Nýju stúlkurnar á LET 2017: Celine Boutier (62/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að kynna þær sem deildu 3. sætinu en það eru 4 kylfingar, sem allar hlutu fullan spilarétt á LET, en þær léku allar á samtals 14 undir pari, 346 höggum. Þetta voru þær: Karolin Lampert frá Lesa meira
Golfútbúnaður: Ný lína golfbola frá PING
PING hefir sett á markað nýju vor/sumar 2017 línuna í golfbolum (Men’s Performance Polo Collection). Þessi lína þykir hin tæknilegasta af golffatalínum PING til þessa. Um 4 ólíka golfboli er að ræða, sem hver hefir sitt nafn: Brett, Harris, Ronan og Easton. Í Brett og Harris er Coolmax All Season efni – sem heldur kylfingum köldum og þurrum á virkilega heitum dögum – en í Ronan og Easton hefðbundanar efni. Þó myndir hafi verið birtar hér af bolum í hlutlausari litum vekur rauði liturinn í línunni athygli og reyndar litir sem grípa augað. Það eru Louis Oosthuizen og Brandon Stone sem klæðast og auglýsa PING golffatnaðinn.
Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon hefja keppni í dag í N-Karólínu
Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, hefja leik í dag á River Landing Classic mótinu, sem fram fer í Wallace, N-Karólínu, dagana 9.-10. mars 2017. Þátttakendur eru 74 frá 12 háskólum. Gunnhildur á rástíma kl. 9:00 að staðartíma (þ.e. kl. 14:00 að íslenskum tíma). Allar eru ræstar út á sama tíma og hefst hringur Gunnhildar að þessu sinni á 11. teig. Fylgjast má með gengi Gunnhildar og Elon með því að SMELLA HÉR:
Sjáið Jordan Spieth í tweed-fötum, herma eftir Old Tom Morris með hickory-kylfum!!!
Armchair golfer birti skemmtilegt myndskeið með nr. 5 á heimslistanum, þ.e. Jordan Spieth. Í myndskeiðinu segir Jordan m.a. alltaf hafa litið upp til pabba síns í golfinu og viljað vera eins og hann og vinna hann – þannig hafi áhuginn á golfinu vaknað. Jordan og pabbi hans klæðast síðan í gamaldags Old Tom Morris tweed-föt og Jordan slær nokkur högg með gömlum hickory-kylfum. Pabbi hans fylgist með sem kylfusveinn sonar síns. Sjá má skemmtilegt myndskeið af Jordan Spieth og föður hans Shawn með því að SMELLA HÉR:
Pro Golf Tour: Þórður Rafn á +1 e. 1. dag í Marokkó
Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt á Opna Royal Golf Anfa Mohammedia 2017 mótinu, sem hófst í dag, 8. mars 2017 og stndur til 10. mars. Mótið er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni, en mótið fer fram í Marokkó. Þórður lék á 1 yfir pari, 72 höggum; fékk 3 fugla, 2 skolla og 1 skramba. Sem stendur er heimamaðurinn Younes El Hassani frá Marokkó efstur, en hann lék á 5 undir pari, 66 höggum. Fjölmargir eiga þó eftir að ljúka hringjum sínum þegar þetta er ritað (kl 20:30) þannig að ekki er hægt að segja í hvaða sæti Þórður Rafn er eftir 1. dag. Fylgjast má með stöðunni á Opna Royal Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sunna Reynisdóttir – 8. mars 2017
Það er Sunna Reynisdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Sunna er fædd 8. mars 1968 og býr á Reyðarfirði, þar sem hún starfar sem grunnskólakennari. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið 8. mars 1968 (49 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margrét Óskarsdóttir, 8. mars 1964 (53 ára); Craig Warren, 8. mars 1964 (53 ára); Jónmundur Guðmarsson, 8. mars 1968 (49 ára); Tómas Þráinsson, 8. mars 1968 (49 ára); Erla Þorsteinsdóttir,8. mars 1978 (39 ára); Eggert Bjarnason, 8. mars 1978 (39 ára); Paola Rodriguez, ….. og …… Col Golfistas Btá og ปรีชา นาเมืองรักษ์ Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Karolin Lampert (61/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að kynna þær sem deildu 3. sætinu en það eru 4 kylfingar, sem allar hlutu fullan spilarétt á LET, en þær léku allar á samtals 14 undir pari, 346 höggum. Þetta voru þær: Karolin Lampert frá Lesa meira
Konur sniðganga hugsanlega Opna bandaríska
Opna bandaríska kvenrisamótið 2017 á að fara fram á golfvelli í eigu Donald Trump og þúsundir bandaríska kvenna eru sagðir óánægðir með það. Hinn nýi forseti Bandaríkjanna hefur verið stimplaður „Sexual Predator“ af fjölda kvenréttindahópum vegna fjölda skýrslna af aðgerðum hans og athugasemdum um konur. Þess vegna hefir hópur demókrata í Öldungadeild Bandaríkjanna hvatt aðstandendur Opna bandaríska kvenrisamótsins til þess að hætta við mótið á golfvelli Trump; en mótið á að fara fram á Trump National golfklúbbnum í New Jersey í júlí nk. „Í ljósi þess sögulega hlutverks sem LPGA hefur í að auka kvenréttindi og alvarleika orða og gjörða Hr Trump í mörg ár, viljum við hvetja ykkur til að færa mótið Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Eyþór og félagar í Faulkner í 2. sæti á Faulkner Spring Inv.
Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA, og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Faulkner tóku þátt í móti þar sem Faulkner háskólinn var gestgjafi í þ.e. Faulkner Spring Invitational. Mótið fór fram 6.-7. mars 2017 og lauk því í gær. Þátttakendur voru 50 frá 7 háskólum. Eyþór Hrafnar lék á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (78 74). Hann varð T-10 þ.e. deildi 10. sætinu með 2 öðrum, en lið hans Faulkner varð í 2. sæti í liðakeppninni!!! Sjá má lokastöðuna á Faulkner Spring Invititational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Eyþórs og Faulkner er í Sheperdsville, Kentucky, 17. mars n.k.
Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Einarsdóttir – 7. mars 2017
Það er Hlín Einarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hlín er fædd 7. mars 1977 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hlín til hamingju með afmælið hér að neðan Hlín Einarsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! 🙂 Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Homero Blancas, 7. mars 1938 (79 ára); Elín Soffía Harðardóttir, 7. mars 1958 (59 ára); Tom Lehman, 7. mars 1959 (58 ára); Vilhjálmur Steinar Einarsson, GSG, 7. mars 1961 (56 ára); Alfreð G Maríusson; 7. mars 1962 (55 ára); Jasper Parnevik, 7. mars 1965 (52 ára); Þorbjörn Guðjónsson, GR, 7. mars 1965 (52 Lesa meira










