur Ólafía farið upp um 354 sæti á heimslistanum og Valdís Þóra hefur farið upp um 74 sæti. Lydia Ko frá Nýja Sjálandi er efst á heimslistanum líkt og undanfarnar 70 vikur. Ólafía endaði eins og áður segir í 30.-39. sæti í Ástralíu sem er hennar besti árangur Lesa meira
Evróputúrinn: Rumford sigraði á ISPS Handa World Super 6 Perth – Hápunktar 4. dags
Það var ástralski kylfingurinn Brett Rumford sem sigraði á ISPS Handa World Super 6 Perth í gær, sunnudaginn 19. febrúar 2017. Mótið fór að venju fram í Lake Karrinyup CC. Rumford lék á samtals 17 undir pari og átti 5 högg á næstu keppendur, en fyrstu 3 keppnisdagana var spilaður höggleikur. Lokahringurinn er síðan holukeppni og þar hafði Rumford betur gegn thaílenska kylfingnum Phachara Khongwatmai 2&1, en þeir léku um sigursætið! Að sigurlaunum hlaut Rumford 1,750,000 ástralska dollara eða u.þ.b. 158.5 milljónir ísl.kr. Til þess að sjá hápunkta 4. dags þ.e. lokahringsins SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS Handa World Super 6 Perth SMELLIÐ HÉR:
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Andrea Wong (49/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að kynna þær sem höfnuðu í 18. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 3 stúlkur sem allar léku á 5 undir pari, 355 höggum, hver. Þetta eru þær Camille Chevalier frá Frakklandi Lesa meira
LPGA: Ólafía lauk keppni T-30 í Ástralíu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk keppni í nótt á ISPS Handa Australian Women´s Open. Hún lék samtals á sléttu pari og lauk keppni í 30. sæti sem hún deildi með 9 öðrum kylfingum, þ.á.m. heimsfrægum kylfingum á borð við Michelle Wie og Azahara Muñoz. Ólafía Þórunn lék á samtals 292 höggum (72 74 71 75). Lokahringurinn var hennar versti hringur af keppnisdögunum 4 og fékk hún 4 fugl, 4 skolla og 1 skramba. Til þess að sjá lokastöðuna áISPS Handa Australian Women´s Open SMELLIÐ HÉR:










