Trump spilar tvöfalt meira golf en Obama
Donald Trump, Bandaríkjaforseti er góður kylfingur af 70 ára manni að vera. A.m.k. skv. fjórfalda risamótameistaranum Rory McIlroy, sem nýlega tók 18 holur með nýja forsetanum. „Hann var líklega á 80 höggum,“ sagði Rory í viðtali við New York Times eftir hringinn. „Hann er ágætis kylfingur af manni á sjötugsaldri að vera.“ Trump náði ekki að spila á aldri sínum en 80 er eftir sem áður býsna gott skor … miðað við hversu rosalega busy hann hlýtur að vera. Hann á m.a. eftir að ráða í 500 stöður, hann þarf að vinna með þinginu til þess að hrinda í framkvæmd mörgum af kosningaloforðum sínum. Engu að síður hefir hann varið Lesa meira
Nordic Golf League: Andri Þór bestur á Lumine – lauk keppni á 68 höggum og í 25. sæti!!!
Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í Lumine Lakes Open sem fram fór á Spáni, en mótið er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni og lauk í dag. Íslensku þátttakendurnir voru: Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR. Andri Þór lék best Íslendinganna eða á samtals 2 undir pari, 212 höggum (73 71 68). Hann átti glæsilegan lokahring upp á 3 undir pari, 68 högg, þar sem hann fékk 4 fugla og 1 skolla, en lokahringurinn var spilaður á Lakes vellinum (sem er par-71). Andri Þór lauk keppni jafn í 25. sæti. Haraldur Franklín Magnús lék á samtals 3 yfir pari, 217 höggum Lesa meira
Bláa Lónið gerist styrktaraðili Ólafíu Þórunnar
Bláa Lónið hefir gerst styrktaraðili Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, atvinnukylfings úr GR, sem nú keppir á sterkustu kvengolfmótaröð heims, LPGA. Á heimasíðu Ólafíu Þórunnar má lesa eftirfarandi: „Ég er mjög stolt og spennt að tilkynna samstarf mitt við Bláa Lónið! Ég er afar þakklát fyrir stuðning þeirra.“ Mót LPGA eru haldin út um allan heim og gefur því auga leið að þátttaka í þeim er nýliðum mjög kostnaðarsöm. Ólafíu hefir gengið mjög vel á LPGA það sem af er og hefir komist í gegnum niðurskurð í báðum þeim LPGA mótum, sem hún hefir tekið þátt í. Bláa Lónið bætist nú í hóp þeirra sem styrkja Ólafíu Þórunni en fyrir eru m.a. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jessica Korda —– 27. febrúar 2017
Afmæliskylfingur dagsins er bandarísk/tékkneski kylfingurinn Jessica Korda. Jessica er fædd 27. febrúar 1993 og á því 24 ára afmæli í dag!!! Jessica á sama afmælisdag og kólombíski kylfingurinn Mariajo Uribe, en hún á 27 ára afmæli í dag, þ.e. er fædd 27. febrúar 1990. Jessica komst í golffréttirnar í febrúar 2012 þegar hún vann sinn fyrsta sigur á LPGA: Women´s Australian Open, þegar hún stóð sig best í 6 kvenkylfinga umspili. Jessica er dóttir tennisspilaranna Petr Korda og Regina Rajchrtová. Petr Korda vann m.a. Grand Slam í einliðaleik Australian Open 1998, þannig að Ástralía hefir reynst þeim feðginum góð! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Daðey Einarsdottir (57 Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET: Lauren Horseford (55/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að kynna þær sem höfnuðu í 12. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 4 stúlkur sem allar léku á 7 undir pari, 353 höggum, hver. Þetta eru þær Ariane Provot frá Frakklandi Lesa meira
GSÍ: Afrekshópar valdir
Jussi Pitkanen, afreksstjóri og landsliðsþjálfari Golfsambands Íslands, hefur valið þá kylfinga sem skipa munu afrekshópa GSÍ á árinu 2017. Alls sóttu 73 kylfingar um að fá að taka þátt í afreksstarfi GSÍ og eru hóparnir þannig skipaðir. Nánari má lesa um valið á hópunum með því að smella hér: Úrvalshópur: Bjarki Pétursson, GB. Gísli Sveinbergsson, GK. Rúnar Arnórsson, GK. Fannar Ingi Steingrimsson, GHG. Ragnar Már Garðarsson, GKG. Aron Snær Júlíusson, GKG. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Henning Darri Þórðarson, GK. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Saga Traustadóttir, GR. Hæfileikahópur: Hlynur Bergsson, GKG. Hákon Örn Magnússon, GR. Eva Karen Björnsdóttir, GR. Berglind Björnsdóttir, GR. Arnór Snær Guðmundsson, GHD Ingvar Andri Magnússon, GR Ólöf María Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Rickie Fowler?
