Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2017 | 20:00

Pro Golf: Þórður Rafn T-12 e. 2. dag í Marokkó

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Opna Madaef 2017 mótinu, sem er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni. Mótið fer fram á Pullman El Jadida Royal golfvellinum í Casablanca, Marokkó. Þórður Rafn flaug í gegnum niðurskurða á 2. keppnisdegi og spilar því á morgun 3. hringinn. Þórður Rafn hefir spilað á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (75 74) og er jafn 4 öðrum kylfingum í 12. sæti mótsins. Til þess að sjá stöðuna á Opna Madaef 2017 mótinu SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2017 | 18:00

Evróputúrinn: Björk og Jamieson efstir á Tshwane Open í hálfleik

Svíinn Alexander Björk og Scott Jamieson frá Wales leiða í hálfleik á Tshwane Open. Þeir hafa báðir spilað á samtals 10 undir pari, 132 höggum; Björk (65 67) og Jamieson (67 65). Einn í 3. sæti er Englendingurinn James Morrison á samtals 9 undir pari, eða 1 höggi á eftir þeim Björk og Jamieson. Til þess að sjá stöðuna á Tshwane Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags Tshwane Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2017 | 17:00

LPGA: Inbee Park efst í hálfleik á HSBC Women´s Champions – Hápunktar 2. dags

Það er Inbee Park sem leiðir eftir 2. dag (m.ö.o. í hálfleik) á HSBC Women´s Champion´s mótinu, sem fram fer í Singapore. Inbee er búin að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (67 67). Í 2. sæti eru landa Inbee frá S-Kóreu, Mi Jung Hur, hin bandaríska Michelle Wie og Ariya Jutanugarn frá Thaílandi, allar á samtals 9 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna á HSBC Women´s Champion´s mótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á  HSBC Women´s Champion´s mótinu SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Darri Ólafsson – 3. mars 2017

Afmæliskylfingar dagsins leikarinn og kylfingurinn Ólafur Darri Ólafsson. Ólafur Darri er fæddur 3. mars 1973 og er því 44 ára í dag. Hann var t.a.m. ógleymanlegur í hlutverki sínu sem Hamlet.  Á golfsviðinu hefir Ólafur Darri m.a. tekið þátt í Artist Open golfmótunum og staðið sig vel! Komast má á facebook síðu Ólafs Darra til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Ólafur Darri Ólafsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Julius Boros, 3. mars 1920 – d. 28. maí 1994 (hefði orðið 97 í dag); Sirrí Bragadóttir, 3. mars 1943 (hefði orðið 74 ára í dag);Keith Carlton Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Madeleine Stavnar (58/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að kynna þá sem hafnaði í 9. sæti og hlaut fullan spilarétt á LET; en það var Madeleine Stavnar frá Noregi. Hún lék á samtals 11 undir pari, 349 höggum (77 70 66 69 67). Madeleine verður nú Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2017 | 07:00

PGA: 6 í forystu á WGC Mexico Championship

Það eru 6 sem eru efstir og jafnir eftir 1. hring WGC Mexico Championship. Þetta eru þeir: Jon Rahm;  Jimmy Walker, Lee Westwood, Ross Fisher, Phil Mickelson og Ryan Moore. Allir léku þeir á 4 undir pari, 67 höggum. Spánverjinn John Rahm var í bandaríska háskólagolfinu og lék með Arizona State, háskóla Phil og hefir verið undir verndarvæng hans og bróður Phil. Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2017 | 18:00

Pro Golf: Þórður Rafn T-22 e. 1. dag í Marokkó

Þórður Rafn Gissurarson,  atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Opna Madaef 2017 mótinu, sem er hluti af  þýsku Pro Golf mótaröðinni. Mótið fer fram á Pullman El Jadida Royal golfvellinum í Casablanca, Marokkó. Þórður Rafn lék á 3 yfir pari, 75 höggum og er T-22. Á hringnum fékk Þórður Rafn 2 fugla, 3 skolla og 1 skramba. Þjóðverjinn Maximilian Laier er í efsta sæti á 2 undir pari, 70 höggum Til þess að sjá stöðuna á Opna Madaef 2017 mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hlynur Þór Stefánsson – 2. mars 2017

Það er Hlynur Þór Stefánsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Hlynur Þór er fæddur 2. mars 1982 og á því 35 ára afmæli í dag!!! Hlynur Þór Stefánsson – 35 ára afmæli!!! Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Pamela Barnett, 2. mars 1944 (73 ára – lék á LPGA); Jorge Soto 2. mars 1945 (71 ára); Þórdís Unndórsdóttir (68 ára) Ólafur Örn Ólafsson, GKB, 2. mars 1956 (61 árs); Ian Harold Woosnam, 2. mars 1958 (59 ára); David George Barnwell, GR (56 ára); Phil Jonas (kanadískur kylfingur á Senior Tour – evrópsku öldungamótaröðinni), 2. mars 1962 (55 ára); Þorsteinn J. Vilhjálmsson 2. mars 1964 (53 ára); Topon Stekkjarberg Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2017 | 07:00

LPGA: Michelle Wie efst e. 1. dag í Singapore

Michelle Wie er efst eftir 1. dag HSBC Women´s Champions. Wie lék 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum. Í 2. sæti er hópur 5 kylfinga þ.á.m. Anna Nordqvist og Inbee Park, en allar léku þær á 5 undir pari, 67 höggum. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er ekki meðal keppenda en hún keppir næst á móti í Phoenex í Bandaríkjunum. Sjá má stöðuna eftir 1. dag HSBC Women´s Champions með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Særós Eva luku leik á Edwin Watts

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, tóku þátt í  gríðarstóru móti, Edwin Watts Kiawah Island Classic, dagana 26.-28. febrúa og lauk mótinu í gær. Þátttakendur voru 232 frá 43 háskólum, þar af kepptu 17 sem einstaklingar, en þeirra á meðal var Særós Eva, en hún tók ekki þátt í liðakeppninni að þessu sinni, f.h. háskóla síns Boston University. Gunnhildur lauk keppni T-86 en hún lék á samtals 230 höggum (77 82 71). Særós Eva varð í 230. sæti en hún lék á 277 höggum (92 95 90) og bætti sig lokahringinn. Sjá má lokastöðuna á Edwin Watts Kiawah Island Classic með því Lesa meira