Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Inga Magnúsdóttir – 10. mars 2017

Það er margfaldur Íslandsmeistari og klúbbmeistari GA, Inga Magnúsdóttir, sem á afmæli í dag, en hún er fædd 10. mars 1939. Inga er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún er móðir Magnúsar Birgissonar, golfkennara og stórkylfinganna Sólveigar og Laufeyjar. Inga Magnúsdóttir, GK, tvöfaldur Íslandsmeistari í flokki 65+ árið 2014, í höggleik með og án forgjafar. Komast má á facebook síðu Ingu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan:   Elsku Inga Magnúsdóttir – innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ágúst Ólafur Ágústsson, 10. mars 1977 (40 ára STÓRAFMÆLI – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!); Korinna Elísabet Bauer, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Agathe Sauzon (63/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar. Nú erum við að kynna þær sem deildu 3. sætinu en það eru 4 kylfingar, sem allar hlutu fullan spilarétt á LET, en þær léku allar á samtals 14 undir pari, 346 höggum. Þetta voru þær: Karolin Lampert frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2017 | 10:20

Ko: „Ég myndi spila golf með Trump“

Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, segir að hún myndi ekki hafna boði um að spila golf með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Nýsjálenska súperstjarnan sagði að hún fylgdist ekkert mikið með stjórnmálum, sem gerði ákvörðunina auðveldari. „Það væri heiður, held ég, að spila við forsetann,“ sagði hin 19 ára Ko, í viðtali við golf.com. „Ég veit ekki mikið um stjórnmál, þannig að ég hef ekki mikið um þau að segja.“ Trump á marga golfvelli um allan heim og Ko sagði að innlegg hans til golfsins væri jákvætt. „Það er svalt að sjá hversu mikill stuðningsmaður golfiðnaðarins hann hefir verið,“ bætti Ko við. Þessi komment koma eins og skrattinn úr Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2017 | 10:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn fór g. niðurskurð í Marokkó

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt á Opna Royal Golf Anfa Mohammedia 2017 mótinu, sem fer fram 8.-10. mars. Mótið er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni, en mótið fer fram í Marokkó. Þórður hefir leikið á samtals 2 yfir pari, 144 höggum (72 72). Hann er T-42 e. 2. dag og rétt slapp gegnum niðurskurð og spilar því lokahringinn.   Fylgjast má með stöðunni á Opna Royal Golf Anfa Mohammedia 2017 mótinu með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2017 | 08:15

Hverjir eru bestu kylfingar heims á bilinu 16-60 ára?

Golf.com hefir tekið saman skemmtilega öðruvísi „bestu“-lista þar sem kylfingar eru raðaðir í aldursröð frá 16 ára og að 60 ára aldri. Hverjir eru bestu kylfingar í dag sem eru 16 ára og hverjir eru bestir sem eru 59 ára? Er Inbee Park, 28 ára, betri en Rickie Fowler, 28 ára? Á listanum eru bæði karl- og kvenkylfingar; bara þeir bestu hver á sínu aldursskeiði. Sjá má lista Golf.com með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon í 7. sæti e. 1. dag River Landing mótsins

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, taka þátt í River Landing Classic mótinu, sem fram fer í Wallace, N-Karólínu, dagana 9.-10. mars 2017. Þátttakendur eru 74 frá 12 háskólum. Gunnhildur lék fyrstu tvo hringina í gær á samtals 153 höggum (80 73) og er T-38 af 74 keppendum. Í liðakeppninni er Elon í 7. sæti. Í dag verður lokahringurinn leikinn. Fylgjast má með gengi Gunnhildar og Elon með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2017 | 06:40

LET: Myndbandskynning á Valdísi Þóru

Á vefsíðu LET er kynning á nýliðum mótaraðarinnar. Kynningin er þannig að nýliðarnir eru spurðir ýmissa spurninga og allt tekið á myndband. Þessi myndbandskynning fellur undir flokkinn „Meet the Rookie“ eða í lauslegri þýðingu „kynnist nýliðanum.“ Valdís er m.a. spurð að því hvert helsta afrek hennar til dagsins í dag sé og svarið hennar var tvíþætt: sem áhugamaður, góð frammistaða í Faldo Series í Brasilíu og sem atvinnumaður: 2. sætið í Lalla Aicha Tour School. Sjá má kynningarmyndband LET með Valdísi Þóru með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2017 | 06:38

PGA: Herman í forystu á Valspar – Hápunktar 1. dags

Það er vinur Donald Trump, Bandaríkjaforseta, Jim Herman, sem leiðir á Valspar mótinu eftir 1. dag, en Valspar er mót vikunnar á PGA Tour. Herman lék 1. hring á 9 undir pari, 62 höggum – Á hringnum glæsilega fékk Herman 9 fugla og 9 pör!!!! Í 2. sæti eru Russell Henley og Henrik Stenson á 7 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Valspar Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Valspar Open SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2017 | 06:00

Evróputúrinn: Horsey efstur á Hero Indian Open – Hápunktar 1. dags

Það er enski kylfingurinn David Horsey sem er efstur á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni Hero Indian Open. Horsey lék 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum og skilaði skollalausu skorkorti með 6 fuglum og 12 pörum. Í 2. sæti 1 höggi á eftir Horsey eftir 1. hring er ítalski kylfingurinn Matteo Manassero, en hann lék á 4 undir pari, 68 höggum. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Hero Indian Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Hero Indian Open, en 2. hringur er þegar hafinn  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Örvar Þór Guðmundsson – 9. mars 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Örvar Þór Guðmundsson. Örvar er fæddur 9. mars 1977 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Örvars til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Övar Þór Guðmundsson – 40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Leslie Melville Balfour-Melville, (skoskur) f. 9. mars 1854 – d. 17. júlí 1937; Stuart Grosvenor Stickney , f. 9. mars 1877 – d. 24. september 1932); Marlene Streit, 9. mars 1934 (83 ára); Magnus Bjorn Magnusson, 9. mars 1960 (57 ára);  Sigursteinn Brynjólfsson, 9. mars 1972 (45 ára);  Raul Rosas Gamboa, Lesa meira