Afmæliskylfingur dagsins: Hlöðver Guðnason, Steve Stricker og Bergur Einar – 23. feb 2017
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Hlöðver Guðnason, Steve Stricker og Bergur Einar. Hlöðver er fæddur 23. febrúar 1957 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Hann er í GKG. Komast má á facebook síðu Hlöðvers til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Hlöðver Guðnason – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! Stórkylfingurinn bandaríski Steve Stricker er mörgum að góðu kunnur en hann er fæddur 23. febrúar 1967 og á því 50 ára merkisafmæli í dag. Hann hefir m.a. sigrað í 22 mótum á alþjóðvettvangi þar af 12 á PGA Tour. Loks á Bergur Einar afmæli í dag. Hann er fæddur 23. febrúar 1997 og er Lesa meira
LPGA: Yang og Jutanugarn efstar e. 1. dag í Thaílandi – Hápunktar 1. dags
Það eru þær Ariya Jutanugarn og Amy Yang, sem eru efstar og jafnar eftir 1. dag Honda LPGA Thaíland mótsins sem fram fer í Chonburi, á Thaílandi. Þær hafa báðar leikið á 6 undir pari, 66 höggum. Þriðja sætinu deila 4 kylfingar þ.á.m. Ryann O´Toole frá Bandaríkjunum en þessar 4 eru allar 1 höggi á eftir léku á 5 undir pari, 67 höggum. Ólafía Þórunn keppir ekki í þessu móti á Thaílandi, en hún mætir næst til leiks í Phoenix í mars. Til þess að sjá stöðuna í heild eftir 1. dag Honda LPGA Thaíland mótsins SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Honda LPGA Thaíland mótinu Lesa meira
Evróputúrinn: Fylgist með Joburg Open HÉR!
Mót vikunnar á Evróputúrnum er Joburg Open. Það fer að venju fram í Royal Johannesburg & Kennsington CG. Leikið er á tveimur völlum East Course og West Course. Meðal keppenda eru m.a. heimamennirnir sterku George Coetzee, Jaco van Zyl og Trevor Immelman, Robert Rock frá Englandi og Alvaro Quiros frá Spáni. Mikið ber á heimamönnum og nýgræðingum á Evróputúrnum og ekki mikið af stóru nöfnunum meðal þátttakenda. Fylgjast má með gengi keppenda á mótinu með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar lauk keppni í 7. sæti!!!
Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, keppti í einstaklingshluta Mobile Intercollegiate mótsins þ.e. USA Individual Tournament mótinu, sem fram fór á Magnolía Grove Falls golfvellinum (par 71) í Mobile, Alabama dagana 20.-21. febrúar s.l. Þátttakendur voru 37 frá 12 háskólum – en í liðakeppninni voru þátttakendur fleiri þ.e. 75 frá 15 háskólum. Egill Ragnar keppti ekki f.h. skólaliðs síns. Í einstaklingskeppninni náði Egill Ragnar 7. sætinu! Hann lék hringina 3 á samtals 7 yfir pari, 220 höggum (69 74 77). Sjá má lokastöðuna í einstaklingskeppninni USA Individual Tournament með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Georgia State hefst sunnudaginn 5. mars 2017 í Auburn, Alabama.
Dræv Pieters fór í kærustuna
Belgíski kylfingurinn Thomas Pieters er rísandi evrópsk Ryder Cup stjarna. Hann varð líka í 2. sæti á Genesis Open í sl. viku. Hann varð þó fyrir því óláni um daginn að slá í áhorfanda þegar hann var að dræva af teig. Og áhorfandinn var enginn annar en kærastann. Hún tók þessu slysi sem betur fer vel, slasaðist ekki og gat m.a.s hlegið þegar Pieters kom til hennar og faðmaði hana og kyssti. Hér má sjá myndskeið Golf Channel frá atvikinu SMELLIÐ HÉR:
5 verstu skandalar í golfi
Vefsíðan Sports Cheatsheat hefir tekið saman það sem að þess mati eru 5 verstu skandalar í golfi á atvinnumannsstigi. Meðal þeirra sem koma við sögu eru Jane Blalock, John Daly og Tiger Woods – kemur varla neinum á óvart! Sjá má samantektina með því að SMELLA HÉR:
Nýju stúlkurnar á LET: Ariane Provot (52/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að kynna þær sem höfnuðu í 12. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 2 stúlkur sem báðar léku á 7 undir pari, 353 höggum, hvor. Þetta eru þær Ariane Provot frá Frakklandi Lesa meira
Nordic Golf League: Haraldur Franklín lék best Íslendinganna á PGA Catalunya Resort meistaramótinu
5 íslenskir kylfingar tóku þátt í móti Nordic Golf League; þeir Andri Þór Björnsson, GR; Birgir Leifur Hafþórsson, GKG; Haraldur Franklín Magnús, GR; Axel Bóasson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson; PGA Catalunya Resort Championship. Mótið fór fram dagana 20.-21. febrúar 2017 og lauk því í gær. Þrír fyrstnefndu kylfingarnir Andri Þór, Birgir Leifur og Haraldur Franklín komust í gegnum niðurskurð og léku lokahringinn í gær. Af þeim stóð Haraldur Franklín sig best; lék á samtals 4 yfir pari, 218 höggum (71 71 76) og varð T-41. Næstbestur af Íslendingunum var Birgir Leifur en hann lék á samtals 5 yfir pari, 219 höggum (70 73 76) og varð T-46. Andri Þór varð síðan Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Vijay Singh ———– 22. febrúar 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Vijay Singh. Vijay var mikið í fréttum fyrir tæpum 4 árum (2013) vegna notkunar á hjartarhornsspreyi, sem inniheldur ólögleg efni, sem eru á bannlista PGA. Vijay Singh fæddist 22. febrúar 1963 á Lautoka á Fídji og á því 54 ára afmæli í dag!!!! Hann ólst upp í Nadi. Í dag býr hann á Ponte Vedra Beach í Flórída. Um barnæsku sína sagði Vijay eitt sinn við blaðamenn: “Þegar ég var krakki höfðum við ekki efni á golfboltum og við urðum að spila með kókoshnetum. Faðir minn sagði: “Vijay litli, golfkúlur detta ekki úr trjánum, þannig að við fundum okkur “kúlur” sem duttu úr trjánum!” Þegar Vijay var Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Aron, Ragnar Már og Louisiana Lafayette luku leik í 11. sæti
Aron Júlíusson og Ragnar Már Garðarsson og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, The Ragin Cajuns, í Louisiana Lafayette luku leik á Mobile Sports Authority Intercollegiate mótinu. Mótið fór fram dagana 20.-21. febrúar í í Magnolia Grove golfklúbbnum í Mobile, Alabama og lauk því í gær. Þátttakendur voru 75 frá 15 háskólum. Í liðakeppninni urðu the Ragin Cajuns í 11. sæti. Aron lék á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (78 73 73) og varð T-44 í einstaklingskeppninni. Ragnar Már lék á samtals 15 yfir pari, 231 höggi (74 81 76) og varð T-65 í einstaklingskeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Mobile Sports Authority Intercollegiate mótinu SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Arons Lesa meira