Eftirfarandi verkfæri voru í poka Rickie Fowler þegar hann sigraði á Honda Classic: Bolti: Titleist Pro V1. Dræver: Cobra King F7+ (Aldila NV 2K Blue 70X), 8.5°. 3-tré: Cobra Fly-Z+, 13°. 5-tré: Cobra King F6 Baffler, 18°. Járn (4-PW): Cobra King Forged MB. Fleygjárn: Cobra King V-Grind (52°, 56° og 60°). Pútter: Scotty Cameron by Titleist Newport 2 prototype.
PGA: Sjáið ás Vegas á Honda Classic
Jhonattan Vegas frá Venezuela datt aldeilis í lukkupottinn á Honda Classic. Hann fór holu í höggi á par-3 15. holu, sem er 179 yarda eða u.þ.b. 164 metra… … og það eftir að hann var nýbúinn að fá skolla. Aldeilis frábært að taka högg aftur með stæl!!! Sjá má ás Vegas með því að SMELLA HÉR: Vegas lauk keppni T-4 (67 73 69 64 ) þ.e. deildi 4. sætinu ásamt 5 öðrum þ.á.m Martin Kaymer frá Þýsklandi, en allir léku þeir á samtals 7 undir pari. Sigurskor Rickie Fowler var 12 undir pari. Vegas átti besta skorið á lokahringnum frábær 64 högg; fékk ásinn, 5 fugla og 1 skolla.
PGA: Fowler sigraði á Honda Classic – Hápunktar 4. dags
Það var Rickie Fowler sem stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic mótinu. Rickie spilaði á samtals 12 undir pari, 268 höggum (66 66 65 71) Tveir kylfingar deildu 2. sætinu þeir Morgan Hoffman og Gary Woodland; báðir 4 höggum á eftir Rickie. Sannfærandi sigur hjá Rickie Fowler!!! …. og þrír bandarískir kylfingar í 3 efstu sætunum! Til þess að sjá lokastöðuna á Honda Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings Honda Classic SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Arnar Garðarsson – 26. febrúar 2017
Það er Sigurður Arnar Garðarsson, GKG sem er afmæliskylfingur dagsins. Sigurður Arnar er fæddur 26. febrúar 2002 og á því 15 ára stórafmæli í dag! Sigurður Arnar byrjaði að spila golf 2 ára gamall og má sjá skemmtilegt viðtal, sem blaðamaður Mbl. tók viðafmæliskylfinginn fyrir 6 árum SMELLIÐ HÉR: Sigurður Arnar kom sér niður í 13,5 í forgjöf aðeins 10 ára!!! Sumarið 2012 (10 ára) varð hann m.a. klúbbmeistari GKG í aldursflokknum 12 ára og yngri. Sumarið 2012 tók Sigurður Arnar þátt í Unglingamótaröð Arion banka og spilaði þar í strákaflokki (14 ára og yngri) gegn strákum sem voru oft á tíðum 4 árum eldri en hann. Engu að síður Lesa meira










