Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2017 | 10:00

Skemmtileg grein um Ólafíu Þórunni í Women&Golf – Minnst líka á Valdísi Þóru!!!

Í tímaritinu Women&Golf mars/apríl blaðinu 2017 birtist skemmtileg grein um Ólafíu Þórunni „okkar“ Kristinsdóttur. Ólafía er í innfeldri mynd á forsíðu tímaritsins (mynd sem tekin var af henni á Indlandi) og er fyrirsögnin „OLAFIA KRISTINSDOTTIR ICELANDER IS HOTTING UP!) Tveimur opnum síðar er vísað til bls. 28 þar sem viðtalið birtist á tveimur opnum og meðfylgjandi er stór, sæt mynd af Ólafíu á Bahamas eyjum þar sem hún rekur út úr sér tunguna. Þegar síðan er flett upp á bls. 28 segir að greinin sé undir flokknum „The Lewine Mair Interview“ og fyrirsögnin er „Icelander Comes in From the Cold.“ Á bls. 28 hefst viðtalið en á bls. 29 er síðustór Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar lauk keppni í T-47 á Tiger Inv.

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Minnesota tóku þátt í Tiger Invitational mótinu, sem hófst í fyrradag 5. mars og lauk í gær 6. mars 2017. Spilað var á Grand National Lake golfvellinum í Opelika í Alabama. Þátttakendur voru 100 frá 19 háskólum. Rúnar lék samtals á 6 yfir pari, 222 höggum (79 68 75) og lauk keppni T-47 sem var bæting og upp um 40 sæti frá 1. hring!!! Lið Minnesota varð í 11. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Tiger Inv. með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Rúnars og Minnesota er Valspar Collegiate mótið, sem fram fer í Flórída dagana 19.-21. mars 2017 nk.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2017 | 07:00

Golfreglur: Stefnt að einföldun!

Tillögur að reglubreytingum hafa verið lagðar fram hjá R&A í Skotlandi og USGA í Bandaríkjunum. Stefnt er að því að breytingarnar taki gildi í ársbyrjun 2019. Margar áhugaverðar tillögur eru að finna á þessum lista -og flestar miða að því að einfalda hlutina fyrir kylfinga. Helstu hugmyndir um breytingar eru eftirfarandi: Bolti hreyfist við leit. Ef bolti hreyfist við leit að honum er það vítalaust og boltinn er lagður aftur á fyrri stað. Ef sá staður er ekki þekktur er boltinn lagður á áætlaðan stað. Bolti hreyfist á flöt. Ef leikmaður veldur því af slysni að bolti hreyfist á flöt er það vítalaust og boltinn er lagður aftur á fyrri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ben Crane ————- 6. mars 2017

Afmæliskylfingur dagsins Benjamin McCully Crane, betur þekktur sem Golf Boys-inn og grínistinn Ben Crane. Ben Crane er fæddur 6. mars 1976 og á því 41 árs afmæli í dag!!! Ben ásamt Rickie Fowler, sleggjunni Bubba Watson og Hunter Mahan, mynda hljómsveitina Golf Boys. Sjá má myndskeiðið sem þeir félagar í Golf Boys með afmæliskylfingnum Ben Crane í fararbroddi gerðu vinsælt fyrir 5 árum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Richard H. Sikes, 6 mars 1940 (77 ára); Kristín Dagný Magnúsdóttir, GR, 6. mars 1949 (68 ára); Ari Kristinn Jónsson, 6. mars 1949 (68 ára); Alison Nicholas, fyrirliði sigurliðs Evrópu í Solheim Cup 2011, 6. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2017 | 10:25

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar T-87 e. 1. dag Tiger Inv.

