Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2017 | 15:00

Evróputúrinn: Fichardt sigraði á Joburg Open – Hápunktar 4. dags

Það var heimamaðurinn Darren Fichardt sem sigraði á Joburg Open. Fichardt lék á samtals 15 undir pari, 200 höggum ( 66 66 68). Englendingurinn Paul Waring og Walesverjinn Stuart Manley deildu 2. sætinu 1 höggi á eftir Fichardt. Til þess að sjá lokastöðuna á Joburg Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings Joburg Open SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2017 | 12:00

Nordic Golf League: Haraldur Franklín frábær!!!

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í Lumine Lakes Open sem fram fer á Spáni, en mótið er hluti af Nordic Golf League. mótaröðinni. Þetta eru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR. Eftir 2 leikna hringi er Haraldur Franklín á besta skori Íslendinganna og T-14.  Hann er búin að spila á samtals 3 undir pari, 140 höggum (72 68). Á næstbesta skori íslensku keppendanna er Andri Þór Björnsson. Hann er T-38 og búinn að spila á 1 yfir pari, 144 höggum (73 71). Guðmundur Ágúst og Axel náðu ekki niðurskurði, en aðeins 54 efstu náðu niðurskurði þ.e. allir sem jafnir voru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2017 | 10:00

LPGA:Yang sigraði á Honda LPGA Thaíland – Setti nýtt mótsmet!!! – Hápunktar 4. dags

Amy Yang frá S-Kóreu sigraði á Honda LPGA Thaíland. Amy lék á samtals 22 undir pari, 266 höggum (66  67  65  68), en þetta skor hennar var nýtt mótsmet. Heilum 5 höggum munaði á Yang og löndu hennar So Yeon Ryu, sem lék á samtals 17 undir pari (69  66  68  68) og varð í 2. sæti. Í 3. sæti varð síðan enn einn kylfingurinn frá S-Kóreu, Sei Young Kim á samtals 15 undir pari. Þrjár voru síðan í 4. sæti; þ.e. enn ein frá S-Kóreu; In Gee Chun og síðan einnig Lexi Thompson og Danielle Kang; allar á samtals 13 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Honda LPGA Thaíland Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Nanna Guðrún Marinósdóttir – 25. febrúar 2017

Það er Nanna Guðrún Marinósdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Nanna fæddist 25. febrúar 1962 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Nönnu Guðrúnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Nanna Guðrún Marinósdóttir  (Innilega til hamingju með 55 ára afmælið!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Anthony David „Tony“ Lema, f. 25. febrúar 1934 – d. 24. júlí 1966; Bergsveinn Símonarson, 25. febrúar 1945 (72 ára); Juan Quiros, 25. febrúar 1956 (61 árs); Tyrfingur Þórarinsson, 25. febrúar 1970 (47 ára); Gunnar Björn Guðmundsson, GMS, 25. febrúar 1986 (31 árs);   Josefine Sundh, 25. febrúar 1988 (29 ára); Matthew Baldwin, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET: Natalia Escuriola Martinez (54/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að kynna þær sem höfnuðu í 12. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 4 stúlkur sem allar léku á 7 undir pari, 353 höggum, hver. Þetta eru þær Ariane Provot frá Frakklandi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2017 | 10:00

PGA: Ryan Palmer og Wesley Bryan efstir á Honda Classic – Hápunktar 2. dags

Það eru þeir Ryan Palmer og Wesley Bryan, sem eru efstir eftir 2. keppnisdag Honda Classic. Báðir hafa þeir spilað á samtals 9 undir pari, 131 höggi; Palmer (66 65) og Bryan (64 67). Í 3. sæti 1 höggi á eftir er Rickie Fowler og í 4. sæti er Íslandsvinurinn Anhirban Lahiri frá Indlandi, enn 1 höggi á eftir. Til þess að sjá stöðuna á Honda Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Honda Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2017 | 08:00

GKG: Fyrirlestur Valdísar Þóru vakti lukku á fjölmennum kvennafundi GKG

Það er öflugt starf hjá konunum í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Um s.l. helgi hittust um 80 konur úr GKG í íþróttamiðstöð klúbbsins þar sem margt var á dagskrá. Þar bar hæst fyrirlestur hjá Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni. Þar fór atvinnukylfingurinn yfir ýmis atriði sem snúa að atvinnumennskunni og sagði sögur af sjálfri sér. Sigríður Hjaltadóttir, sem er í kvennanefnd GKG, segir í samtali við golf.is að fyrirlestur Valdísar hafi vakið mikla lukku. Í kvennanefnd GKG eru auk Sigríðar; Bryndís Ósk Jónsdóttir, Helga Björg Steingrímsdóttir, Hildur Arnardóttir, Linda B. Pétursdóttir, Sesselja M. Matthíasdóttir og Þorgerður Jóhannsdóttir. „Það er margt í boði fyrir konurnar í GKG. Einu sinni í viku Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2017 | 18:00

Brooks Koepka brýtur dræver e. slæmt högg – Myndskeið

Brooks Koepka braut  dræver á Honda Classic mótinu eftir slæma byrjun á 2. hring. Koepka er þekktur fyrir kraft og nákvæmni af teig en eitthvað fór úrskeiðis á par-4 10. teig – drævið fór í þykkt röffið …. ….. og Koepka ekki par ánægður. Hann kláraði 10. á þreföldum skolla 7 höggum! Þegar 2. drævið í röð fór ekki eins og áætlað var á 11. teig snappaði Koepka og braut stóru spýtuna sína. Sjá má ergilegan Koepka á 11. teig með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Zach Johnson —— 24. febrúar 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Zach Johnson. Hann er fæddur 24. febrúar 1976 og því 41 árs afmæli í dag!!! Zach Johnson er e.t.v. frægastur fyrir að hafa sigrað á the Masters 2007, en að öðru leyti á hann 11 sigra í beltinu á PGA Tour, þ.á.m. sigraði hann á fyrsta PGA Tour móti ársins 2014: Tournament of Champions, í Hawaii. Zach er m.a. með samning við landbúnaðarvélaframleiðandann John Deere. Zach er kvæntur Kim Barclay og á með henni synina Wyatt og Will. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Ferrier, 24. febrúar 1915- 13. júní 1986; og Victoria Tanco, 24. febrúar 1994 (23 ára – argentínsk). Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET: Inci Mehmet (53/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að kynna þær sem höfnuðu í 12. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 4 stúlkur sem allar léku á 7 undir pari, 353 höggum, hver. Þetta eru þær Ariane Provot frá Frakklandi Lesa meira