Afmæliskylfingur dagsins: Pat Perez ———— 1. mars 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Pat Perez. Perez er fæddur 1. mars 1976 í Phoenix, Arizona og á því 41 árs afmæli í dag! Perez er af mexíkönsku bergi brotinn og vann fyrsta og eina titil sinn á PGA Tour 2009 á Bob Hope Classic. Hann hefir tvívegis verið í 2. sæti og hæsta rönkun hans á heimslistanum var 49. sætið árið 2009. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Islensk Grafik (48 ára); Jón Hallvarðsson (39 ára); FashionMonster Sölusíða (36 ára) Sigurmann Rafn Sigurmannsson, 1. mars 1983 (34 ára); Opni Listaháskólinn (27 ára) og … Larus Ymir Oskarsson og … Golfeuses de Lorraine Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk leik í 19. sæti á The Gold Rush
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu The Fresno State Bulldogs tóku dagana 27.-28. febrúar 2017 þátt The Gold Rush mótinu presented by Tantalum. Þátttakendur voru 87 frá 14 háskólum. Guðrún Brá lauk keppni í 19. sæti, sem er stórglæsilegur árangur!!! Samtals lék Guðrún Brá á 8 yfir pari, 224 höggum (76 75 73). Fresno State varð í 9. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á The Gold Rush mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót hjá Guðrúnu Brá er 13. mars n.k. á heimavelli en mótið heitir Fresno State Classic.
Bandaríska háskólagolfið: Gísli og Bjarki gerðu góða hluti á Louisiana Classics
Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB tóku nú nýverið þátt í Annual Louisiana Classics, sem var 1. mót vorannar hjá þeim í Kent State, Ohio. Þátttakendur voru um 90 frá 15 háskólum. Mótið stóð dagana 27.-28. febrúar og lauk í gær. Það fór fram í Oakbourne CC í Lafayette, Louisiana. Gísli lék á samtals 212 höggum (72 68 72) og náði þeim glæsilega árangri að verða í 6. sæti. Bjarki lék á samtals 218 höggum (74 74 70) og varð í 13. sæti – Frábær árangur þetta!!! Lið Kent State varð í 1. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á The Annual Louisiana Classics með því að SMELLA HÉR: Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ellert Ásbjörnsson – 28. febrúar 2017
Afmæliskylfingur dagsins er þær Ellert Ásbjörnsson. Hann fæddist 28. febrúar 1967 og á því 50 árs stórafmæli í dag. Ellert er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Aliss, 28. febrúar 1931 (64 ára); Rex Bernice Baxter Jr., 28. febrúar 1936 (81 árs); Sigurlína Jóna Baldursdóttir, 28. febrúar 1964 (53 ára); Petrína Konráðsdóttir, 28. febrúar 2964 (53 ára); Ellert Ásbjörnsson, GK, 28. febrúar 1967 (50 ára); Jose Luis Adarraga Gomez, 28. febrúar 1983 (34 ára) ….. og ….. Sverrir Einar Eiríksson Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Alexandra Bonetti (57/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að kynna þá sem hafnaði í 10. sæti og hlaut fullan spilarétt á LET; en það var Alexandra Bonetti frá Frakklandi. Hún lék á samtals 10 undir pari, 350 höggi (74 71 67 69 69). Alexandra verður Lesa meira
Tiger Woods: Sæmd og sársauki
Það er ekki hægt að láta hjá líða að vera með tengil inn á frábæra golfgrein CNN um Tiger Woods. Greinin nefnist á ensku „Tiger Woods: Glory and Pain,“ sem útleggja mætti sem „Tiger Woods: Sæmd og sársauki.“ Í greininni er m.a. farið yfir helstu vegtyllur á ferli Tigers og einnig yfir alla sjúkrasögu hans, sem haldið hefir honum frá golfinu undanfarin ár. Eins er sýnd staða hans á heimslistanum og hvernig hún hefir breyst. Sjá má greinina með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-28 e. 1. dag á The Gold Rush
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu The Fresno State Bulldogs hófu leik í gær á The Gold Rush presented by Tantalum. Þátttakendur eru 87 frá 14 háskólum. Guðrún lék þennan fyrsta hring á 4 yfir pari, 76 höggum og er T-28. Á 1. hring fékk Guðrún Brá 1 fugl, 12 pör og 5 skolla. Fresno State er í 11. sæti í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á The Gold Rush mótinu með því að SMELLA HÉR:
Angel Cabrera ásakaður um að hafa slegið fv. kærustu sína og reynt að keyra yfir hana
Tvöfaldi risamótsmeistarinn Angel Cabrera ásakaður fyrir hafa slegið og hótað fv. kærustu sinni áður en hann reyndi að keyra yfir hana á sendiferðabíl sínum í Argentínu um jólaleytið á s.l. ári Cabrera var handtekinn og skýrsla tekin af honum fyrir að hafa valdið „minniháttar meiðslum“ hinn 21. desember s.l. Cabrera sem sigraði á Masters 2009 og Opna bandaríska 2007 var eftir yfirheyrsluna látinn laus. Málið er enn í rannsókn hjá argentínskum yfirvöldum og má Angel jafnvel búast við ákæru.
Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon í 11. sæti e. 2. dag og Særós Eva í einstaklingskeppninni
Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, taka þessa dagana þátt í gríðarstóru móti Edwin Watts Kiawah Island Classic. Mótið er 3 daga (26.-28. febrúar) og lýkur í dag. Þátttakendur eru 232 frá 43 háskólum, þar af keppa 17 sem einstaklingar þ.e. taka ekki þátt í liðakeppninni. Þeirra á meðal er Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, en hún keppir ekki í liðakeppninni að þessu sinni, f.h. háskóla síns Boston University. Gunnhildur er búin að spila á samtals 159 höggum (77 82) og er T-124 í einstaklingskeppninni. Lið Elon er T-11, sem er góður árangur í ljósi þess hversu margir þátttakendurnir eru. Særós Eva er ekki alveg að finna Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET: Cajsa Persson (56/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að kynna þá sem hafnaði í 11. sæti og hlaut fullan spilarétt á LET; en það var Cajsa Persson frá Svíþjóð. Hún lék á samtals 9 undir pari, 351 höggi (70 72 74 69 66). Cajsa verður nú Lesa meira