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Minnesota taka þátt í Tiger Invitational mótinu, sem hófst í gær. Spilað er á Grand National Lake golfvellinum í Opelika í Alabama. Rúnar lék 1. hringinn á 7 yfir pari, 79 höggum og var T-87 eftir þann hring. Annar hringurinn er hafinn og er Rúnar allt annar í dag er kominn á 4 undir pari og því samtals á 3 yfir pari eins og staðan er núna. Hann hefir færst upp skortöfluna um heil 39 sæti eins og er og er sem stendur T-48. Hann er búinn að fá 4 glæsifugla og á eftir óspilaðar 6 holur þegar þetta er ritað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2017 | 10:10

Nordic Golf League: Haraldur Franklin bestur af 4 íslenskum keppendum!

Fjórir íslenskir kylfingar léku á atvinnumóti á Spáni sem lauk á laugardaginn. Mótið var hluti af Nordic Golf mótaröðinni. GR-ingurinn Haraldur Franklín Magnús náði bestum árangri íslensku keppendana en hann lék samtals á -6 og endaði í fjórða sæti. 4. sæti: Haraldur Franklín Magnús, GR: 209 högg (71-69-69) -6. 13. sæti: Andri Þór Björnsson, GR: 212 högg (65-70-77) -3 23. sæti: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR: 215 högg (71-68-76) par Axel Bóasson úr Keili náði ekki í gegnum niðurskurðinum en hann lék á 72 og 72 eða +1. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót á þessari atvinnumótaröð fer fram í maí og er því nokkuð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2017 | 10:00

GKB: Steinar Páll nýr vallarstjóri GKB

GKB hefur ráðið Steinar Pál Ingólfsson til starfa sem vallarstjóra að Kiðjabergi. Hann mun hefja störf 1. apríl. Steinar Páll hóf störf við golfvallarumhirðu hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Eftir nokkur ár hjá Keili fór hann til Þýskalands í nám við Winston University og lærði golfvallarekstur. Síðastliðin þrjú sumur hefur hann unnið á golfvellinum á Ísafirði. Golf 1 óskar Steinari Páli til hamingju og velfarnaðar í nýju starfi!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2017 | 08:00

PGA: Dustin Johnson sigurvegari á WGC-Mexico Championships – Hápunktar 4. dags

Það var DJ eða Dustin Johnson sem sigraði á WGC Mexico Championships. DJ lék á 14 undir pari, 270 höggum (70 66 66 68). Sigurinn var naumur því hann átti aðeins 1 högg á Englendinginn Tommy Fleetwood sem lék samtals á 13 undir pari. Þriðja sætinu deildu síðan Spánverjinn Jon Rahm og Englendingurinn Ross Fisher, sem ekki hefir borið mikið á að undanförnu, en gaman er að sjá aftur í einu af toppsætunum á mótum! Til þess að sjá hápunkta lokahrings WGC-Mexico Championships SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á WGC-Mexico Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2017 | 07:00

Evróputúrinn: Burmester sigraði á Tshwane Open – Hápunktar 4. dags

Það var Dean Burmester frá S-Afríku sem sigraði á Tshwane Open, en sigurinn er jafnframt fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni! Burmester lék á samtals 18 undir pari, 266 höggum (68 68 65 65). Fyrir sigurinn hlaut Burmester € 190,054. Hann átti 3 högg á þá Jorge Campillo frá Spáni og Mikko Korhonen frá Finnlandi, sem deildu 2. sætinu á samtals 15 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á Tshwane Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 4. dags (lokahringsins) á Tshwane Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hulda Clara ——— 5. mars 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Hulda Clara Gestsdóttir. Hulda Clara er fædd 5. mars 2002 og er því 15 ára í dag. Hulda Clara er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hún er m.a. stigameistari GSÍ í stelpuflokki 2016. Sjá má frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:   Hulda Clara Gestsdóttir – f. 5. mars 2002 (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Earl Dennison Woods (pabbi Tiger f. 5. mars 1932 – d. 3. maí 2006); Dale Douglass Wewoka, 5. mars 1936 (81 árs); Sigurður Sveinsson Lesa meira