Nýju stúlkurnar á LET 2017: Stefania Avanzo (60/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að kynna þær sem deildu 7. sætinu og hlutu fullan spilarétt á LET, en báðar léku þær á samtals 13 undir pari, 347 höggum, hvor. Þetta voru þær Stefania Avanzo frá Ítalíu (73 67 69 69 Lesa meira
Rory og Liam Neeson meðal ríkustu Íra
Skv. Belfastlive. com eru kylfingurinn Rory McIlroy og leikarinn Liam Neeson meðal ríkustu Íra. Þeir eru á svokölluðum Sunday Times Irish Rich List 2017. Neeson er hæstlaunaðasti norður-írski kylfingurinn en hann á £96milljónir. Rory McIlroy, sem er frá County Down á Írlandi og sem mun kvænast bandarísku kærustu sinni Ericu Stoll í næsta mánuði og eru auðævi hans metin á £82milljónir. Í samantekt Belfastlive.com eru tilgreindir 300 ríkustu einstaklingar og fjölskyldur á Írlandi. Meðal annarra ríkra Norður-Íra eru AP McCoy, Eddie Irvine, Van Morrison, Sir Billy Hastings og Graeme McDowell. Til þess að komast á Sunday Times Irish Rich List 2017 þurftu eignir manna í ár að vera a.m.k. £34milljónir.
LPGA: Inbee Park sigraði á HSBC mótinu í Singapore – Hápunktar 4. dags
Það var Inbee Park frá S-Kóreu sem stóð uppi sem sigurvegari á HSBC Sigurskor Inbee var 19 undir pari, 269 högg (67 67 71 64). Í 2. sæti varð Ariya Jutanugarn frá Thaílandi aðeins 1 höggi á eftir, á samtals 18 undir pari (67 68 69 66). Glæsilegur lokahringur Ariyu upp á 66 högg dugði ekki gegn besta skori lokahringsins sem sigurvegarinn Inbee átti, glæsileg 64 högg þar sem Inbee fékk hvorki fleiri né færri en 9 fugla og 1 skolla! Í 3. sæti varð síðan Sung Hyun Park frá S-Kóreu á samtals 16 undir pari (68 68 68 68). Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á HSBC mótinu SMELLIÐ Lesa meira
PGA: Justin Thomas leiðir f. lokahring WGC Mexico Championships – Hápunktar 3. dags
Það er bandaríski kylfingurinn Justin Thomas, sem leiðir eftir 3. hring WGC Mexico Championship. Hann er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 201 höggi (69 66 66). Í 2. sæti er Dustin Johnsson (DJ) aðeins 1 höggi á eftir. Rory og Phil Mickelson deila 3. sæti, enn öðru höggi á eftir. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á WGC Mexico Championships SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á WGC Mexico Championships SMELLIÐ HÉR:
Pro Golf: Þórður Rafn lauk keppni T-8 í Marokkó
Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tók þátt í Opna Madaef 2017 mótinu, sem er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni. Mótið fór fram á Pullman El Jadida Royal golfvellinum í Casablanca, Marokkó og lauk því í dag. Þórður Rafn lék á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (75 74 75) og og lauk keppni jafn 2 öðrum í 8. sæti. Stórglæsilegt þetta á Þórði Rafni!!! Sigurvegari mótsins varð Svisslendingurinn Marco Iten. Til þess að sjá lokastöðuna á Opna Madaef 2017 mótinu SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Dan, Dýrleif Anna og Pétur Gautur – 4. mars 2017
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír Helgi Dan Steinsson, Dýrleif Anna Guðmundsdóttir og Pétur Gautur. Dýrleif Anna er fædd 4. mars 1966. Hún er í Golfklúbbnum Oddi og rekur golffatanetverslunina Icegolf, sem og samnefnda golfferðaskrifstofu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Dýrleif Anna Guðmundsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Pétur Gauti er einnig fæddur 4. mars 1966. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Pétri Gaut til hamingju með afmælið hér að neðan Pétur Gautur (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Helgi Dan er fæddur 4. mars 1976 og á því 41 árs afmæli í dag. Hann er Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Amandeep Drall (59/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að kynna þær sem deildu 7. sætinu og hlutu fullan spilarétt á LET, en báðar léku þær á samtals 13 undir pari, 347 höggum, hvor. Þetta voru þær Stefania Avanzo frá Ítalíu (73 67 69 69 Lesa meira
LPGA: Michelle Wie leiðir f. lokahring HSBC Women´s Champions – Hápunktar 3. dags
Það er bandaríski kylfingurinn Michelle Wie, sem leiðir fyrir lokahring HSBC Women´s Champions, sem fram fer í Singapore. Wie hefir leikið á 14 undir pari, 202 höggum (66 69 67). Þrjár deila 2. sætinu: nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko; Sung Hyun Park frá S-Kóreu og Ariya Jutanugarn frá Thaílandi; allar 2 höggum á eftir Wie. Til þess að sjá stöðuna á HSBC Women´s Champions SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á HSBC Women´s Champions SMELLIÐ HÉR:
PGA: Rory í forystu í Mexíkó – Hápunktar 2. dags
Það er Rory McIlroy sem er búinn að koma sér í efsta sætið á á WGC Mexico Championships. Rory er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 133 höggum (68 65). Í 2. sæti eru Phil Mickelson, Ross Fisher og Justin Thomas; allir á samtals 7 undir pari, hver eða 2 höggum á eftir Rory. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á WGC Mexico Championships SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag WGC Mexico Championships SMELLIÐ HÉR:
Dýr á golfvöllum: Krókódíll æðir yfir golfvöll m/stóran fisk í kjaftinum – Myndskeið
Nú á dögunum náðist myndskeið af krókódíl sem labbaði sig yfir golfvöll í Flórída með risafisk í kjaftinum. Þetta var í Seven Springs Golf and Country Club sem er nálægt Tampa, í Flórída. Sú sem náði króksa á filmu var fréttamaðu fox13news.com, Norma Respess, en hún sagðist aldrei hafa séð annað eins. Hún sagði m.a.: „I’ve never seen that before. Look at that! What a sight. He’s holding on to that fish. Amazing.“ (Lausleg þýðing: „Ég hef aldrei séð þetta áður. Sjáið þetta! Þvílík sýn. Hann heldur á fiskinum. Ótrúlegt!!!“) Sjá má myndskeiðið af króksa að labba yfir golfvöllinn með fiskinn í kjaftinum með því að SMELLA HÉR:










